Kylfingur - 01.01.1944, Side 44
42
KYLFINGUR
lítið til. Hann var aðlaðandi , lífsg-laðnr ungur maður, sem
öllum féll yel við, og tóku fyrir þá sök enn betur tilsögn
hans og tillögum. Hann vann að því, að þátttakendur í kapp-
leikjum biðu úrslita í klúbbhúsinu, þeir er fyrr voru í leikn-
um, fengu þannig vitneskju um sigurvegara og framhald
keppninnar, kynntust og skemmtu sér stutta stund, í stað
þess að hver þyti heim til sín eða annara, jafnslijótt og
hann var úr leik þann daginn.
Forseti G. S. I., Helt/i H. Eiríksson, talar í afmœlishófi G. I.
Eftir að Wally var farinn var hér enginn „professionel"
kennari, en golfmeistarinn, Helgi Eiríksson, hjálpaði ein-
staka kunningjum sínum og byrjendum, og gerði það vel.
En sumarið 1938 kom hingað bróðir Wally, Rube Arneson,
og tók við starfi bróður síns hér, og kenndi auk þess, eins
og Wally, bæði á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Hann var
hér í tvö ár, en hélt þá alfarinn, með íslenzka konu, heim
aftur til U. S. A.
Eftir brottför Rubes varð hér aftur kennara laust.
Hlupu þá aftur góðir menn undir bagga, eins og Helgi
Eiríksson áður, og var þar nú fremstur í flokki, Gísli Ólafs-
son, sem nú var orðinn golfmeistari, en auk hans hjálpuðu
þeir Helgi Eiríksson, Þorvaldur Ásgeirsson o. fl. Stöku sinn-
um náðist þó í ,,professionela“ setuliðsmenn, er hér dvöldu,