Morgunn - 01.06.1956, Page 61
MORGUNN
55
verndandi kærleiksmáttur umlykur hvern einasta mann.
Þessi kærleiksmáttur er mismunandi sterkur; fer styrk-
leiki hans sennilega mest eftir því, hve göfugur og góður
íöaðurinn er, ýmist áskapað eða eftir sjálfsþróun. Senni-
íega ræður sjálfsþróunin mestu.
Þessi kærleiksmáttur, sem fylgir hverjum manni, er
sameining guðlegra afla, er ósýnilega vernda hann og
leiða fram til góðs í hinni villigjörnu jarðvist. Fjöldi sjá-
enda, hinir dulskyggnu, hafa oftsinnis séð þennan kær-
leiksmátt í mismunandi myndum. Þeir hafa horft á hann
°g athugað oft, talsverðan tíma í einu, alveg á sama hátt
°S menn almennt sjá og skoða nýstárlega hluti á förn-
um vegi.
III.
Flestir, sem reyna alvöru lífsins, finna kærleiksmátt-
mn í sjálfum sér, en eru óvitandi um kærleiksmáttinn, sem
^ylgir þeim og verndar. Er þetta ekki ótvíræð sönnun um
Suðdómlega sál mannsins, og jafnvel dýranna? Vissulega
er þetta guðdómurinn í lífinu, sem á að veita því fögnuð
°S fyllingu hjá öllum, er læra að meta það og verja því á
réttan hátt.
IV.
Máttur kærleikans er öllu ofar. Hann er mestur í heimi.
Sú brú, er hann byggir og bindur saman lönd og þjóðir, er
úllu stáli styrkari. Henni fær hvorki mölur né ryð grand-
að, því að hún er óforgengileg. Meðan kærleikurinn varir
eudurnýjast hún dag frá degi, stund frá stund. Hinn sanni
kaerleikur byggir ávallt brú milli landa og handa. Hann
^yggir ekki eingöngu hér á jörð, heldur einnig til eilífrar
vistar á himnum. Hann er hvort tveggja í senn, jarðnesk-
Ur og himneskur, lýsir, vermir, huggar, græðir líkt og yl-
keislar sólar, sem ávallt skín og aldrei dvín.
Meiri kærleikur er stærsta boðorðið til mannkynsins.
Með vaxandi kærleika er auðveldast að leysa vandamálin