Kylfingur - 01.01.1944, Blaðsíða 7
KYLFINGUR
5
Skipulagsskrá
MinningarsjóSs Gunnlaugs Einarssona .
1. gr.
Sjóðurinn heitir Minningarsjóður Gunnlaugs Einarsson-
ar, læknis, og er stofnaður að honum látnum af hluta af fé
því, er ætlað var til eirmyndar af honum í sambandi við
fimmtugsafmæli hans, svo og frjálsum samskotum að honum
látnum.
2. gr.
Stofnfé sjóðsins er kr. 5.653.13, af samskotafénu frá
fimmtugsafmælinu, og samskot við andlát Gunnlaugs.
Fé sjóðsins skal ávaxta í tryggum verðbréfum og við-
urkenndum banka eða sparisjóði. Sparisjoðsbækur og verð-
bréf sjóðsins skal skrá á nafn hans.
4. gr.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja gerð fullkominna flata
á golfvelli Golfklúbbs íslands, einkum með því að styrkja
rannsókn jarðvegs á þeim, útvegun grassáðs, „toppdressing“,
og „greenkeeping“ og annað, er að fullkomnun flatanna
lýtur.
5. gr.
Höfuðstól sjóðsins má aldrei skerða. Af vöxtum má ár-
lega verja % samkvæmt 4. gr. en % skal leggja við höfuð-
stól sjóðsins, þangað til hann er orðinn tíu þúsund krónur
— kr. 10,000,00 — Eftir það má verja öllum árstekjum
sjóðsins samkvæmt 4. gr. Heimilt er stjórn sjóðsins að geyma
fé það, sem eitthvert ár fellur til ráðstöfunar, allt eða nokk-
uð af því, til ráðstöíunar síðar, ef henni þykir það betur
henta.