Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 6
28. febrúar 2011 MÁNUDAGUR6
KÖNNUN Óánægja almennings með
hefðbundna stjórnmálaflokka
virðist síst á undanhaldi ef marka
má hlutfall þeirra sem afstöðu
taka í skoðanakönnun Fréttablaðs-
ins og Stöðvar 2 á fylgi stjórnmála-
flokkanna.
Aðeins 52,5 prósent gáfu upp
ákveðinn flokk þegar spurt var
hvað fólk myndi kjósa ef gengið
yrði til þingkosninga nú. Könnunin
var gerð á miðvikudag og fimmtu-
dag í síðustu viku.
Af þeim sem ekki gáfu upp
afstöðu sína sögðust um 22 prósent
ekki ætla að mæta á kjörstað, eða
ætla að mæta og skila auðu. Ellefu
prósent sögðust óákveðin, og fjór-
tán prósent vildu ekki svara spurn-
ingunni.
Sjálfstæðisflokkurinn er sem
fyrr stærsti stjórnmálaflokkurinn.
Af þeim sem afstöðu taka í könn-
uninni segjast 41,2 prósent styðja
flokkinn. Heldur dregur úr stuðn-
ingnum frá síðustu könnun, sem
gerð var 19. janúar síðastliðinn,
þegar 43,4 prósent sögðust myndu
kjósa flokkinn. Sjálfstæðisflokkur-
inn naut stuðnings 23,7 prósenta í
síðustu kosningum, og er því nærri
tuttugu prósentustigum yfir kjör-
fylgi.
Yrðu niðurstöður kosninga í
samræmi við niðurstöður könnun-
arinnar fengi flokkurinn 28 þing-
menn, en er með sextán í dag.
Alls sögðust 26 prósent myndu
kjósa Samfylkinguna yrði gengið
til kosninga nú. Það er nær óbreytt
fylgi frá því í könnuninni í janú-
ar. Flokkurinn fékk 29,8 prósent
atkvæða í síðustu kosningum, og
er því enn um fjögur prósentustig
undir kjörfylgi.
Samfylkingin fengi samkvæmt
niðurstöðum könnunarinnar sautj-
án þingmenn, en er með 20 í dag.
Heldur dregur úr stuðningi við
Vinstri grænt samkvæmt könn-
un Fréttablaðsins og Stöðvar 2.
Nú segjast 15,7 prósent styðja
flokkinn, en 16,5 prósent sögðust
myndu kjósa hann í síðustu könn-
un, sem gerð var 19. janúar síðast-
liðinn. Flokkurinn fékk 21,7 pró-
sent atkvæða í kosningunum fyrir
tæpum tveimur árum, og mælist
því um sex prósentustigum undir
kjörfylgi.
Yrðu niðurstöður kosninga í
takt við könnunina félli þriðji
hver þingmaður vinstri grænna af
þingi. Flokkurinn fengi tíu menn
kjörna en er í dag með fimmtán
þingmenn.
Litlar breytingar hafa orðið á
fylgi Framsóknarflokksins frá
síðustu könnun. Flokkurinn mælist
með stuðning 11,7 prósenta kjós-
enda nú, en 11,8 prósent í síðustu
könnun. Flokkurinn er því enn ríf-
lega þremur prósentustigum undir
kjörfylginu, sem var 14,8 prósent.
Framsóknarflokkurinn fengi
miðað við þetta átta þingmenn, en
er með níu í dag.
Hreyfingin nýtur nú stuðnings
3,6 prósenta þeirra sem afstöðu
taka í könnun Fréttablaðsins og
Stöðvar 2. Fylgi flokksins hefur
rokkað nokkuð upp og niður í
könnunum, mældist 1,5 prósent í
janúar síðastliðnum, en 3,6 prósent
í febrúar í fyrra. Flokkurinn fengi
ekki mann kjörinn yrðu þetta nið-
urstöður kosninga.
Hringt var í 800 manns mið-
vikudaginn 23. febrúar og fimmtu-
daginn 24. febrúar. Þátttakendur
voru valdir með slembiúrtaki úr
þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt
eftir kyni og hlutfallslega eftir
búsetu og aldri.
Spurt var: Hvaða lista myndir þú
kjósa ef gengið yrði til kosninga í
dag? Ef ekki fékkst svar var spurt:
Hvaða flokk er líklegast að þú
myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar
var að lokum spurt: Er líklegra að
þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokk-
inn eða einhvern annan flokk?
Þráspurt var með þessum hætti til
að auka nákvæmni niðurstöðunn-
ar. Alls tóku 52,5 prósent afstöðu.
brjann@frettabladid.is
Komdu í VIST og hafðu samskipta- og upplýsinga-
tæknimál fyrirtækisins á einum og öruggum stað.
VIST byggir á grunnpakka sem inniheldur m.a.
heimasvæði, tölvupóst, öryggisvarnir og afritun
– á föstu mánaðargjaldi fyrir hvern starfsmann.
[VIST]
UT-lausnir fyrir
þitt fyrirtæki
Það er
800 4000 – siminn.isAfritun Öryggi Rekstrarþjónusta Hýsing Tímasparnaður
40
35
30
25
20
15
10
5
%
FYLGI STJÓRNMÁLAFLOKKANNA
29,8
25
. a
pr
íl
20
09
28
. j
úl
í 2
00
9
15
. o
kt
.2
00
9
7.
ja
nú
ar
2
01
0
18
. m
ar
s
20
10
23
. s
ep
t.
