Morgunn


Morgunn - 01.06.1956, Side 62

Morgunn - 01.06.1956, Side 62
56 MORGUNN eða láta þau hverfa af sjálfu sér. Þetta hafa margir reynt í eigin lífi. En þessi sannindi ganga þyrnum stráða braut hér í jarðheimi. Þótt mennirnir játi kærleikanum hollustu, eru þeir næsta fáir, sem fylgja boðorðum hans í verki. Kær- leikstalið verður því oft köld varajátning, sem vantar hita hjartans til þess að vaxa og sýna mátt sinn. V. Máttur kærleikans vex ekki með áróðri, gyllingum né skrumi. Hann vex hljóðlega en öruggt í hjörtum manna. Hann getur brotist fram sem óstöðvandi flaumur, með djörfung og krafti, sem ekkert stenzt á móti. Oftar er þó hitt, að hann fari hljóðlega og hóglátlega, líkt og þjónn þjónanna. Lætur lítið á sér bera, en er alls staðar nálæg- ur. Hikar ekki við nauðsynlega fórn og er ávallt reiðubú- inn aðsteðjandi verkefnum. VI. Hver tími skapar nýjar aðstæður, nýtt hugarsvið. Okk- ar tími hefir skapað vélræn hugsvið, vélræna menn og menningu. Fólkið verður hugfangið af þeim möguleikum, sem hin nýja tækni bregður á loft. Vísindin tilkynna ár- lega fjölda nýrra sigra í þessa átt, og boðað er, að maður- inn geti innan skamms fengið frumefni heimsins í þjón- ustu sína til viðbótar alls konar nýrri tækni og nýjum vélum. Hugsunarháttur fólksins verður því líka vélrænn. Það dansar líkt og brúður í bandi, sveiflast frá einni vél- rænni lystisemd til annarrar, fullt af vélrænum lífsþorsta, sem aldrei verður slökktur, heldur magnast og afskræm- ist því meir, sem hann nýtur vélrænnar lystisemdar, því að þar er enga fullnægingu að finna. Öðru nær. Fólkið þjá- ist, kremst og kvelst í trylltum nautnaglaumi. Friður og öryggi er burt rekið, farsældin flúin, huggun og von burt snúin.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.