Fréttablaðið - 21.01.2011, Side 2

Fréttablaðið - 21.01.2011, Side 2
2 21. janúar 2011 FÖSTUDAGUR SPURNING DAGSINS Er þinn auður í góðum höndum? Byrjaðu árið með Auði • Séreignarsparnaður • Sparnaður • Eignastýring Borgartúni 29 S. 585 6500 www.audur.is Óháð staða skilar árangri DÓMSMÁL Settur ríkissaksóknari, Lára V. Júlíusdótttir, sagði í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær að um fyrirfram skipulagða árás hefði verið að ræða, þegar níu einstakl- ingar fóru inn í Alþingishúsið 8. desember 2008. Málflutningur stóð yfir í gærdag í héraðsdómi og lauk ekki fyrr en síðdegis. Saksóknari fór yfir sakargiftir hvers og eins nímenninganna og rakti atburðarásina. Komið hefði árásarboð frá Alþingi. Fólk hefði verið á leið upp stiga hrópandi slagorð og hótanir um ofbeldi. Þingverðir og lögreglumenn hefðu slasast. Fólkið hefði ráðist í sam- einingu að Alþingi til að trufla störf þess og hindra að þingfundur færi fram. Um skipulagt brot hefði verið að ræða og öryggi Alþingis hefði verið ógnað. Þarna hefði verið um samverknað einstakl- inga að ræða og ákærðu hefðu fullframið brot með innrás. Lára vísaði til þess að í stjórnar- skrá segir að Alþingi sé friðhelgt. Fólkið hefði ráðist í sameiningu inn, rofið friðhelgi þess og starfs- frið og ógnað öryggi þeirra er inni voru. Það hefði ruðst gegn þing- vörðum og lögreglu. Síðan rakti saksóknari hvernig þau brot sem nímenningarnir eru ákærðir fyrir falla undir tilteknar hegningarlagagreinar. Brot gegn 100. grein varðar að minnsta kosti eins árs fangelsi. Ragnar Aðalsteinsson, verj- andi fjögurra sakborninga í mál- inu, lagði áherslu á að fólkið hefði verið í stjórnarskrárbundnum rétti til þess að hlýða á umræður á Alþingi. Réttur til friðsamlegra mótmæla félli undir mann réttindi og nyti verndar stjórnarskrár- innar. Ragnar rakti gang atburða og sagði að árásartilkynning þing- varðar hefði orðið til þess að kallað hefði verið út allt tiltækt lögreglu- lið, að minnsta kosti í Reykjavík og Hafnarfirði. Alþingi hefði þannig sent röng skilaboð og talið lögreglu trú um að árás stæði yfir. Alþingi yrði að taka á sig ábyrgð á því sem þar gerðist að því leytinu til. Þá sagði lögmaðurinn að skrifstofa Alþingis hefði kært atburðinn. Hefði hún ekki fengið umboð forsætisnefndar í þeim efnum væri kæran að engu haf- andi. Þá átaldi Ragnar máls- meðferð saksóknara og benti jafn- framt á að umræddur atburður hefði orðið í kjölfar hruns, neyðar- laga, óreiðu og kvíða í samfélag- inu og ráðleysis stjórnvalda. Efnt hefði verið til mótmæla aðgerða og væri þessi atburður afar lítil- vægur miðað við margt annað sem gerðist á þessum tíma. jss@frettabladid.is MÓTMÆLI Allmargir mótmælendur voru mættir í Héraðsdóm Reykjavíkur skömmu fyrir hádegishlé í gær til stuðnings við nímenningana. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Skipulögð árás segir settur saksóknari Settur saksóknari í máli ákæruvaldsins gegn níu einstaklingum segir að þeir hafi skipulagt árás á Alþingi árið 2008. Verjandi fjögurra sakborninga segir að árásartilkynning frá Alþingi hafi orðið til þess að svo fór sem fór. BANDARÍKIN, AP Bandaríska þing- konan Gabrielle Giffords, sem særðist alvarlega á höfði í skot- árás, sýnir batamerki. Hún stóð upp og horfði út um gluggann á sjúkrahúsi í Tucson, þar sem hún dvelur. Ekki er þó vitað enn hvort hún getur talað eða hve vel hún sér. Hún verður innan skamms flutt til borgarinnar Houston, þar sem hún mun gangast undir stranga andlega og líkamlega endurhæf- ingu. Þar mun hún þurfa að læra að hugsa og skipuleggja hlutina upp á nýtt. - gb Batamerki þingkonu: Getur staðið á eigin fótum „Ólína, eru kvótagreifarnir kyrkjunarmenn?