Kylfingur - 01.01.1944, Blaðsíða 61
KYLFINGUR
59
6. gr.
Bikarinn skal vera í vörzlu þess leikmanns, er ber sig-
ur úr býtum frá ári til árs, en falli keppni niður eitthvert
ár, vegna óviðráðanlegi’a orsaka, skal bikarnum skilað í
vörzlu formanns Golfklúbbs íslands.
7. gr.
Golfklúbbur Islands sér um, að á bikarinn verði letrað
nafn þess, er sigrar hverju sinni, ásamt ártali.
Reykjavík, 1. sept. 1944.
Ásgr. Ragnars. Björn Pétursson. Geir Borg. Gunnar
Guðmundsson. Guðm. Sigmundsson. Hilmar Garðars.
Jóh. Eyjólfsson. Oddur Helgason.
Bikar þessi, sem hlotið hefur nafnið „Berserkur“, er
gefinn G. I. í tilefni af 10 ára afmæli klúbbsins, og skal
keppt um hann í langskotskeppni, eins og nánar segir í 3. gr.
Keppni um bikarinn skal fara fram árlega, næst á eftir
meistarakeppnum klúbbsins. Vinnst hann til eignar, er sami
keppandi hefur unnið hann þrisvar sinnum í röð eða fimm
sinnum alls. Klúbburinn veitir vinnanda að hverju sinni
sérstök verðlaun, silfurpening, eða önnur þau vei’ðlaun, sem
hann veitir á hverjum tíma, þó ekki er hann vinnst til fuilr-
ar eignar. Nafn vinnanda skal grafið á bikarmn að hverju
sinni og hlýtur vinnandi jafnframt virðingarheitið „Ber~
serkur G. í.“ það ár.