Fréttablaðið - 24.11.2010, Side 16

Fréttablaðið - 24.11.2010, Side 16
16 24. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Af upplýsingum kosningablaðsins sést að meginmáli skiptir hver settur er í fyrsta sæti en minnstu máli hverjir fara í neðstu sætin. Þá getur harðskeyttur hópur komið manni að þó að hann sé ekki mjög stór. Segjum að 100 þúsund manns kjósi, þar af 4000 nýnazistar, og skrifi 2,5 milljón atkvæða þ.e. nafnnúmera á 100 þús. atkvæðaseðla. Segjum líka að af 500 frambjóðendum sé einn nýnazisti sem enginn setur á seðilinn nema nýnaz- istar. Hann fær þá 0,16% atkvæðanna og ætti að vera víðsfjarri því að komast að. En kjósendur hans setja hann auðvit- að efstan svo hann fær 4000 atkvæða- seðla með sér í fyrsta sæti en hinir fá að meðaltali 200 slíka. Nýnazistinn er þá inni en aðrir með margfalt fleiri atkvæði, en eðlilega dreifð um öll sæti atkvæða- seðlanna detta út. Almennt er það mein- gölluð kosning ef atkvæði sumra kjós- endahópa safnast á fáa frambjóðendur og nýtast vel en atkvæði annarra hópa dreif- ast á marga frambjóðendur og nýtast illa. Sjálfsagt er enginn nýnasisti í kjöri en marga stjórnmálafræðinga og nem- endur þeirra dreymir um þingsetu. Einn frambjóðandi tekur fram að nýta beri auðlindir okkar með hag mannkyns í huga. Ætli sá fái mörg atkvæði? Þau fara líklega fremur til hinna sem finnst eins og flestum kjósendum að þeim útlend- ingum sem borða 99% af fiskinum sem veiðist nálægt Íslandi komi það ekkert við hvort við útrýmum okkar eigin hvala- og fiskistofnum eða ekki. En einfarinn fer í fyrsta sætið á mínum kjörseðli og því fleiri sem hugsa eins og ég, því færri atkvæði þarf hún til að komast að. Þó svo verði ekki ættu einhver ákvæði um ábyrga fiskveiði- stjórnun og þjóðareign á fiskistofnunum að rata í stjórnarskrána því nánast allir frambjóðendur sögðust mjög hlynntir því í könnun DV og enginn mjög á móti. Hætt er þó við að einhverjir málaliðar sigli undir fölsku flaggi inn á þingið og muni beita endalausu málþófi þar sem annars staðar gegn nýtingu auðlinda með hag þjóðarinnar í huga fremur en hag kvótagreifa og skúffufyrirtækja. Sé afdráttarlaust ákvæði í stjórnarskránni um að fiskveiðiréttindin séu ekki og geti aldrei orðið eign LÍÚ verður fyrningar- leiðin sem ég lagði til fyrir 20 árum brot á stjórnarskránni eins og samningaleið- in eða gjafakvótaleiðin og óþarfi að ræða þær leiðir meira. Er nokkur nýnasisti í framboði? Stjórnlaga- þing Einar Júlíusson eðlisfræðingur Þingið Stundum eru hressandi umræður í þinginu. Ein slík fór fram fyrir nokkrum vikum en féll milli skips og bryggju. Hér verður gripið niður í skoðanaskipti Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, og Marðar Árnasonar Samfylkingunni. Til umfjöllunar var tillaga Marðar og Valgerðar Bjarnadóttur um að laun þingflokksfor- manna og formanna þingnefnda yrðu lækkuð til jafns við laun almennra þingmanna. Eitthvert mesta … GBS: „Það frumvarp sem háttvirtir þingmenn leggja fram er eitthvert mesta lýðskrum og popúlismi sem ég hef séð frá því að ég fór að fylgjast með störfum Alþingis. Það er með ólíkindum að háttvirtir þingmenn skuli nota sér það ástand sem er í samfélaginu til að slá sig til riddara með hætti sem þessum.“ MÁ: „Nú er ég svo gamall sem á grönum má sjá, átján barna faðir í Álfheimum, og hef þó aldrei séð svona stóran gaur í svo lítilli grýtu og vissi ekki að ég ætti eftir að upplifa það hér á þingævi minni að vera kallaður popúlisti af hálfu háttvirts þing- manns Gunnars Braga Sveinssonar.“ Og áfram var haldið GBS: „Það er ekki heil brú í þessu frumvarpi, herra forseti. Þetta er lýðskrum og popúlismi.