Kylfingur - 29.04.1986, Side 34

Kylfingur - 29.04.1986, Side 34
John miftar boltann á Mijas, Jens og Leifur fylgjast meft. spurði hann, hvort við vissum ekki, að búið væri að aflýsa keppninni vegna bleytu. Auðvitað dettur ís- lendingum ekki í hug, að veður verði til að aflýsa keppni. En hvað um það við þessu var lítið að gera, þannig að við byrjuðum að hringja og finna út, hvort einhvers staðar væri opinn golfvöllur. Fundum við mjög góðan völl i nágrenninu, og þegar þangað var komið var komið mjög gott veð- ur, og áttum við þar mjög ánægju- legan dag. Laugardagurinn var hvíldardag- ur, en um kvöldið var öllum boðið í lokahóf og verðlaunaafhendingu. Þar var boðið upp á mjög góðan mat, og var þar mikil og góð stemm- ing. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu fimm sætin. Einnig voru veitt verð- laun fyrir að vera næstur holu á par þrú holu. Eins voru verðlaun fyrir versta skor. Ekki blönduðum við okkur í þessi verðlaun og áttum reyndar ekki von á neinum verð- launum. Það kom okkur því á óvart að vera kallaðir upp og fá verðlaun fyrir bestu framkomu og klæðnað. Ljóst er að það vakti töluverða at- hygli, að sveit skildi koma frá ís- landi til þátttöklu á þessu móti. Á sunnudeginum var farið heim, en áður gátum við spilað einn hring á Aloha golfvellinum. Þennan dag var 30 stiga hiti og veðrið eins gott og hægt er að hugsa sér á þessum árs- tima. Aloha völlurinn er án efa skemmtilegasti völlur, sem við spil- NÝR KENNARI HJÁ GA Akureyringar hafa ráðið til sín nýjan kennara frá Englandi. Heitir hann David Barnwell. Vænta Akur- eyringar sér góðs af komu hans til landsins. Auk kennslunnar mun hann annast allar viðgerðir sem og KYLFINGUR n uðum á, og ætla ég ekki að reyna að lýsa honum, hann er svo einstakur. Þegar hugsað er til baka að lok- inni svona ferð, þá er ljóst, að hún mun aldrei gleymast. Ég get því ráð- lagt hverjum sem er að taka þátt i samskonar keppni. Reyndar hefur þegar verið ákveðið, að hópur fari aftur út í október i samskonar keppni, meir um það siðar. rekstur golfverslunar að Jaðri. Kylf- ingur sendir meðlimum GA bestu árnaðaróskir í tilefni þessara tíma- móta og óskar hinum nýja kennara alls hins besta norðan heiða. Unbrol: Hilmar Kirlwon. Ilalldór Bragason KJartan Jónsson Lúðvík Georgsson. 34 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.