Morgunn - 01.06.1956, Page 71
MORGUNN
65
stefnunnar og dóketísku stefnunnar, sem báðar komu
tram innan kirkjunnar og voru dæmdar sem villutrúar-
stefnur snemma á öldum.
Hina ævagömlu kirkjulegu andúð á dulrænum efnum
hafa margir ágætir klerkar reynt að sigra, og tiltrú kirkju-
^annanna hafa sálarrannsóknamenn, sem gæddir voru
djúpum trúarlegum skilningi, unnið, eins og Frederic W.
H. Myers og nú á síðustu árum J. B. Rhine.
Hina lifandi brú milli sálarrannsóknanna og kirkjunnar
byggði þó fyrst og fremst dr. Walter Franklin Prince,
haaðurinn, sem hvort tveggja var í senn, lifandi og áhuga-
samur prestur mótmælendakirkjunnar um langt skeið og
djúpskyggn, gagnrýninn sálarrannsóknamaður. Hann var
trúnaðar-rannsóknamaður Ameríska Sálarrannsóknafé-
iagsins og Sálarrannsóknafélagsins í Boston og gerði vís-
mdalegustu og nákvæmustu rannsóknir á persónuklofn-
mgu (multiple personality), sem enn hafa verið gerðar.
Dr. Walter Franklin Prince fæddist í Detroit í Banda-
ríkjunum árið 1863. Hann var af bændaættum, en foreldr-
ar hans báðir voru gáfaðir, og óvenjulegrar menntunar
naut hann í heimahúsum. Fjölskyldan tilheyrði Methódista-
kirkjunni og frá prestaskóla þeirrar fjölmennu kirkju tók
hann guðfræðipróf. 22 ára gamall giftist hann ungri og
glæsilegri stúlku, Lelia Madora Colman, og lifðu þau í
farsælu hjónabandi. Kona hans varð honum hinn trygg-
asti samherji og vinur. Eftir að Doris Fischer, sem enn
verður nánara getið, var orðin frísk, tóku þau hana sér
að kjördóttur, en þau voru barnlaus. Reyndist hún þeim
hin ástúðlegasta dóttir. Walter Franklin Prince gerðist
prestur, en stundaði jafnframt háskólanám og tók tvær
háskólagráður, og þegar hann hlaut doktorsnafnbót við
Yale-háskólann var viðfangsefni hans: klofning persónu-
leikans. Þeim rannsóknum hélt hann áfram, og þannig
hafði hann fengið hinn æskilegasta undirbúning, þegar
hann kynntist ungfrú Doris Fischer og hinu furðulega
sálarlífi hennar, en það var í Pittsburgh árið 1910.
5