Fréttablaðið - 24.11.2010, Side 40

Fréttablaðið - 24.11.2010, Side 40
32 24. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR Tónlist ★ Various Times in Johnny‘s Life Guðmundur Reynir Gunnarsson Skot yfir markið Það vakti töluverða athygli þegar það birtust fréttir um að KR-bakvörðurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson hygðist gefa út plötu. Slíkt ætti samt ekki að koma svo mikið á óvart; íþróttamenn hafa reynst hinir ágætustu tónlistarmenn og tónlist virðist leika sífellt stærra hlutverk í lífi knattspyrnu- manna miðað við notkun þeirra á Ipodum fyrir leiki eins og sjá má í beinum útsending- um fyrir kappleiki. Guðmundur Reynir hefði mátt bíða aðeins með Various Times in Johnny‘s Life. Útsetningar hér eru fínar en lagasmíðarnar eru ekki nógu þroskaðar, þær eru einhæfar þótt þær hafi kannski hljómað ágætlega í einhverju kassagítarpartýi. Lögin eru á köflum óþarflega væmin og minna stundum á misjöfn tónlistaratriði framhaldsskólanna í Gettu betur. Auðvitað er freistandi að grípa til tenginga við knattspyrnubakgrunn Guðmundar Reynis, þetta væri slappt markskot, hálfgerð rangstaða og svo framvegis. Guðmundur má hins vegar vita eitt; hann er feykilega öflugur bakvörður og stendur sig með sóma sem slíkur. Tónlistin verður hins vegar að bíða betri tíma. Freyr Gígja Gunnarsson Niðurstaða: Lagasmiðar Guðmundar Reynis eru ekki nægjanlega þroskaðar og lögin óþarflega væmin á köflum. Hin sænska Noomi Rapace er stolt af þeim tíma sem hún eyddi á Íslandi. Hún er þakklát Hrafni Gunnlaugs- syni fyrir að kveikt í sér draum um að gerast leik- kona. Noomi Rapace, leikkonan sem sló eftirminnilega í gegn í hlutverki Lisbeth Salander, þakkar Hrafni Gunnlaugssyni og kvikmyndinni Í skugga hrafnsins fyrir að hafa kveikt í leikkonudraumnum sem hún hafði. Þetta kemur fram í við- tölum við bresk blöð. Þriðja mynd- in í Millennium-þríleiknum verður frumsýnd í Bretlandi um helg- ina og bresk blöð hafa birt fjölda viðtala við sænsku leikkonuna sem leikur einnig stórt hlutverk í Sherlock Holmes 2. Rapace hefur hingað til leyft blaðamönnum að fjalla um íslensk- an uppruna sinn en í nýlegum við- tölum hefur hún gert dvöl sinni hér á landi hærra undir höfði. Noomi flutti til Íslands, nánar tiltek- ið á Flúðir, þegar móðir hennar tók saman við íslenskan mann og þær mæðgur bjuggu hér saman í þrjú og hálft ár. „Á tíma- bili var ég orðin meiri Íslendingur en Svíi og vildi ekki fara aftur til Svíþjóðar. Þegar við fluttum til Stokkhólms lýsti ég því yfir á hverju ári við alla sem vildu heyra að ég ætlaði að flytja aftur heim til Íslands,“ segir Noomi meðal annars í samtali við skoska blaðið Herald Scotland. Þegar hún Noomi var aðeins sjö ára fékk hún óvænt lítið hlutverk í vík- ingamynd Hrafns Gunn- laugssonar, Í skugga hrafnsins. Noomi segir að þótt hún hafi ekki fengið að segja neitt þá hafi hún þarna áttað sig á því hvað hana lang- aði til að gera í framtíðinni. „Á tökustaðnum opnaðist nýr heimur fyrir mér, ég held að ég hafi ákveð- ið á þeim tímapunkti að mig langaði til að verða leikkona.