Kylfingur - 01.01.1944, Side 26

Kylfingur - 01.01.1944, Side 26
24 KYLFTNGUR bréfaviðskipti. M. a. var æskt álits þeirra um það, hvort heyja skyldi golfmót utan Reykjavíkur. Var það einróma ósk þeirra, að svo yrði gjört, og var einkum bent á Skaga- fjörð í því sambandi. í samræmi við það boðaði stjórn G. S. í. til golfmóts og þings, hinn 22. júlí þ. á., en stað- urinn var þó eigi ákveðinn að sinni. En hinn 20. maí skrif- aði stjórn G. I. stjórn G. S. í. og mælti eindregið með því að .mótið yrði háð á Þingvöllum. Stjórnin tók málið til at- hugunar og ræddi það við Þingvallanefnd. Einnig fóru þeir forseti og ritari G. S. í. til Þingvalla og í fylgd með þeim Gunnar Kvaran, heildsali og Sigurður Jónsson, verkfræð- ingur og athuguðu þeir staðhætti. Við athugun virtist þeim ógerningur að gera þar nothæfan golfvöll fyrir 22. júlí. Var því boðað til mótsins í Skagafirði. Jafnframt var þó gerð lausleg áætlun um kostnað við að gera 12 holu völl á Þingvöllum. Taldist svo til að kostnaður við það yrði eigi undir kr. 127.000.00. Nefnd sú, er unnið hefur að því að endurskoða þýðingu golfreglnanna og gera tillögur um fyrirkomulag á útgáfu þeirra, hefur lokið störfum. Reglurnar eru nú í prentun en henni hefur seinkað vegna annríkis í prentsmiðjum. Nefndin var upphaflega kjörin til þessa starfa af stjórn G. f., en síðasta golfþing samþykkti að fela henni að starfa áfram að málinu í sínu umboði. Nefndina skipuðu: Einar E. Kvaran, Helgi H. Eiríksson og Helgi Eiríksson og hefur E. E. K. unnið ritstjórastarfið og leyst það af hendi með mikilli prýði. Sambandsstjórnin hefur átt þátt í stofnun golfklúbbs á fsafirði og var hann stofnaður í vor, með 20 félögum. Fvr- ir milligöngu stjórnarinnar dvaldist golfkennarinn, hr. Robert Waara, um 10 daga skeið á ísafirði við golfkennslu. Síðar fór hann þangað aftur, í fylgd með forseta sambands- ins, til þess að athuga og mæia fyrir vallarstæði. Sambandið útvegaði hinum nýstofnaða klúbbi holupotta, stengur og flögg. Næst á eftir skýrslu stjórnarinnar voru lagðir fram endurskoðaðir reikningar sambandsins og Kylfings. Voru þeir samþykktir athugasemdarlaust.

x

Kylfingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.