Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 16
28. febrúar 2011 MÁNUDAGUR16 timamot@frettabladid.is „Ég sá þessa stöðu auglýsta og sótti um. Mér fannst þetta spennandi starf sem ég ætti erindi í,“ segir Aino Freyja Jarvela, nýráðinn forstöðu- maður Salarins í Kópavogi, spurð hvernig það hafi komið til að hún fékk starfið. „Ég kem reyndar ekki úr tónlistargeiranum heldur sviðs- listunum, er menntuð leikkona, sem tók hagnýta fjölmiðlun í H.Í. eftir að ég kom heim frá leiklistarnámi í Bret- landi og síðan MBA-próf frá Háskól- anum í Reykjavík síðastliðið vor. Ég hef verið í alls konar framkvæmda- störfum fyrir ýmsa leikhópa, var ein af stofnendum dansleikhússins Með ekka og var starfandi formaður Sjálf- stæðu leikhúsanna í nokkur ár, þannig að ég fer úr baráttu fyrir listamenn og yfir í framkvæmdastjórastöðu í svona sal. En mér finnst þetta mjög spenn- andi verkefni, þar sem ég veit að tón- listarmenn hafa mikið fram að færa og hér er rétti vettvangurinn.“ Nafn Aino Freyju er ekki dæmigert íslenskt nafn, hvaðan kemur það? „Það er finnskt, ég er finnsk í föðurættina, en hef búið á Íslandi frá þriggja ára aldri og lít nú bara á mig sem Íslend- ing. Nafnið vefst þó fyrir fólki, það er hringt hérna og spurt um Færey- inginn og spurt hvort ég tali íslensku, mjög fyndið.“ Verða einhverjar breytingar á starfsemi Salarins með nýjum for- stöðumanni? „Það verða náttúrulega alltaf einhverjar breytingar og reynd- ar hafa orðið hér töluverðar breyting- ar undanfarið, áður en ég tók við. Í upphafi var þetta hugsað sem vett- vangur fyrir klassíska tónlist, en þeim tónleikum hefur fækkað veru- lega á síðustu árum og í tíð forvera míns, Elísabetar Sveinsdóttur, var húsið opnað meira fyrir alls konar tónlist. Þannig hafa orðið fjölbreytt- ari viðburðir í Salnum og því munum við halda áfram, en mig langar til að styrkja klassíska hlutann aftur,“ segir Aino Freyja. Meðal þeirra tónleika sem boðið verður upp á í Salnum fram eftir vori má nefna tónleika Herdísar Önnu Jónsdóttur og Semjons Skigin þann 5. mars, þar sem þau flytja blómatóna inn í vorið. Þann 27. mars spila Aladár Rácz og Helga Bryndís Magnúsdóttir á tvö píanó verk eftir Mozart, Chopin, Ravel og fleiri. Bryndís Halla Gylfa- dóttir og Edda Erlendsdóttir flytja verk fyrir selló og píanó þann 9. apríl en lokatónleikar Tíbrárraðar vetrar- ins verða söngónleikar þann 16. mars í flutningi Sigríðar Óskar Kristjáns- dóttur, Önnu Guðnýjar Guðmunds- dóttur og Bryndísar Höllu Gylfadótt- ur. fridrikab@frettabladid.is NÝR FORSTÖÐUMAÐUR SALARINS: KEMUR ÚR SVIÐSLISTAGEIRANUM Oft spurt eftir Færeyingnum KLASSÍSKUR SALUR „Mig langar til að styrkja klassíska hlutann aftur,“ segir Aino Freyja Jarvela, nýr forstöðumaður Salarins í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVEN OLOF PALME (1927-1986), forsætisráðherra Svíþjóðar, var myrtur þennan dag. „Fyrir okkur er lýðræði spurning um mannlega reisn og mannleg reisn er pólitískt frelsi.“ 1854 Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum stofnað- ur. 1909 Alþjóðlegur baráttu- dagur kvenna haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti. 1920 Þilskipið Valtýr ferst og með því þrjátíu manns fyrir sunnan land. 1941 Belgíska flutningaskip- ið Persier, 8.200 lest- ir, strandar á Dynskóga- fjöru austan Hjörleifs- höfða. Skipið næst út og er dregið til Reykjavík- ur, en brotnar í tvennt í fjörunni við Kleppsvík. 