Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 28. febrúar 2011 13 Við tölum af áfergju um bílalán og eign-arhaldsfélög. Bensínverðið er hrífandi umræðuefni og stjórnlagaþingsklúðrið býður upp á þrotlausar vangaveltur – við höfum yfir- leitt unun af því að tala um allt sem viðkemur peningum og lögfræði. Skemmtilegast af öllu finnst okkur þó að tala um Icesave því þar sameinast þessi tvö helstu hugðarefni okkar, peningar og lögfræði, á undursamlegan hátt. Hljóðara hefur hins vegar orðið um það mál sem eiginlega ætti að vera stóra málið á nýju ári: þegar komst upp um samsærið gegn Íslendingum í byrjun janúar. Hér er að sjálf- sögðu átt við þá uppljóstrun að díóxín-meng- un í sorpbrennslunni Funa í Skutulsfirði hefði um árabil verið langt yfir sómasamlegum mörkum. Húðsjúkdómar, krabbamein, ófrjósemi, fóstur- lát … Það var Mjólkursamsalan sem rauf þagnarsam- særið; mældi magn díoxíns í mjólk frá nærliggj- andi bæ. Slík mæling hafði raunar farið fram árið 2007 en niðurstöðunum verið stungið undir stól og haldið áfram að byrla íbúum og neyt- endum eitur, væntanlega í hagræðingarskyni. Í rauninni hafði þetta allt legið fyrir frá því að Íslendingar fengu – í sparnaðarskyni – undan- þágu árið 2003 frá reglum EES um mengunar- búnað sorpbrennslustöðva. Svona eru nú Íslend- ingar klókir í peningamálum. Díoxín verður til meðal annars þegar sorp er brennt. Það getur komist í líkama okkar með ýmsu móti: við getum andað því að okkur, það getur borist um langan veg með vindi, sóti, svifösku eða ryki, það getur líka borist með snertingu en fyrst og fremst fáum við það í líkamann með neyslu á mat sem sýktur er. Mjólk og aðrar feitar spendýraafurðir eru sérlega viðkvæmar fyrir slíkri mengun. Þegar díoxín hefur komist inn í líkama móður getur barn hennar drukkið það með móðurmjólk- inni. Of mikið af díoxíni í líkama manna getur valdið vondum húðsjúkdómum með tilheyr- andi afskræmingu á útliti. Það getur orsakað lækkun á testosteróni, valdið ófrjósemi, orsak- að lifrarskemmdir og orkað á miðtauga- og ónæmiskerfið. Það getur valdið fósturskaða. Og það getur valdið krabbameini. Heiðruðu bæjarstjórar: Díoxín er eitur. Nískan og heimskan Reyndar hefur það verið íslenskum stjórn- völdum ljóst um hríð. Íslendingar hafa meira að segja verið í fararbroddi þjóða heims við að berjast gegn díoxínmengun – í hafi. Það getur spillt fiskinum og þar með spillt mörkuðum. Íslensk stjórnvöld hafa þannig áhyggjur af mengun í hafi en láta sér í léttu rúmi liggja sömu mengun í landi. Þau vilja hlífa útlenskum kaupendum á íslenskum fiski við því sem þau telja að íslenskir kaupendur á íslensku lamba- kjöti geti alveg látið ofan í sig. Erfitt er að gera sér í hugarlund öllu afdráttarlausari fyrirlitn- ingu ráðamanna á eigin þjóð. Í síðustu viku sáum við í sjónvarpinu bæjar- stjórann í Vestmannaeyjum, þar sem díoxín- mengun var 85 sinnum meiri árið 2007 en við- miðunarmörk Evrópusambandsins gera ráð fyrir. Hann sá öll tormerki á úrbótum en virt- ist vilja fyrir alla muni halda áfram að spúa eitri yfir eigin þegna. Hann heldur kannski að díoxín hegði sér öðruvísi á Íslandi en annars staðar. Kannski heldur hann að þetta sé tóm hystería í vísindamönnunum og hann viti ekki til þess að