20
10
19
. j
an
. 2
01
1
24
. f
eb
. 2
01
1
Ko
sn
in
ga
r
Heimild: Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2
23,7
21,7
14,8
7,2
25,6
7,3
5,6
2,7
35,6
23,2
43,4
25,8
16,5
11,8
2,1
0,5
41,2
26,0
15,7
11,7
3,6
1,9
Ekkert dregur úr óánægju
með stjórnmálaflokkana
Aðeins rúmur helmingur þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 vildi gefa upp
hvaða flokk þeir myndu kjósa í þingkosningum. Litlar breytingar mælast á fylgi flokkanna milli kannana.
Einungis
rúmur
helm-
ingur
aðspurðra í könnun Frétta-
blaðsins og Stöðvar 2 vildu
gefa upp ákveðinn flokk
þegar spurt var hvernig fólk
myndi kjósa ef gengið yrði til
þingkosninga nú.
52,5%
KÍNA, AP Á annan tug erlendra
fréttamanna og ljósmyndara voru
handteknir í Peking í gær, þegar
kínverska lögreglan kæfði í fæð-
ingu mótmælafund sem boðað
hafði verið til. Meðal annars voru
fréttamenn og kvikmyndatöku-
menn þýska ríkissjónvarpsins
handteknir.
Við Alþýðutorgið í Sjanghaí, þar
sem mótmælafundur átti einn-
ig að verða, stóðu lögregluþjónar
í röðum, blésu í flautur og skip-
uðu fólki að halda áfram. Um 200
manns reyndu samt að hinkra,
sumir af forvitni einni saman.
Boðað hafði verið til mótmæla
víðar um landið, en alls staðar var
lögreglan mætt og kom í veg fyrir
að fólk gæti staldrað við.
Ólgan í ríkjum Norður-Afríku og
Mið-Austurlanda hefur orðið kín-
verskum andófsmönnum til hvatn-
ingar, en lítið hefur þó enn orðið úr
mótmælum þar í landi.
Þrátt fyrir mikinn efnahagsupp-
gang í Kína hefur verðbólga vaxið
undanfarið, með versnandi kjörum
sem almenningur finnur fyrir.
Í gær skýrðu kínversk stjórnvöld
frá því að þau reikni með eitthvað
minni hagvexti á næstunni. Jafn-
framt kynntu þau nýja áætlun til
fimm ára, sem miðar að því að efla
neyslu innanlands. - gb
Kínversk stjórnvöld óttast mótmæli og bregðast við af fullri hörku:
Erlendir blaðamenn handteknir
HART BRUGÐIST VIÐ Lögregla í Kína
reyndi í gær að kæfa mótmæli í fæðingu.
NORDICPHOTOS/AFP
KÚBA Ríkistjórn Kúbu ætlar að
stuðla að því að almenningur
komist á netið. Hingað til hafa
bara forréttindahópar haft óheft-
an aðgang að internetinu.
Fréttastofa Reuters hefur eftir
Jorge Luis Perdomo, aðstoðar-
samskiptaráðherra Kúbu, að
landið ætli að tengjast netaðgangi
Venesúela, en leggjast þurfi í
nokkrar framkvæmdir til þess að
allir íbúar fái netaðgang.
Aðstoðarráðherrann taldi að
aukinn netaðgangur myndi hafa
jákvæð áhrif á efnahagslega og
félagslega þróun landsins. - mel
Kúbverjar hafa fáir netaðgang:
Kúbustjórn
hleypir fólki á
internetið
VIÐ NETKAFFIHÚS Almennir borgarar bíða
eftir að komast á netið. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
ALÞINGI Kostnaður við framleiðslu
landbúnaðarafurða hefur hækkað
mikið undanfarið. Verðlagsnefnd
búvara tekur ákvörðun um hvort
kostnaðaraukanum verði velt út í
verðlagið eða hvort bændur þurfi
að bera hann.
Einar K. Guðfinnsson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokks, kallaði fyrir
helgi eftir viðbrögðum ráðherra.
Jón Bjarnason landbúnaðarráð-
herra sagði aukinn kostnað bænda
og kjaraskerðingu mikið áhyggju-
efni og taldi sérstaka ástæðu til að
fylgjast með umræðum um málið
á Búnaðarþingi.
Einari K. Guðfinnssyni fannst
svör ráðherrans fátækleg. - pg
Kostnaður bænda eykst:
Skert kjör
eða dýrtíð
MENNING Músin Maxímús Músíkús
hefur fengið styrk frá Tækniþró-
unarsjóði. Samnefnt fyrirtæki,
vinnur að því með Fancy Pants
Global að setja upp vefsíðuna
Maxi´s Music School. Þar á að
vera ævintýraleg og fjörleg nálg-
un í gagnvirkri tónlistarfræðslu.
Tónlistarskólinn á að opna
heim tónlistar fyrir íslenskum og
erlendum börnum sem Maxímús
hefur heimsótt. Komið hafa út
bækur um Maximús Músíkús og
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur
flutt verk músinni til heiðurs. -jtó
Tónlistarskóli á netinu:
Maxímús Mús-
íkús fær styrk
Hefur þú áhuga á að sjá hljóm-
sveitina Eagles á hljómleikum?
JÁ 58,4%
NEI 41,6%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ætlar þú að kjósa í þjóðar-
atkvæðagreiðslu um Icesave 9.
apríl?
Segðu þína skoðun á Vísir.is.
KJÖRKASSINN