1950 Breska olíuflutninga- skipið Clam strand- ar við Reykjanes. Björg- unarsveitin Þorbjörn í Grindavík bjargar 23 mönnum en 27 farast, flestir þeirra frá Kína. 1953 James D. Watson og Francis Crick tilkynna vinum sínum að þeir hafi leyst gátuna um byggingu DNA-sam- eindarinnar. 2003 Kvikmyndin Nói albinói eftir Dag Kára Pétursson frumsýnd. Um þessar mundir eru 125 ár liðin frá því hinn 22 ára bandaríski háskólanemi Charles Martin Hall uppgötvaði álið. Við það urðu merkileg tímamót í iðnaðarsögu heimsins. Charles Martin Hall sendi rafstraum í gegnum bráðnaða krýólít-súrálslausn og afurðin varð kubbur sem hann molaði niður með hamri. Hann var þá með í höndunum litlar kúlur úr hreinu áli. Þar með var kominn lykillinn að álframleiðslu eins og við þekkjum hana nú. Þetta varð til þess að Hall stofnaði álfyrir- tækið Pittsburgh Reduction Company árið 1888. Nokkrum árum síðar var nafni fyrir- tækisins breytt í Alcoa Inc. Í tilefni þessara tímamóta ætlar Alcoa Inc. að minnast uppfinningar Charles Martins Hall með fjölmörgum uppákomum víða um lönd. Meðal annars að gróðursetja tré á 125 stöðum um allan heim til að fagna afmælinu. ÞETTA GERÐIST: Í LOK FEBRÚAR 1886 Álið var uppgötvað Stórmynd Stevens Spiel- berg, Listi Schindlers er kvikmynd Mánudagsbíós Háskóla Íslands og Háskóla- bíós í kvöld. Mánudagsbíóið er nýlegt framtak Háskóla Íslands og Háskólabíós, í tilefni af aldarafmæli HÍ og hálfrar aldar afmæli kvikmynda- hússins, og hefur það hlotið góðar viðtökur. Til stend- ur að sýna klassískar perl- ur kvikmyndanna. Mynd- irnar verða sýndar í Stóra salnum á mánudögum og hver þeirra aðeins sýnd einu sinni. Síðasta mánudag voru kvikmyndir Krzysztof Kieslowski, Blár, Hvítur og Rauður sýndar. Miða er bæði hægt að kaupa á midi.is og í miða- sölu Sinfóníunnar en allar upplýsingar um sýningar fram undan er að finna á heimasíðunni hi.is/manu- dagsbio. Miðaverð er 300 krónur. - jma Sígildar myndir sýndar í Háskólabíó Í TILEFNI AFMÆLIS Klassískar kvikmyndir eru sýndar á mánudögum í Háskólabíói um þessar mundir í tilefni af afmæli Háskóla Íslands og Háskólabíós. Merkisatburðir 28. febrúar Senn bryddir á Barða nefn- ist fræðsluerindi um eld- fjallið Kötlu sem Bergrún Arna Óladóttir jarðfræðing- ur heldur í dag klukkan 17.15 í Öskju, húsi náttúrufræð- inga. „Þetta verður bara létt samantekt um Kötlu gömlu en ekki stórvísindalegt jarð- fræðierindi,“ segir Bergrún Arna glaðlega. „Ég er búin að safna saman einhverjum upplýsingum um gossöguna bæði á sögulegum tíma og forsögulegum tíma og fer yfir þær á hálfgerðu hunda- vaði.“ Titil erindisins kveðst hún sækja í gamla þjóðsögu um stórbrotna vinnukonu í Þykkvabæjarklaustri sem Katla hét en því verður ekki ljóstrað upp hér hvernig sú saga fer. Bergrún Arna er uppalin í Vestur-Skaftafellssýslu og viðurkennir að hafa gruflað talsvert í Kötlu gegnum tíð- ina, meðal annars gert um hana mastersverkefni. Fræðsluerindið heldur Bergrún Arna á vegum Hins íslenska Náttúrufræðifélags. -gun Kötlufróðleikur fluttur í Öskju BERGRÚN ARNA „Þetta verður bara létt samantekt um Kötlu gömlu,“ segir hún. Elsku frænka okkar, Ragna Sigurbjörg Guðmundsdóttir Norðdahl hjúkrunarkona, er látin. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 1. mars kl. 13.00. Margrét Pálsdóttir Norma Norðdahl Sonur minn og bróðir okkar Ævar Gíslason Vanabyggð 2f Akureyri lést 23. febrúar. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 2. mars kl.13.30 Elín Sigurjónsdóttir Kári Gíslason Árni Gíslason og fjölskyldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.