neinum hafi orðið meint af svo- litlu díoxíni. Kannski heldur hann að þetta sé áróður hjá Greenpeace. Kannski heldur hann að hér á landi sé svo mikið rok að það verði engin mengun. Það er ekki gott að vita hvernig bæjarstjór- ar hugsa. Hitt er annað mál að ekkert bendir til annars en að díoxín sé jafn mikið eitur hér á landi og það er annars staðar. Og við sem snæðum oft lambakjöt höfum sennilega feng- ið þetta eitur inn í okkur í einhverjum mæli því að sennilega hafa blessuð lömbin trítlað um og bitið gras og jurtir í grennd við sorp- brennslustöðvarnar í Skutulsfirði og á Kirkju- bæjarklaustri, þar sem díoxín í útblæstri reyndist vera 95 sinnum yfir viðmiðunar- mörkum og á Svínafelli í Öræfum þar sem díoxínið hefur ekki einu sinni verið mælt. Að sögn. Skítt með okkur neytendur og venjulega Íslendinga; sorpiðjuhöldunum um dreifð- ar byggðir landsins verður sennilega alltaf hjartanlega sama um díoxíninntöku okkar. Hitt skilja þeir kannski: Íslenskur landbúnað- ur á sér aðeins eina von í þessum heimi, hvort sem við göngum í Evrópusambandið eða göngum í Asíu eins og forsetinn vill eða höld- um áfram þrotlausri en vonlítilli markaðs- setningu lambakjöts í Bandaríkjunum: aðeins eina von: að vera hreinn. Að útlendingar haldi að minnsta kosti að hann sé hreinn. En ekki einhver heimatilbúin díoxín-drulla. AF NETINU Gott á pakkið Las loksins Gott á pakkið, ævisögu Dags Sigurðarsonar, eftir einhvern Níels Rúnar Gíslason, bók sem kom út 2008 og fæst örugglega á fínu verði í Perlunni um þessar mundir. Ágæt bók. Ég kannaðist lítillega við Dag, maður sat kannski með honum á skjálftavaktinni á Mokka undir það síðasta og svo kom ég nokkrum sinnum í Fagra- hvamm þar sem hann bjó með Einari Melax sirka 1985. Myndirnar og ljóðin hans er mjög fínt stöff og það var ágætt að lesa þessa sögu til að fá bakgrunnsupplýsingar um manninn sjálfan, æviferil og basl. Dagur var mikill meistari og næs gaur, en náttúrlega helvítis fyllibytta. Og fullar fyllibyttur eru ekkert skemmtilegar, nema auð- vitað að maður sé blindfullur líka. www.this.is/drgunni/gerast.html Gunnar Lárus Hjálmarsson Mistök að hætta eftir EES Ef við ætlum að reisa Ísland upp úr rústunum, verður það ekki gert með skammtíma „þetta reddast leiðum“ með sveiflum á gengi íslensku krónunnar og agalausri efnahagsstjórn. Það voru mikil mis- tök hjá íslenskum stjórnvöldum að halda ekki áfram á þeirri leið sem mörkuð var með inngöngu í EES með frekari tengslum við evrópska efnahagsstjórn. Um síðustu aldamót lá fyrir að upp- bygging íslensks atvinnulífs var ekki afmörkuð við Ísland og taka yrði á gjaldmiðilsmálum. Stjórnmálamenn gleymdu sér aftur á móti í flóði erlends fjármagns sem streymdi til landsins vegna hárra vaxta hér á landi og misstu algjörlega fótanna. http://gudmundur.eyjan.is/ Guðmundur Gunnarsson Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG Samsærið gegn Íslendingum Í síðustu viku sáum við í sjónvarpinu bæjarstjórann í Vest- mannaeyjum, þar sem díoxín-mengun var 85 sinnum meiri árið 2007 en viðmiðunarmörk Evrópusambandsins gera ráð fyrir. Hann sá öll tormerki á úrbótum en virtist vilja fyrir alla muni halda áfram að spúa eitri yfir eigin þegna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.