Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.01.2011, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 21.01.2011, Qupperneq 54
38 21. janúar 2011 FÖSTUDAGURFÖSTUDAGSLAGIÐ „Loser með Beck klikkar aldrei og Never There með Cake er alveg súper.“ Sigurður Eyberg tónlistarmaður. „Þetta er svo stór sería. Það er alveg gríðarlegt magn af fólki sem birtist, við erum með heilan geð- spítala,“ segir leikstjórinn Ragn- ar Bragason. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu vinna Ragnar og félagar hans í Vaktagenginu, þeir Pétur Jóhann Sigfússon, Jörund- ur Ragnarsson og Jóhann Ævar Grímsson að sjónvarpsþáttun- um Heimsendir, sem gerast á geðsjúkrahúsi. Jón Gnarr, félagi þeirra, hefur öðrum hnöppum að hneppa þessa dagana, en þeir eru samt búinn að skrifa fyrir hann lítið hlutverk. „Nú þurfum við að semja við ritarann hans og sjá hvort það sé hægt að finna tíma til að fá hann í upptökur,“ segir Ragnar. „Það er ekki hægt að gera þetta án þess að það sjáist allavega í hann.“ Eru nýju þættirnir stærri en Fangavaktin? „Ég myndi segja að Heimsendir væri helmingi stærri. En þættirnir gerast meira og minna allir á þess- um spítala.“ Óvíst hvar þættirnir verða tekn- ir upp, en upptökur hefjast í júní. Þættirnir verða svo frumsýndir á Stöð 2 í haust. Samstarf félaganna hefur verið gríðarlega farsælt, en þrátt fyrir það segir Ragnar það alls ekki vera auðvelt að byrja á nýjum þáttum. „Síðast vorum við að byggja á grunni sem varð til i Næturvakt- inni,“ segir hann. „Í þetta skipti erum við að búa til nýtt gallerí frá grunni. Rannsóknar- og forvinnan hefur verið mikil, sérstaklega út af umfjöllunarefninu. Við vorum að kynna okkur þennan heim; stað- reyndir og hluti sem tengjast heimi þeirra sem glíma við geð- sjúkdóma.“ Og hafið þið hitt geðsjúka í þess- ari vinnu? „Mjög marga. Við erum búnir að hitta mjög marga sem hafa glímt við geðsjúkdóma og marga RAGNAR BRAGASON: BÚIÐ AÐ SKRIFA HLUTVERK FYRIR JÓN GNARR Heimsendir helmingi stærri en Fangavaktin FARSÆLT SAMSTARF Allt sem Vaktargengið hefur snert undanfarin misseri hefur breyst í gull. Jón Gnarr tekur ekki þátt í framleiðslu nýju þáttanna, en þó hefur verið skrifað fyrir hann lítið hlutverk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Spaugstofumennirnir Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson eru í hlutverkum í Heimsendi. „Við erum að grínast með hvort við þurfum ekki að taka restina og troða inn,“ segir Ragnar. Spaugstofan er með vinnuaðstöðu við hliðina á skrifstofu Ragnars, Péturs Jóhanns, Ævars og Jörundar. „Þeir eru að vinna Spaugstofuna í næsta rými og ég fór allt í einu að pæla: „Já, þessir strákar.“ Og fór að sjá þá í einhverj- um öðrum hlutverkum en þeir eru í í Spaugstofunni. Þeir fá þennan stimpil á sig að vera Spaugstofan, en ástæðan fyrir því að þeir fóru í Spaugstofuna á sínum tíma var að þeir voru klárir gaurar sem vissu hvað þeir voru að gera. Það er mjög gaman að vinna með þeim. Þetta eru eðaldrengir.“ Þá fannst Ragnari vera kominn tími á kommbakk hjá Karli Ágústi Úlfssyni. „Maðurinn er goðsögn síðan í Lífsmyndunum á níunda áratugnum,“ segir hann. Á meðal annarra leikara í Heimsendi eru Jörundur Ragnarsson, Pétur Jóhann Sigfússon, Halldór Gylfason, Nína Dögg Filippusdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Lára Jóhanna Jónsdóttir. SPAUGSTOFUMENN Í NÝJU ÞÁTTUNUM „Þetta er bara bull. Hún er ekki búin að slátra hátíðinni,“ segir Hrönn Marinósdóttir, fram- kvæmdastjóri Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík, RIFF. Ritstjórinn fyrrverandi og bloggarinn Jónas Kristjánsson skrifaði á síðu sinni að hátíðin yrði ekki haldin á þessu ári og að Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra hefði slátrað henni með því að undirrita ekki meðmæla- bréf með styrkbeiðni til Evrópu- sambandsins. Hrönn vísar þessu á bug og segir að hátíðin verði haldin í haust. RIFF hefur þegar fengið vilyrði hjá Reykjavíkurborg fyrir átta milljón króna styrk eins og undan- farin ár. Ríkið hefur einnig sam- þykkt að styrkja hátíðina áfram en ekki er ljóst hversu há upphæðin verður. Á síðasta ári nam styrk- urinn átta milljónum króna. Við- ræðurnar við ríkið hafa tekið tölu- verðan tíma en málið mun skýrast á allra næstu dögum. RIFF hefur einnig