Morgunn - 01.06.1956, Síða 43
MORGUNN
37
Oss hefir verið sagt, að til þess að koma þessu fyrir-
bæri fi’am, sé „áru“ eða ljósbliki miðilsins breytt í ein-
angrandi efni, sem verji líkama hans fyrir eldinum.
Fi'ægastur þeirra enskra miðla, sem þetta fyrirbrigði
hafa sýnt, var D. D. Home. Og það, sem enn meira er,
hann gat eins og yfirfært þennan hæfileika á aðra þá, sem
viðstaddir voru fundi hans.
Brezka Vísindafélagið kaus fimm menn í nefnd til að
rannsaka hæfileika Homes. Þeir lýstu síðan yfir því, að
þeir hefðu séð rauðglóandi kolamola vera lagða á höfuð
nokkurra manna í viðurvist Homes, án þess mennina sak-
aði hið minnsta. Því næst var þetta furðuverk endurtekið
á hverjum einstökum nefndarmanna með sama furðulega
árangri.
Jarlinn af Crawford og frú Honeywood hafa sagt frá
því, að þau hafi séð Home leggja rauðglóandi kolamola í
kjöltu konu einnar, sem var klædd kjól úr hvítu, örléttu
efni, og kjólinn sakaði ekki. Þau segja frá því, að þá hafi
Home tekið vönd af hvítum blómum úr blómaskál á borð-
inu og fleygt þeim á eldinn, sem skíðlogaði á eldstæðinu.
„Blómin héldust gersamlega óskemmd og varðveittu
óbreyttan hinn drifhvíta lit“.
Allir hinir merku menn, Sir William Crookes, Stainton
Moses, F. W. H. Myers og Adare lávarður vitna, að þeir
hafi séð Home þrýsta andlitinu í glóandi kolaeld, og hafi
hann ekki sakað minnstu vitund.
Sérhvert barn hefir heyrt söguna af þeim Sadrak, Mesak
og Abed-Nego, sem gengu inn í eldsofninn, sem Nebúkad-
nezer konungur lét kynda, og gengu óskemmdir út úr elds-
ofninum aftur. En færri hafa heyrt eða lesið um nunnuna,
Katrínu frá Síena, sem datt áfram inn í logandi eld, með-
an hún var í transi. Þegar menn urðu varir við þetta og
drógu hana út úr eldinum, kom í ljós, að sjálf var hún
óskemmd. Og það, sem meira var: föt hennar voru
óskemmd með öllu, engin merki þess sjáanleg, að þau
hefðu sviðnað eða brunnið.
L