“ freyrgigja@frettabladid.is Þakkar Hrafni fyrir ferilinn NÝR HEIMUR Noomi Rapace segist hafa uppgötvað nýjan heim þegar hún var við tökur á víkingamyndinni Í skugga hrafnsins eftir Hrafn Gunnlaugsson. Þá hafi hún ákveðið að verða leikkona. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Leikkonan Jessica Alba vill eign- ast fleiri börn á næst- unni með eiginmannin- um Cash Warren. Alba og bóndi hennar eiga tveggja ára dóttur, Honor Marie, og leikkonan vill gjarnan að dóttirin fái systkini til að leika sér við. „Áður en hún fæddist einbeitti ég mér að ferl- inum en nú á ég yndislega fjöl- skyldu. Mig langar í fleiri börn,“ segir Alba ákveðin. Alba vill fleiri börn FJÖLSKYLDUMANNESKJA Jessica Alba vill að dóttir sín eignist systkini til að leika sér við. - bara lúxus Sími: 553 2075 SKYLINE 8 og 10 16 JACKASS – ÓTEXTUÐ 6, 8 og 10.15 12 UNSTOPPABLE 8 og 10.15 12 ARTÚR 3: TVEGGJA HEIMA STRÍÐ 6 - ÍSL TAL 7 ÚTI ER ÆVINTÝRI 6 - ÍSL TAL L - S.V. MBL HARRY POTTER kl. 5, 6, 8, 9, 10.10 DUE DATE kl. 3.40, 5.50, 8, og 10.10 GNARR kl. 5.40 ÆVINTÝRI SAMMA-3D M/ ísl. Tali kl. 3 RED kl. 8 KONUNGSRÍKI UGLANNA-3D M/ ísl. Tali kl. 3.50 HARRY POTTER kl. 6 - 9 GNARR kl. 6 DUE DATE kl. 8 - 10:10 10 10 10 10 10 12 L L 12 10 10 10 10 10 L L L L 7 7 - BOXOFFICE MAGAZINE - ORLANDO SENTINEL - TIME OUT NEW YORK HARRY POTTER kl. 5 - 6 - 8 - 10 - 11 HARRY POTTER kl. 5 - 8 - 11 DUE DATE kl. 5:50 - 8 - 10:20 RED kl. 8 - 10:20 ÓRÓI kl. 8 - 10:10 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 FURRY VENGEANCE kl. 5:50 HARRY POTTER kl. 5:30 - 8:30 - 10:10 GNARR kl. 8 DUE DATE kl. 8 - 10:20 ÆVINTÝTÝRI SAMMA-3D M/ ísl. Tali kl. 6 MIÐASALA Á SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is 5% Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ SKYLINE KL. 8 - 10 JACKASS 3D ÓTEXTAÐ KL. 8 - 10 12 12 ARTÚR 3 KL. 6 EASY A KL. 6 L L Nánar á Miði.is SKYLINE KL. 5.50 - 8 - 10.10 JACKASS 3D ÓTEXTAÐ KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 JACKASS 3D LÚXUS ÓTEXTAÐ KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 UNSTOPPABLE KL. 8 - 10.10 EASY A KL. 5.50 - 8 - 10.10 ARTHÚR 3 KL. 3.40 - 5.50 ÚTI ER ÆVINTÝRI 2 KL. 3.40 AULINN ÉG 3D KL. 3.40 12 12 12 L L L L L SKYLINE KL. 5.50 - 8 - 10.10 UNSTOPPABLE KL. 8 - 10.10 EASY A KL. 8 - 10.10 ARTHÚR 3 KL. 5.50 YOU WILL MEET A TALL DARK STRANGER KL. 8 - 10.15 INHALE KL. 6 BRIM KL. 6 12 L L L L 16 12 HÁSKÓLABÍÓ "MYND SEM HITTIR Í MARK!" -H.H, MBL GLERAUGU SELD SÉR ÍSL. TAL MISSIÐ EKKI AF ÞESSUM MAGNAÐA VÍSINDASKÁLDSÖGUTRYLLI Í BÍÓ! "HASAR Í LESTINNI" -H.V.A, FBL ÍSL. TAL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.