Morgunn - 01.06.1956, Síða 82
76 MORGUNN
segir frá, sem kom fyrir hana nokkru síðar og kemur þess-
ari svipsýn við:
„Nokkrum mánuðum síðar varð ég að fá mér aðra barn-
fóstru. Nýja stúlkan var íslenzk, Margaret Thomassen að
nafni, sem aðeins hafði verið þrjár vikur á Englandi. Ég
komst að því, að hún hafði fengið miklu meiri menntun
en flestar aðrar vinnustúlkur. Hún þekkti vel rit Sweden-
borgs og annarra rithöfunda. Einhvern dag, er ég fór upp
í barnaherbergið til að huga að börnunum, sem voru kom-
in í rúmið, varð fyrir mér sami maðurinn, er ég hafði séð
áður. Hann stóð efst þar, sem stiganum sleppti, eins og
hann væri að bíða eftir mér. Hann var búinn eins og í hitt
sinnið, en í þetta skipti var hann þungbúinn á svipinn,
eins og eitthvað amaði að honum. Skömmu síðar spurði
Margaret Thomassen mig að því, hálffeimin, hvort ég
héldi að andar framliðinna manna gætu komið aftur til
jarðarinnar. Þegar ég játaði þessu, virtist hún verða mjög
hrifin. Hún sagði mér frá fjölda mörgum sönnunum um
þetta, sem er snar þáttur í trú Islendinga".
Svo segir Florence Marryat frá því, að það hafi reynzt
vera svipur látins bróður Margrétar, er hún hafði séð,
bæði áður en Margrét kom í vistina og seinna, er hún var
orðin barnfóstra hjá henni. Margrét var orðin óróleg af
því að hafa ekki um nokkurn tíma fengið bréf frá bróður
sínum. Hefði hann þó lofað að skrifa sér. Hann hefði farið
til Þýzkalands. Þær komust svo í samband við hann og
fengu í sambandinu þá vitneskju frá honum, að hann væri
andaður, og lét þær fá utanáskrift manns, er gæti veitt
nánari upplýsingar um, á hvern hátt andlát hans hefði
borið að. Þetta reyndist rétt og hafði því svipsýnin og
það, sem sagt var í sambandinu, sönnunargildi.
Margrét Tómasdóttir, sem Florence Marryat segir hér
frá, giftist síðar og varð fjölmörgum kunn sem Margrét
Zoéga.
Kr. Linnet.