Kylfingur - 01.01.1944, Síða 45

Kylfingur - 01.01.1944, Síða 45
KYLFINGUR 43 en ekki varð það að almenningsnotum fyrr en 1942, að náðist til Bandaríkjamanns af finnskum ættum, Robert Waara að nafni, sem með leyfi herstjórnarinnar hefur notað frítíma sína til þess að kenna hér, við mikla aðsókn, og fékk jafnvel leyfi til að skreppa tvisvar til Isafjarðar og kenna þar, og að vera á golfmótinu í Skagafirði í sumar. Hefur hann reynzt kylfingum hinn þarfasti maður, enda vinsæll vel. Þegar þetta er ritað, er hann farinn til U. S. A. í þriggja mánaða herþjónustufrí, og tók með sér reykvískan golf- meistara sem eiginkonu sína. Vellir. Eftir að kennarinn var fenginn og nokkrir kylfing- ar höfðu fengið svo mikla trú á getu sína í sveiflum og öðrum reglum golfsins að þeir treystust út með kylfu og knött var næst að fá völl til að leika á. Lagði nú hinn ötuli og óþreytandi formaður klúbbsins, Gunnlaugur Einarsson, með kennarann til aðstoðar, í marga og langa leiðangra um allt nágrenni Reykjavíkur í vallarleit, og fundu hent- ugt tún, svonefnt Austurhlíðarland inn við Sundlaugar, sem bráðabirgðarvöll. Var það 6 ha. lands og voru þar útbúnar 6 holur. Fyrsta, fimmta og sjötta braut lágu yfir djúpa og hættulega læki, fulla af álum og öðru illfiski, er seiddu til sín bolta byrjendanna og skiluðu þeim ófúsir aftur. Var þessi völlur vígður hátíðlega þann 12. maí 1935, sem hinn fyrsti golfvöllur á íslandi (sjá Kylfing I, bls. 9). Á þeim velli var leikið til 1. júní 1937. Þá fékkst annar bráðabirgða- völlur inni í Sogamýri, við Útvarpsstöðvarveg, og þar út- búnar 6 holur. En ekki gekk greiðlega að halda því landi. Eftir hálfan mánuð hurfu öll flögg og merki af vellinum í súldveðri, en í staðinn komu um 20 kýr. En þar sem þær voru á sífellu iði, og auk þess fleiri en holur áttu að vera á vellinum, voru sumir kylfingar óánægðir með skiptin. Við rannsókn málsins kom í ljós, að landsdrottinn klúbbsins hafði landið á leigu fyrir kýr sínar, en ekki til framleigu né golfleika. Varð hann því skelkaður mjög er landeigandi kom og sá hóp manna að leikum, og kvað landið ætlað öðr-

x

Kylfingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.