Morgunn - 01.06.1956, Blaðsíða 72
66
MORGUNN
W. F. Prince undi ekki til lengdar í Methódistakirkjunni.
Árið 1904 tók hann vígslu sem prestur Biskupakirkjunn-
ar. Árið 1908 hafði hann gengið í Ameríska Sálarrann-
sóknafélagið, en hann hafði þá enn miklu meiri áhuga
fyrir afbrigðilegri sálarfræði en eiginlegum sálarrann-
sóknum. ,
Hanp var prestur við Allra-heilagra-kirkjuna í Pitts-
burgh, þegar fundum hans bar saman við ungfrú Doris
Fischer. Það var árið 1910. Hún var þunglamaleg og frem-
ur óaðgengileg stúlka, og jafn erfið og óskiljanleg sjálfri
sér og hinum stúlkunum í sunnudagaskólanum. Hún var
nýkomin til Pittsburgh, óhamingjusöm og einmana, full af
áhyggjum og innri mótsögnum og gersamlega ráðþrota
andspænis vandamálunum, sem hún varð að berjast við,
Skapbrigði hennar voru ótrúlega ör, og stundum var eins
og minnið væri henni horfið. Það var eins og ekkert sam-
hengi væri í persónuleika hennar, og engin heild. Hún
kom á fund dr. Prince með vandamál sín, og hann tók henni
eins og læknir.
Ungfrú Doris Fischer var lánsöm að lenda hjá þessum
manni. 1 vandamálum hennar hafði hann mikið til brunns
að bera. Doktorsritgerð sína í Yale-háskólanum hafði hann
einmitt skrifað um persónuklofninguna, og hann var ná-
kunnugur því, hvernig annar merkur sálarrannsóknamað-
ur, dr. Morton Prince, hafði læknað sinn fræga sjúkling,
Sally Beauchamp, sem þjáðst hafði af persónuklofningu.
Dr. Morton Prince hafði gefið út bók sína um Sally Beau-
champ fyrir fjórum árum, og hana þpkktu allir þeir, sem
fengust við afbrigðilega sálfræði. Og hann þekkti einnig
út í æsar verk franska lærdómsmannsins Pierre Janet,
sem notað hafði dáleiðslu við sjúklinga, sem þjáðust af
móðursýki, „hysteria".
í byrjun hélt dr. W. F. Prince að Doris væri aðeins
venjulegur móðursýkisjúklingur, en rannsóknir hans og
tilraunir með hana komu honum fljótlega í skilning um,
að hér væri. annað og miklu flóknara fyrirbrigði á ferð-