Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 10
10 28. febrúar 2011 MÁNUDAGUR Nýir útreikningar samninganefndarinnar (í milljörðum) hentar öllum sem leita að bættri heilsu í liðum en kjósa náttúrulegar lausnir fram yfir lyf m.a. vegna mögulegra aukaverkana þeirra. „Ég hef alltaf verið mikið í íþróttum og stundað fjallgöngur undanfarin ár. Um mitt síðasta sumar fór ég að finna fyrir miklum verkjum í hnjám og gat ekki stundað göngur eða íþróttir eftir það. Eftir nokkra mánuði þegar ég hafði náð litlum bata var mér bent á að prófa Regenovex vörurnar. Eftir einungis u.þ.b. mánaðar notkun fór ég strax að finna mun á mér og gat farið að stunda hlaup og fjallgöngur á ný. Ég mæli með að allir þeir sem finna fyrir eymslum í hnjám eða öðrum liðum prófi Regenovex, það er vel þess virði ef maður getur byrjað að hreyfa sig á ný.“ Einar Már Aðalsteinsson, 44 ára FJÖLMIÐLAR Tveir ljósmyndarar Fréttablaðsins, Gunnar V. Andrés- son og Vilhelm Gunnarsson, voru meðal vinningshafa þegar Blaða- ljósmyndarafélag Íslands kynnti bestu ljósmyndir síðasta árs á laug- ardag. Gunnar átti bestu fréttamynd ársins, sem tekin var á biskups- stofu þegar fréttir af kynferðis- brotum Ólafs Skúlasonar voru í hámarki, en Vilhelm bestu umhverfsimynd ársins, sem tekin var af eldgosinu í Eyjafjallajökli. Brynjar Gauti Sveinsson átti mynd ársins, sem einnig tengdist eldgos- inu. Aðrir vinningshafar eru Krist- inn Ingvarsson, Óskar Páll Elfars- son og Rakel Ósk Sigurðardóttir. Myndirnar eru til sýnis á árlegri sýningu Blaðaljósmyndarafélags- ins í Gerðarsafni í Kópavogi. Sýn- ingin stendur til 10. apríl. - gb Árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags í Gerðarsafni: Bestu ljósmyndirnar verða sýndar áfram BISKUPSRAUNIR Ljósmynd Gunnars V. Andréssonar var valin besta fréttamynd ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ELDINGAR Í ELDGOSI Ljósmynd Vilhelms Gunnarssonar var valin besta umhverfis- mynd ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐSKIPTI Danski sjóðurinn Willi- am Demant þarf ekki að leggja fram yfirtökutilboð í stoðtækja- fyrirtækið Össur, samkvæmt upp- lýsingum úr Fjármálaeftirlitinu. Sjóðurinn jók nýverið eign sína í Össuri í 39,6 prósent. Yfirtöku- skyldu var nýlega breytt, en hún miðast við 30 prósenta hlutafjár- eign í skráðu félagi. Í athuga- semdum við breytinguna er miðað við hlutafjáreign 1. apríl 2009. Þá átti William Demant 39,88 pró- sent í Össuri. - jab Hlutabréfakaupin í góðu lagi: Eigandinn var innan marka FORSTJÓRI ÖSSURAR William Demant mátti auka hlut í Össuri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VILHJÁLMUR OG KATA Óðum styttist í konunglegt brúðkaup í Bretlandi. Í til- efni þess verður gefin út teiknimynda- saga um tilhugalíf hjónaleysanna. NORDICPHOTOS/AFP SAMFÉLAGSMÁL Femínistafélag Íslands skorar á borgaryfirvöld að gaumgæfa ítarlega samein- ingartillögur leikskólanna. Í tilkynningu sem Femín- istafélagið hefur sent frá sér er minnt á mannréttindastefnu borgarinnar og bent á að þar standi að Reykjavíkurborg hafi „jafnræði borgaranna og mannréttindi að leiðarljósi í öllu starfi og hefur einsett sér að vera í fararbroddi í mann- réttindamálum með sérstakri áherslu á jafna stöðu kvenna og karla“. Femínistafélagið telur sam- einingartillögurnar vera aðför að leikskólakennurum sem starfsstétt og varar jafnframt við niðurskurðartillögum sem ekki eru unnar í samræmi