Kylfingur - 01.01.1944, Side 5

Kylfingur - 01.01.1944, Side 5
KYLFINGUR 3 þegar, að hér var leikur til að draga kyrrsetumenn bæj- anna, og þó einkum Reykjavíkur, lút í guðs græna náttúr- una, í hreint loft og hæfilega erfiða likamlega og andlega þjálfun. Eftir heimkomuna beittu þeir sér fyrir stofnun golf- klúbbs hér, og var hann stofnaður 14. desember það ár. Gunnlaugur heitinn var kosinn fyrsti formaður klúbbsins, og var hann formaður hans til dauðadags, 5. apríl, 1944. Það var margs að gæta og margt, sem þurfti að útvega handa hinum nýja klúbbi, og víst er um það, að hann hefði ekki komist jafn skjótt til starfa og náð þegar í byrjun jafn öruggri fótfestu hér og hann gerði hefði ekki Gunnlaugs heitins notið við, sem hins sívakandi formanns, er ails gætti og ávallt var á ferli viðvíkjandi málefnum klúbbsins. Það var óhemju verk sem Gunnlaugur vann fyrir klúbbinn fyrstu þegar, að hér var leikur til að draga kyrrsetumenn bæj- árin, meðan hann var að komast á öruggan fót. Hann vann mikið fyrir hann alltaf, þegar hann var í bænum og heiil heilsu, en mest fyrstu árin. Receptablokkina sína hafði hann að sjálfsögðu í vasanum, en hann notaði hana ekki síður fvrir sjálfan sig og Golfklúbbinn en aðra, því hann skrifaði dagleg recept handa klúbbnum og sá síðan um, að það sem á receptinu stóð, yrði útvegað eða framkvæmt. Ég hefi í fórum mínum nokkur af þessum receptum (lyfseðlum) og sýna þau, að hann hugsaði um allt, sem útvega þurfti, frá gólfþurku upp í golfkennara, alls sem gera þurfti, hið smæsta sem hið stærsta, og fylgdist með og leit eftir starfi allra nefnda og starfsmanna í klúbbnum. Oft var hans fyrsta verk á morgnana, að skjótast á bílnum sínum inn á völl eða í klúbbhúsið, til eftirlits, og hann var ekki í rónni fyrr en allt, sem áfátt var, hafði verið lagað eða ráðstafanir gerð- ar til þess að kippa því í lag. Hann var sérstaklega frjór og hugkvæmur á allt, er gat orðið klúbbnum og golfi hér á landi til eflingar, og opin augu fyrir vallarmöguleilaim, hvar sem hann fór. Hann fékk kylfinga í „picnic“ með sér út á Álftanes og útbjó völl á Bessastöðum, annan setti hann upp á Kjóavöllum, þriðja á Eiríksstöðum í Jökuldal, og fjórða á Vífilsstöðum o. s. frv. Gunnlaugur var fríður maður sýnum, hár og herða-

x

Kylfingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.