Morgunn - 01.06.1956, Qupperneq 55
MORGUNN
49
af jarðneska heiminum og til nýju heimkynnanna. Og þá
hefir gamla konan ekki farið einmana af heiminum. Gleði-
bjarminn, sem fór yfir andlit hennar, þegar henni varð
Ijóst, hver ókunna stúlkan var, og klökkvinn í rómnum,
begar hún nefndi nafn dótturinnar í fyrsta sinn á mörg-
um árum, gáfu til kynna, að fagnaðarefni var breytingin,
sem var að verða á kjörum hinnar karlægu og hálfblindu
móður.
Vegna þess að ég veit, að hér var um ákaflega grand-
varar og merkar konur að ræða, gömlu konuna og fóstur-
dóttur hennar, skýrir þessi atburður mér enn merkinguna
1 orðum Jesú um andlát holdsveika einstæðingsins: „Hann
var borinn af englum“.
Englarnir, sem eru í þjónustu Guðs, eru sjálfsagt tíð-
um látnir menn. Og enn bendir þessi saga oss á, hve traust
er bandið, sem bindur móður og barn. Hér voru liðin full
70 ár síðan barnið dó í faðmi ungrar og elskandi móður
sinnar. En hvað eru 70 jarðnesk ár? „Eilífðin hún er al-
ein til, vor eigin tími er villa og draumur“, sagði Einar
Benediktsson. Eftir 70 ár var mynd litlu dótturinnar að
hverfa móðurinni í blámóðu fjarlægðarinnar. En hvað
voru þessi 70 ár dótturinni, sem hafði fengið þroska sinn
fyrir utan takmarkanir hins jarðneska tíma?
Og enn bendir þessi saga oss á annað:
Sjálfsagt hefir gamla konan hugsað um dóttur sína
— þegar hún hugsaði um hana á annað borð — sem lítið
barn, og þess vegna þekkti hún ekki ungu stúlkuna, sem
virðist hafa verið í dánarherberginu alla síðustu nóttina.
Þannig eigum vér vafalaust ekki að hugsa um börnin, sem
deyja ung. Þau halda áfram að þroskast í ódáinsheimin-
úm, og þar fá þau sennilega þroska sinn með sama hraða
°g þau hefðu fengið á jörðunni.
Ég var einu sinni staddur hjá erlendum miðli, sem ég
hefi ekki séð nema í það eina skipti. Miðillinn lýsti fyrir
mér tólf ára barni, en ég kannaðist ekki við, að neitt barn
mér nákomið hefði andazt á þeim aldri. Loks nefndi mið-
4