við kynjaða hagstjórn. - sv FÍ varar við sameiningum: Skora á yfirvöld að endurskoða STJÓRNMÁL Stjórn ungliðahreyf- ingar Vinstri grænna fordæmir flutninga flugfélagsins Atlanta á stríðsgögnum til Afganistan. Í ályktun segir að flutningur- inn geti ekki talist annað en þátt- taka í stríði og að fyrirtækið ætti að sjá sóma sinn í því að hagnast ekki á dauða fólks. Er því beint til Ögmundar Jónassonar innanríkis- ráðherra að hann taki sem fyrst í taumana. Óforsvaranlegt sé að íslensk fyrirtæki fái heimild til þátttöku í stríði í stjórnartíð VG. - bþs UVG um hergagnaflutninga: Segja Atlanta taka þátt í stríði ICESAVE Mögulegur vaxtakostnað- ur vegna Icesave gæti orðið rúmir 713 milljarðar, tapist málið fyrir dómstólum árið 2014. Þessar nið- urstöður miða við að Íslendingum verði gert að greiða sömu vexti og Portúgal greiðir af sínum neyðar- lánum. Fái Íslendingar sömu vexti og Írar, endar málið í 513 milljörð- um. Sé núverandi samningur látinn gilda, eftir að þrotabú gamla Lands- bankans hefur verið gert upp, endar skuldin í 48 milljörðum króna. Þar er miðað við þá 20 milljarða sem nú þegar eru til staðar. Þetta eru niðurstöður nýrra útreikninga sem unnir voru fyrir íslensku samninganefndina um Icesave. Lárus Blöndal hæstaréttarlög- maður og einn af samningamönn- um Íslands, segir útreikningana meðal annars hafa verið gerða í ljósi þess misskilnings sem hefur verið á kreiki að verði farið með málið fyrir dómstóla gætu Íslend- ingar endað á því að greiða ekki kostnað af því. „Menn eru að halda fram að kostnaðurinn við Icesave-samn- ingana gæti verið allt frá 25 og upp í 250 milljarða, á meðan kostnað- urinn við það ef málið tapast fyrir dómstólum sé frá núll og upp í 140. Í ljósi þess er nauðsynlegt að menn fái betri upplýsingar svo ekki sé verið að taka ákvarðanir á kolröng- um forsendum,“ segir Lárus. „Það myndi geta kostað okkur mörg hundruð milljarða.“ Samkvæmt útreikningunum, sé miðað við 86 prósenta endurheimt- ur og gengisspár, fæst nokkurn veg- inn upp í höfuðstól Icesave-skuldar- innar. Sé samningaleiðin farin með núverandi samingi, gætu endur- heimtur úr þrotabúi gamla Lands- bankans verið 8 milljörðum meiri heldur en höfuðstóll skuldarinnar. Meðal þeirra forsenda sem gefn- ar eru í útreikningunum eru meðal annars þær að forgangsgröfur Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) eru 1.171 millj- arðar króna og sömuleiðis skuld við Breta og Hollendinga. Heildar- kröfur búsins eru 1.321 milljarðar og TIF fær 88,64 prósent af öllum útgreiðslum búsins og er endur- heimtuhlutfall 86 prósent. Afborg- anir af höfuðstól hefjast árið 2016 þegar búið hefur verið gert upp. sunna@frettabladid.is Skuldin gæti hækk- að um 665 milljarða Dómstólaleiðin gæti reynst Íslendingum dýrkeypt, ef marka má niðursöður nýjustu útreikninga samningsnefndar Íslands um Icesave. Vaxtakostnaður ríkis- ins gæti orðið 713 milljarðar, ef miðað er við vexti Portúgala og málið tapast. Skuldir/Eignir Samningaleið Ef dómsmáli lýkur 2014 Ef dómsmáli lýkur 2012 Fyrirliggjandi samningur Vextir Íra 5,8% Vextir Portúgala 7% 5,8% vextir 7% vextir Endurheimtur úr búi 603 1.044 1.044 1.044 1.044 Höfuðstóll skuldar 595 1.048 1.044 1.048 1.045 Skuldir umfram eignir -8 3 0 4 0 Kostnaður Vaxtakostnaður 77 530 733 455 621 Skuldir umfram eignir -8 3 0 4 0 Heildarkostnaður ríkis 69 533 733 458 621
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.