Morgunn


Morgunn - 01.06.1956, Qupperneq 68

Morgunn - 01.06.1956, Qupperneq 68
62 MORGUNN upp við fjall. En það af jurtinni, sem þetta er búið til úr, er hvítt og beiskt. Þetta er kínín“. Einnig þetta var hárrétt, og svo var allt, sem hún sagði um þessar flöskur, þótt próf. Tenhaeff, sem tilraunina gerði, vissi sjálfur ekkert um, hvað í flöskunum væri fyrr en tilraununum var lokið. Það yrði of langt mál, að fara að segja frá öllu, sem ritað hefir verið um Lotte Plaat í vísindarit. Ég ætla að- eins að segja enn frá tilraunum, sem sýna frábæran hæfi- leika hennar til hlutskyggni (psychometrie). Læknir nokkur rétti henni lokað umslag. Á blaði í um- slaginu var blettur af blóði úr sjúklingi nokkurum. Hún sagði: „Ég verð vör við dauða, ég verð að fá að anda að mér. Hún er mjög veik, en hún vill ekki gefast upp, ekki deyja. Hún er taugaóstyrk, en hefir samt mikið vald yfir sér. Þetta er vel gefin kona. Hún hefir skýr og athugandi augu, mjúkar munnlínur. Ég finn til þjáninga í hægri síð- unni. Hún kastar upp, — hún deyr“. Læknirinn fullyrti, að þetta væri nákvæm lýsing af sjúklingnum, dauðvona konu, með krabbamein hægra megin. Kunnur vísindamaður hefir sagt frá því, að hann hafi fengið frú Lotte Plaat í hendur þrjá hluti, vafða í svo mikinn pappír, að ómögulegt var að greina lögun þeirra með því að þreifa á pökkunum. í einum pakkanna var 300 ár agamall hnífur, í öðrum var ævagamalt spjald með hebreskri áletrun og í hinum þriðja var prjónaður gólf- klútur. Hún lýsti nákvæmlega öllum þessum hlutum, sagði til um uppruna þeirra, hvaðan þeir væru komnir o. s. frv. „Er það ekki einkennilegt, að upplifa svona mikið fyrir aðra?“ spurði vísindamaðurinn. Frú Plaat svaraði blátt áfram, eins og hún var vön: „Myndirnar koma og hverfa, eins og í kvikmyndahúsi. Og þegar ég þarf að velja eina mynd úr mörgum til að segja frá, er eins og einhver rödd hvísli í eyra mér, hverja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.