“ „Já, þeir herða takið.“ Haft var eftir Ólínu Þorvarðardóttur, þing- manni Samfylkingarinnar, í Fréttablaðinu í gær að ekki mætti dragast lengur að koma á gagngerum breytingum á fisk- veiðistjórnunarkerfinu, það væri að kyrkja byggðirnar. SLYS Karlmaður sem var að skokka á Eyjafjarðarbraut vestri í Eyjafjarðarsveit lést þegar hann varð fyrir fólksbifreið. Slys- ið átti sér stað um klukkan fimm í gærdag. Slysið varð rétt sunnan við bæinn Litla-Hvamm, sunnan Akureyrar. Lögreglan á Akureyri rannsakar málið en gat ekki veitt frekari upplýsingar um tildrög slyssins. Málið er komið á borð rannsóknarnefndar umferðar- slysa. - sv Banaslys í Eyjafjarðarsveit: Karlmaður varð fyrir bíl og lést HEILBRIGÐISMÁL Þrítug kona liggur nú á gjörgæsludeild Landspítala með alvarleg sjúkdómseinkenni af völdum svínainflúensu. Konan var lögð inn í fyrradag. Hún hafði ekki verið bólusett gegn inflúensunni en er með undirliggjandi áhættuþætti sem auka líkur á alvarlegum veik- indum af völdum inflúensunnar. „Það er staðfest að eitthvað á annan tug manna hefur fengið hana hér,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknis. „Einnig fylgj- umst við með inflúensulíkum ein- kennum og hafa nú verið skráð á annað hundrað tilvik. Mjög lík- legt er að um svínainflúensu sé að ræða í þessum tilvikum, þar sem hún hefur verið staðfest hér. Við erum hins vegar að vona að bólusetningin dragi verulega úr faraldrinum.“ Mikið álag er nú á gjörgæslu- deildum í mörgum nágrannalönd- unum vegna svínainflúensunnar sem sækir í sig veðrið, að því er Haraldur segir. Enn sem komið er virðist inflú- ensan ekki hafa náð mikilli útbreiðslu í samfélaginu hér. Er fólk sem ekki hefur fengið inflúensubólusetningu hvatt til að láta bólusetja sig sem fyrst, að sögn sóttvarnalæknis. - jss BÓLUSETNING Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að láta bólusetja sig sem fyrst. Þrítug kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans: Í lífshættu vegna svínaflensu DÓMSMÁL Kona hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 15. febrúar vegna gruns um íkveikju í íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að eldurinn hafi verið í þriggja sæta sófa inni í stofu í íbúðinni. Eldfimum vökva hafði verið hellt í sófann. Konan sem var ein í íbúðinni var gestkomandi þar en hafði hringt í þann sem bauð henni gist- ingu og sagst ætla að kveikja í íbúðinni. Í greinargerðinni segir að kon- unni hefði mátt vera ljóst að íkveikja hefði í för með sér stór- alvarlegar afleiðingar fyrir íbúa hússins. Refsilágmark sé tveggja ára fangelsi, en brotið geti varðað ævilöngu fangelsi. - jss Grunuð um íkveikju í fjölbýli: Brennuvargur í gæsluvarðhaldi ÁSTRALÍA, AP Ekkert lát er á flóð- unum í Ástralíu. Í gær urðu þús- undir íbúa í Kerang að flýja heim- an. Stjórnvöld í Ástralíu segja að flóðin undanfarnar vikur