Morgunn


Morgunn - 01.06.1956, Page 50

Morgunn - 01.06.1956, Page 50
44 MORGUNN sinnum í dag, og ég er viss um, að þetta eru englarnir, sem eru að bjóða mig velkomna í himnaríkið. En einkenni- legt er það, að ég þekki greinilega eina röddina, sem syng- ur, en get ekki komið því fyrir mig, hver hún er“. Skyndilega þagnaði konan. Þá benti hún yfir höfuð mannsins síns og sagði: „Ó, þarna er hún úti í horninu. Ó, það er Júlía X. Hún hallast yfir þig. Hún er að biðjast fyrir. Ó, sjáðu, nú er hún að fara“. Ofurstinn sneri sér við, en sá ekkert, og konan hans sagði: „Hún er farin“. Daginn eftir andaðist ofurstafrúin. Ofurstinn, sem segir söguna sjálfur, leit á þetta eins og óráðshjal. En daginn eftir tók hann dagblaðið Times og fór að lesa. Þar las hann, sér til mikillar undrunar, að söngkonan Júlía X., sem var nýlega gift, væri dáin. Daginn eftir útför konu sinnar fór ofurstinn í heim- sókn til föður söngkonunnar. Hann sagði: „Jú, hún er dáin. Og daginn, sem hún dó, tók hún til að syngja og söng alveg fram í andlátið“. Maður söngkonunnar full- yrti, að hann hefði aldrei heyrt rödd hennar fegurri en þegar hún söng í dauðanum. Söngkonan var látin fyrir tíu dögum, þegar hin deyj- andi ofurstafrú sá hana og heyrði hana syngja við dánar- beð sinn. En hvorugt ofurstahjónanna hafði þá hugmynd um, að hún væri dáin. Dettur oss í hug, að ofurstafrúin hafi farið'einmana af þessum heimi? Og enn langar mig að láta yður heyra eina sögu, sem Sir William Barrett birtir og telur áreiðanlega með öllu. Sögumaður hans segir svo frá: Ung stúlka, náfrænka mín, var að deyja úr tæringu. Hún hafði legið máttlítil í nokkra daga og lítinn gaum virzt gefa því, sem fram fór í kring um hana, þegar hún lauk upp augunum, starði upp fyrir sig og sagði hægt og rólega: „Susan, — Jane, — og Ellen!“ eins og hún yrði vör þessara þriggja systra sinna, sem allar höfðu dáið úr
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.