“ MÁ: „Það þykir siðaðra manna háttur að færa rök fyrir skoðunum sínum og ályktunum á annarra manna viðhorf- um og þeim tíðindum sem gerast í kringum þá. Ég harma það að háttvirtur þingmaður Gunnar Bragi Sveinsson skuli ekki hafa tamið sér þau vinnubrögð.“ Allsherjarnefnd hefur nú málið til meðferðar. bjorn@frettabladid.is M eðferð Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra og Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi félagsmálaráð- herra, á málefnum vistheimilisins Árbótar í Aðaldal, sem Fréttablaðið hefur sagt frá undanfarna daga, gefur innsýn í vinnubrögð sem sumir héldu kannski að heyrðu sögunni til en eimir þó enn eftir af. Eftir að kynferðisbrotamál kom upp á vistheimilinu og úttektir sérfræðinga Barnaverndarstofu sýndu fram á að það uppfyllti ekki lengur þær kröfur sem stofnunin gerði, hættu barnaverndarnefndir að vilja senda þangað börn og nýting plássanna (og þar af leið- andi peninga skattgreiðenda) snarversnaði. Í framhaldinu ákvað Barnaverndarstofa um síðustu áramót að segja upp samningi um reksturinn, í samræmi við ákvæði í honum. Hjónin sem ráku heim- ilið heimtuðu háar bætur úr rík- issjóði, sem Barnaverndarstofa taldi að ekki væri skylt að greiða. Augljóslega hefur þá verið leit- að á náðir Steingríms, þing- manns Norðausturkjördæmis, sem skrifaði Árna Páli stuttu síðar tölvupóst sem er nú orðinn alræmdur, ekki sízt vegna hótun- ar fjármálaráðherrans um að taka engar ákvarðanir sem tengdust barnaverndarmálum fyrr en lausn hefði fundizt í Árbótarmálinu. Á Alþingi í fyrradag hélt ráðherrann því fram að skeytið hefði verið einkabréf, sem Barnaverndarstofa hefði lekið í fjölmiðla. Bréf frá einum ráðherra til annars um ráðstöfun skattfjár getur að sjálf- sögðu ekki verið neitt einkabréf. Fréttablaðið fékk tölvupóstinn afhentan bæði frá Barnaverndarstofu og félagsmálaráðuneytinu eftir að hafa spurzt fyrir um málið með vísan til upplýsingalaga. Steingrímur uppástóð á Alþingi að með bréfinu hefði hann fyrst og fremst viljað gæta hagsmuna skattgreiðenda; að ekki yrði stofn- að til kostnaðar að þarflausu. Þeir sem lesa bréfið geta hins vegar ekki komizt að annarri niðurstöðu en þeirri að Steingrímur hafi haft öllu meiri áhyggjur af hagsmunum skjólstæðinga sinna heima í kjördæmi og að „málið spryngi upp með látum fyrir norðan“. Þvert á álit forstjóra Barnaverndarstofu ákváðu ráðherrarnir að greiða eigendum Árbótar þrjátíu milljónir króna í bætur. Þeir hunz- uðu sömuleiðis ábendingu forstjórans um að fá álit ríkislögmanns á því hvort bótaskylda væri yfirleitt fyrir hendi. Eitthvað leið Árna Páli illa með niðurstöðuna, því að hann velti upp þeirri spurningu í öðru tölvubréfi hvers vegna ríkið væri að greiða svo mikið fé „umfram skyldu“. Svar hans var: „Vegna sanngirnissjónarmiða og þrýstings frá kjördæmisþingmönnum.“ Þar hefur Árni væntanlega verið að vísa annars vegar til þrýstingsins frá Steingrími og hins vegar frá Kristjáni Þór Júlíussyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem í enn einum tölvupóstinum, til annarra þingmanna kjördæmis- ins, sagði: „Treysti því að Steingrímur komi þessu í höfn.“ Þar virð- ist hafa farið lítið fyrir gagnrýni og eftirliti stjórnarandstöðunnar með gjörðum stjórnvalda – enda kjördæmishagsmunir í húfi. Ef marka má viðbrögð sumra annarra þingmanna Norðaustur- kjördæmis, sem fjölmenntu í pontu Alþingis í gær og sóru af sér öll afskipti af málinu, er vaxandi skilningur á því í þinginu að kjör- dæmapotið er úrelt og flokkast ekki með faglegri stjórnsýslu. Eðli málsins samkvæmt þolir kjördæmapotið ekki dagsins ljós. Enda reiddist fjármálaráðherra birtingu tölvubréfsins alræmda. Úrelt vinnubrögð sem ekki þola dagsljósið: Kjördæmapotið Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.