verði dýrustu náttúruhamfarir í sögu landsins. Þau hafa kostað þrjátíu manns lífið og stöðvuðu að stórum hluta starfsemi kolaiðnaðarins í landinu. Fyrstu vikurnar voru flóðasvæðin að mestu bundin við Queensland, en í þessari viku hafa þau helst verið í Viktoríufylki, sem er í suðausturhlutanum. - gb Ekkert lát á flóðunum: Þúsundir flýja undan flóðum BANDARÍKIN, AP Bandaríska alríkis- lögreglan (FBI) handtók í gær og ákærði 127 einstaklinga sem grunaðir eru um að vinna fyrir mafíuna. Þetta eru með fjölmenn- ustu fjöldahandtökum í sögu FBI. Meðal hinna handteknu eru menn sem taldir eru hátt settir meðlimir í Gambino- og Colombo- glæpafjölskyldunum í New York. Hinir handteknu hafa verið ákærðir fyrir ýmiss konar glæpi, þar á meðal morð, spill- ingu, eiturlyfja sölu og fjárkúgun. Handtökurnar koma í kjölfar rannsóknar þar sem leynilegum upptökum var meðal annars beitt til að sanna sök. - bj Ráðist til atlögu gegn mafíu: 127 handteknir í aðgerðum FBI HANDTEKINN Meðlimir í öllum fimm stóru glæpagengjunum í New York voru handteknir í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EVRÓPUMÁL „Ég segi að ef við náum ekki fullnægjandi niðurstöðu þá skrifum við ekki undir,“ sagði Þorsteinn Pálsson, fulltrúi í samn- inganefnd Íslands gagnvart ESB, á fundi Iceland Seafood um ESB og sjávarútveg í Iðnó í gær. Hann væri því ekki einn af þeim sem lof- uðu þjóðinni atkvæðagreiðslu um aðild að ESB undir öllum kring- umstæðum. Þorsteinn sagðist heldur ekki lofa því að hægt yrði í samninga- viðræðum að tryggja hagsmuni sjávarútvegs að öllu leyti: „En það eru möguleikar á því og við eigum að láta á reyna.“ Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, talaði einnig á fundinum og sagði að með aðild yrði lagasetn- ingarvald um sjávarútveg flutt til Brussel. „F iskimiðin okkar yrðu sameiginleg auðlind Evrópu- sambandsins,“ sagði hann. Adolf lagði í framsögu sinni áherslu á að stöðugleikareglan, um að þjóð sem hefði ákveðna veiðireynslu hefði þann rétt óskoraðan áfram, yrði „geirnegld“ inn í aðildarsamning, svo henni yrði ekki breytt síðar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, spurði fram- sögumennina tvo álits á nýlegum makrílveiðum Íslendinga: hvað hefði orðið um þær ef þjóðin hefði verið í ESB? Þorsteinn svaraði því til að um deilistofna væru Íslendingar skuldbundnir til að semja við aðrar þjóðir og staða til slíkra samninga væri betri innan ESB en utan og vísaði til sterkrar stöðu Skota. Adolf fullyrti hins vegar að innan ESB hefðu Íslendingar „ekki fengið eitt einasta kíló“. - kóþ Formaður LÍÚ og fulltrúi í samninganefnd Íslands ræddu um ESB og sjávarútveg: Ekki skrifað undir slakan samning Á FUNDI ICELAND SEAFOOD Fyrirtækið stóð fyrir vel sóttri umræðu um ESB og sjávarútveginn í gær í tilefni „markaðs- dags“ fyrirtækisins. Þar ræddi meðal annars Þorsteinn Pálsson, sem situr í samninganefnd Íslands gagnvart ESB, um stöðu mála. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ANDLÁT Lést vegna heilablóðfalls Bráðabirgðaniðurstöður krufningar leiða í ljós að tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink lést af völdum heila- blóðfalls. Sigurjón varð bráðkvaddur á mánudaginn síðstliðinn. Hann lét eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.