Morgunn - 01.06.1956, Qupperneq 70
Sálarrannsóknamaðurirm
Walter Franklin Prince.
★
í þriðja hefti ameríska ársfjórðungsritsins TOMOR-
ROW, sem er vandað rit um sálarrannsóknir og „para-
psychologie", er minningargrein um sálarrannsóknamann-
inn Walter Franklin Prince. Þótt rúmlega 20 ár séu liðin
síðan hann hvarf af jarðneska sjónarsviðinu, er minning
hans mönnum í fersku minni. Svo merkilegt starf vann
hann í þágu sálarrannsóknanna, og svo merkileg voru við-
fangsefnin, sem hann hafði með höndum.
Greinarhöf. er Alson J. Smith. Hann var prestur um eitt
skeið ævinnar, en á síðari árum hefir hann helgað sig
sálarrannsóknamálinu, flutt um það fjölmörg erindi og
ritað um það bækur. Hin síðasta þeirra: Vísindalegar
ódauðleikasannanir, kom út á liðnu ári. Grein hans, í nokk-
uð styttri þýðingu, fer hér á eftir:
Það er greinilegur skyldleiki milli prestsstarfsins og
starfs sálarrannsóknamannsins. Það er meiri furða á því,
hve fáir prestar hafa lagt stund á þetta rannsóknastarf
en hinu, hve margir mikilhæfir prestar hafa lagt stund á
sálarrannsóknir sem tómstundaiðju.
Ef raunveruleiki er að baki hinna trúarlegu fyrirbæra,
eins og bænalífsins og sakramentanna, er lögmál þeirra
sálræns eðlis. Ef um samband milli Guðs og manns er að
ræða í bæninni, þá er það samband áreiðanlega fjarhrifa-
samband.
Rætur þeirrar óvildar, sem ríkt hefir milli kirkjunnar
og dulfræðanna, má rekja langt aftur í aldir, til árekstr-
anna, sem urðu milli kirkjunnar á sínum tíma og gnóstísku