sótt um svo- kallaðan Media-styrk til Evrópu- sambandins og fær svar við beiðn- inni í febrúar. Hátíðin hefur einu sinni fengið Media-styrk, eða árið 2009, og nam hann sex og hálfri milljón. Hrönn segir umfang næstu RIFF-hátíðar, sem verður sú átt- unda í röðinni, ráðast af því hversu háa styrki hún fær. „Grunnur inn undir starfseminni hefur verið þessi styrkur frá Reykjavíkur- borg og menntamálaráðuneytinu. Við bindum miklar vonir við að fá áfram svipaða upphæð. Ég er bjartsýn á að ráðherra taki skyn- samlega ákvörðun í þessu máli,“ segir hún og fullyrðir að peningur- inn sem hafi verið lagður í hátíðina komi allur til baka og rúmlega það. - fb RIFF bíður eftir ríkisstyrk HRÖNN MARINÓSDÓTTIR Framkvæmda- stjóri RIFF segir að hátíðin verði haldin í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN sem hafa unnið í þessu kerfi. Geð- lækna, iðjuþjálfa, sálfræðinga – við erum búnir að vinna mjög mikla heimavinnu.“ Ragnar og félagar leita nú að stelpu á aldrinum 13 til 15 ára til að fara með eitt aðalhlutverk- anna. „Hún á að leika dóttur Pét- urs Jóhanns,“ segir hann og bend- ir áhugasömum á að senda póst á stelpa@sagafilm.is. atlifannar@frettabladid.is „1. desember var sýnt fram á að skapandi greinar eru með umsvif á við sjómenn og bændur samanlagt og það er bara synd að RÚV skuli ekki sinna þessum hluta nægjan- lega vel,“ segir Hallgrímur Helga- son rithöfundur. Hann skorar á listamenn að fylla pósthólfið hjá Páli Magnússyni útvarpsstjóra og Sigrúnu Stefánsdóttur dagskrár- stjóra með áskorun um að koma á fót sérstökum menningarfréttum með svipuðu sniði og íþróttafrétt- ir hafa verið. Hallgrímur segir þessa hug- mynd ekki vera nýja af nálinni. „Þetta viðraði Benedikt Erlingsson í haust og í framhaldi af því sendi ég þennan póst til útvarpsstjóra og dagskrárstjóra en fékk ekkert svar. Ég heyrði svo Katrínu Jakobs dóttur menningamálaráðherra segja að menningarfréttir mættu vera meiri og betri og ákvað að láta kné fylgja kviði.“ Hallgrímur hefur stofnað sér- staka grúppu á Facebook undir nafninu Menningarfréttir í útvarp og sjónvarp og þar er hægt að nálg- ast bréf Hallgríms en meðal þess sem þar kemur fram er að dag- skrárstjórinn og útvarpsstjórinn myndu „skora feitt hjá þjóðinni með því að innleiða MENNINGAR- FRÉTTIR við hlið Íþróttafrétta í lok hvers fréttatíma“. - fgg Menningarvitar vilja menningarfréttir VILJA MENNINGARFRÉTTIR Hallgrímur Helgason hvetur kollega sína úr menningar- lífinu til að senda útvarpsstjóra og dagskrárstjóra RÚV tölvupóst þar sem skorað er á þau að koma á fót sérstöku menningarfréttahorni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lau 22.1. Kl. 19:00 Sun 23.1. Kl. 19:00 Lau 29.1. Kl. 19:00 Fös 4.2. Kl. 19:00 Lau 5.2. Kl. 19:00 Mið 9.2. Kl. 19:00 Fös 18.2. Kl. 19:00 Lau 19.2. Kl. 19:00 Sun 23.1. Kl. 13:00 Sun 23.1. Kl. 15:00 Sun 30.1. Kl. 13:00 Sun 30.1. Kl. 15:00 Allra síð.sýn. U Fíasól (Kúlan) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) Ö Sun 6.3. Kl. 13:00 Sun 6.3. Kl. 14:30 Sindri silfurfiskur (Kúlan) Lér konungur (Stóra sviðið) Fim 3.2. Kl. 18:00 Sun 6.2. Kl. 14:00 Sun 6.2. Kl. 17:00 Sun 13.2. Kl. 14:00 Sun 13.2. Kl. 17:00 Sun 20.2. Kl. 14:00 Sun 20.2. Kl. 17:00 Sun 27.2. Kl. 14:00 Sun 27.2. Kl. 17:00 Sun 6.3. Kl. 14:00 Sun 6.3. Kl. 17:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) U Ö Ö Hænuungarnir (Kassinn) Fös 21.1. Kl. 20:00 8. sýn Fim 27.1. Kl. 20:00 Fös 28.1. Kl. 20:00 Fös 11.2. Kl. 20:00 Lau 12.2. Kl. 20:00 Fim 17.2. Kl. 20:00 U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Lau 22.1. Kl. 17:00 Aukasýn. Lau 22.1. Kl. 20:00 Sun 23.1. Kl. 17:00 Aukasýn. Sun 23.1. Kl. 20:00 Síð.sýn. U U U Mið 26.1. Kl. 20:00 Aukasýn. Sun 30.1. Kl. 20:00 Síð.sýn. Ö U Ö Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 STÓR HUMAR 990 Súr Hvalur Ekta Hákarl 2 2 . J A N Ú A R 2 0 1 1 MATUR - SÝNING - DANSLEIKUR Valinkunnir Elvis-söngvarar færa okkur frábæra skemmtun í anda kóngsins. Elvis-klúbburinn verður á staðnum. Borðhald hefst kl. 19:00 Verð aðeins kr. 4.900 fyrir mat, sýningu og dansleik Hafnargötu 19, Reykjanesbæ • Sími 421 4601 • rain.is • rain@rain.is FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA AF FRÆGA FÓLKINU Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.