Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 25

Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 25
íslandsmeistari kvenna, Ragnhildur Sigurðardóttir GR, slær inn á flöt. úr GR, Stefán Unnarsson var annar á 77 höggum. 7 keppendur voru í 1. flokki kvenna. Þar náði Erla Adólfsdóttir GA þriggja högga forskoti á fyrsta degi, var á 93 höggum. Næstar á eft- ir henni voru Aðalheiður Jörgensen GR og Sigurbjörg Guðnadóttir GV. Enn var keppni mjögjöfn í öðrum flokki karla eftir tvo daga. Nú voru þrír kylfingar efstir og jafnir á 168 höggum: Guðmundur Sigurjónsson ásamt Rúnari Gíslasyni GR og Karli H. Karlssyni GK. Keppni í 2. flokki kvenna lauk þennan dag, þar sem þær léku aðeins 36 holur. Sigríður Ólafsdóttir GH, sem leikið hafði best daginn áður, gerði það einnig seinni daginn og sigr- aði því í flokknum með talsverðum yfirburðum á 189 höggum. Jafnar í 2. til 3. sæti á 198 höggum voru Hildur Þorsteinsdóttir GK og Kristine Eide NK, en Hildur sigraði í umspili. í 3. flokki karla hafði ívar Harð- arson tekið forystuna og var á 175 höggum, en í 2. sæti var Guðmund- ur Bjarnason GS á 177. 3. keppnisdagur. Sigurður Pétursson lék þennan dag geysivel í meistaraflokki karla og setti vallarmet á Jaðri, lék á 71 höggi og stakk aðra keppendur af, var samtals á 146 höggum. Ómar Örn Ragnarsson var í 2. sæti, 7 höggum á eftir Sigurði með 153 högg. Úlfar Jónsson GK var nú kominn í 3. sæti á 155 höggum, en næstu menn, sem voru höggi lakari, voru Gylfi Kristinsson og Magnús Jónsson, báðir frá GS. Þar á eftir komu fjórir kylfingar úr GR, þeir Hannes Eyvindsson, Sigurður Haf- steinsson, Karl Ómar Karlsson og Óskar Sæmundsson. Þær stöllur úr GR, Steinunn Sæmundsdóttir og Ragnhildur Sig- urðardóttir höfðu forystu í meist- araflokki kvenna á 164 höggum og voru talsvert á undan næstu konu, sem var Þórdís Geirsdóttir á 170 höggum. Helgi Eiríksson hélt enn forystu í 1. flokki karla á 154 höggum, en næstir og jafnir voru Stefán Unnars- son og Ólafur Gylfason GA á 157 höggum. í 1. flokki kvenna var Erla Adólfs- dóttir enn efst á 182 höggum, en nú var Lóa Sigurbjörnsdóttir GK komin í 2. sætið með 185 högg. í 3. sæti var Aðalheiður Jörgensen á 186. Karl H. Karlsson lék best allra í 2. flokki karla þennan dag á 80 höggum og tók þar með forystuna, samtals á 248 höggum. Á hæla honum á 249 höggum var Guðmundur Sigurjóns- son, en 5 högg voru í næsta mann, sem var Sigurþór Svævarsson GS. ívar Harðarson var í 1. sæti í 3. flokki karla með 263 högg, en Bessi Gunnarsson fylgdi honum fast eftir á 265 höggum. Var nú keppnin ein- göngu milli þeirra, þar sem þriðji maður, Guðmundur Bjarnason var á 270 höggum. 4. keppnisdagur. Sigurður Pétursson hélt upptekn- um hætti í meistaraflokki karla og lék manna best á 73 höggum. Var hann nú samtals með 219 högg, sem er frábært á jafn erfiðum velli og Jaðarsvöllurinn er. Úlfar Jónsson var nú kominn í 2. sætið, 11 höggum á eftir Sigurði, en Ómar Örn Ragn- arsson var þriðji, höggi á eftir Úlf- ari. Þá komu næstir Gylfi Kristins- son, Ragnar Ólafsson GR og Magn- ús Jónsson. Keppnin í meistaraflokki kvenna var mjög tvísýn milli Steinunnar Sæmundsdóttur og Ragnhildar Sig- urðardóttur. Þennan dag lék Stein- unn á 84 höggum, en Ragnhildur var KYLFINGUR 25

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.