Morgunn - 01.06.1956, Page 57
MOEGUNN
51
Guðshöndin leiði oss, þegar alvarlegustu umskiptin verða
1 lífi voru. Eitt hið dásamlegasta af því, sem spíritisminn
kennir oss, er hvet'nig Guðshöndin leiðir þá, sem eru að
Ijúka jarðneska áfanganum. Allt þetta undursamlega
hjálparverk er með einhverjum hætti verk hans. Þar er
speki hans að verki og sú heilaga miskunn, sem vér treyst-
uiu aldrei nógu vel.
Sú miskunn vakir yfir vinunum, sem hurfu oss sjónum,
°g hún mun vaka yfir oss, þegar umskiptin miklu verða.
Þess vegna hugsum vér um látna vini með hugarró, með
glöðum huga og með bæn, meðan leikið verður á hljóðfæri
lag Schuberts við hinn fagra bænarsálm fyrir fram-
hðnum:
Friður sé með öllum yður.
öllum sálum veitist friður.
Aldrað jafnt sem aðeins fætt,
andað eftir draumlíf sætt.
Allt, sem dó frá heimsins hörmum,
hvíli rótt í friðarörmum.
(Steingrímur Thorst. þýddi.)
Jón AuÖuns.
★
L