Morgunn - 01.06.1956, Síða 65
MORGUNN
59
lítur þá út og sér, að sögn mín er rétt. Fáninn er í hálfri
stöng. Þótti honum þetta kynlegt, þar sem veður var hið
blíðasta, sem fyrr er sagt. Gekk Vilhjálmur síðan út og
hóf fánann að hún.
Kristján á Skerðingsstöðum andaðist næsta dag, og
Agnes, kona hans, um mánuði síðar, eins og áður er getið.
Hver var höndin, sem boðin bar og lét fánann falla.
Mannleg var hún ekki, svo mikið er víst.
Arngr. Fr. Bjamason skrásetti.
★
Baptistaprestur fær sannanir.
Dr. S. M. Duyzers, áður baptistaprestur í Bradford, U.S.A., var
°kunnugur spíritismanum með öllu. Dag nokkurn, þegar hann og
kona hans voru heima, sá hann skyndilega fyrir sér tengdaföður
S1nn, sem átti heima í Dortrecht í Hollandi, standa fyrir aftan prests-
Þ'úna. Presturinn hafði kennt í málleysingjaskóla og var æfður í
að lesa af vörum nemendanna. Hann notfærði sér nú þessa leikni
sina og las þann boðskap af vörum ,,tengdaföður“ síns, að hann
hefði andaztkl. 10,30 þennan sama dag heima í Dortrecht. Að dauði
hans hefði orsakazt af því, að neisti úr pípunni hans hefði fallið á
fót hans og af því hefði hlotizt blóðeitrun. Ennfremur að sonur
sinn væri búinn að skrifa þeim þessa frétt á bréf með svörtum
ramma, og myndi bréfið bcrast þeim eftir 10 — 12 daga.
Presturinn las undrandi þessa orðsendingu af þöglum vörum
hinnar óvæntu myndar af tengdaföðurnum, sem hann sá standa á
bak við prestsfrúna.
Allt reyndist þetta nákvæmlega rétt, og bréfið fi'á Hollandi, sem
bar fréttina, kom á ellefta degi eftir sýnina.
En þetta nægði prgtinum ekki. Hann fór að kynna sér sálrænu
malin, og endalokin Jrðu þau, að fimm árum síðar hvarf hann úr
Baptistakirkjunni og vinnur nú fyrir stórt spíritistafélag í Vestur-
heimi.
Þýtt úr Two Worlds.