Kylfingur - 01.01.1944, Side 43

Kylfingur - 01.01.1944, Side 43
KYLFINGUR 41’ öðrum lækningatækjum fylltu þeir þá, sem ekki voru sýktir ■ áður, með golfsótt, og buðu síðan til stofnfundar 14. des. 1934. Á þeim fundi var klúbburinn stofnaður, lög samþykkt, stjórn kosin og m. fl. Voru stofnendur taldir vera 57, og hafa sumir þeirra aldrei leikið golf og varla snert á kylfu.. Kennarar. Þessir 57 áhugamenn vissu auðvitað lítið um það, hvað golf er, og ennþá minna um það, hvernig það skyldí leikið.. Það var því nauðsynlegt að byrja með því að fá kennai’a, er leiddi menn í nokkurn sannleika hinnar flóknu og göfugu íþróttar. En hinir forsjálu læknar, er ruddu málinu braut hér heima, höfðu skilið þessa þörf og undirbuið málið í Kaupmannahöfn, svo að eklci þurfti annað en að síma út til þess að fá hingað kennara. Hann heitir Walther Arneson, af norsku bergi brotinn, en borinn og barnfæddur „yankee“, og • kom hingað 12. janúar 1935. Reyndist hann Idúbbnum hinn þarfasti maður, ágætur kennari, lipur ráðunautur um golf- mál og klúbbstarfsemi, og vinsæll félagi öllum, sem kynnt- ust honum. Hann vann hér af kappi til 4. apríl sama ár, en varð þá að hverfa til Kaupmannahafnar aftur,- til þess að friða fyrri húsbændur sína við Golfklúbbinn þar. Hann. kom svo aftur í byrjun júlí og kenndi, bæði við net og á velli, sem þá var fenginn, og þegar kappleikir hófust í ág- úst sama ár, leiðbeindi hann um það, hvernig’þeir ættu að fara fram, benti á nýja og nýja kappleiki, sinn með hverju móti, sá u.m að völlurinn væri í viðunandi' ásigkomulagi og leiðbeindi um viðhald hans, og taldi kjark í kyifinga, þegar þeim lá við að láta bugast vegna veðra og mistækni. Þann 28. ágúst fór Wally, eins og hann venjulega var kallaður, til Akureyrar, til þess að kenna kylfíngum þar, og var þar um þriggja vikna skeið. Köm síðan aftur og • dvaldist nær árlangt. Fór alfarinn 30. júlí 1936 til Kaup- mannahafnar. En Wally var ekki aðeins okkar fyrstí ágæti golfkennari, sem kenndi íslenzkum kylfingum 'rétt grip, réttar sveiflur og rétt hugarfar við golfleiki; hann kenndi einnig réttan félagsanda og kom af stað klúbblífi, sem kylfingar hér kunnu

x

Kylfingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.