Morgunn - 01.06.1956, Síða 44
38
MORGUNN
Marga áreiðanlega vitnisburði þess, að menn geti orðið
ónæmir fyrir eldi, má finna í rómversk-kaþólskum heim-
ildum. Þetta sama gerist enn í dag og í ýmsum trúar-
brögðum.
1 bók sinniThe Golden Bough (Hin gullna grein) segir
Sir James Frazer frá fjölmörgum dæmum þess, að menn
vaða eld og gera það sem einn þátt trúarhátíðahalds víðs-
vegar um heim. Þeir, sem eiga að vaða eldinn, búa sig
flestir undir þá athöfn með því að fasta. Og eldurinn er
venjulegast útbúinn þann veg, að brennt er eikartrjám í
um það bil 40 metra löngum þróm. Sumir þjóðflokkar
tíðka jafnvel það, að reka kvikfénað í gegn um eldinn.
Nokkurir Evrópumenn, einkum í Suður-Afríku og Mið-
Ameríku, hafa reynt að vaða eld við trúarhátíðir. Sumum
hefir tekizt þetta, en aðrir hafa fengið brunasár á fætur.
Prestar þessara þjóðflokka halda því flestir fram, að ef
menn brenni sig, er þeir vaða eldinn, stafi það af trúar-
skorti.
Hjá nokkurum þjóðflokkum í Mið-Ameríku tíðkast það,
að hafa unga mey hjá eldinum, sem vaða skal. Hlutverk
hennar er að hugleiða og blíðka eldsguðinn. Og ef einhver
eldsvaðenda brennir sig, er meyjan höfð fyrir sök og
henni er refsað með því, að hún er lúbarin!
Á Norður-Indlandi tíðkast sums staðar það. að prestur-
inn í þorpinu vaði eld einu sinni á ári hverju. Ef hann
flýtir sér að vaða eldinn eða fær brunasár á fætur, er
hann rekinn úr embætti.
J. A. þýddi.