Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 38
28. FEBRÚAR 2011 MÁNUDAGUR8 ● fréttablaðið ● bílar Heimsreisu þrigga umhverfis- vænna farartækja lauk í Genf í Sviss á dögunum. Kepnnin gekk undir nafninu ZERO Race og var studd af Sameinuðu þjóðunum til að kynna umhverfisvæna orku. Farartækin þrjú voru ástralsk- ur bíll á þremur hjólum, bifhjól frá Þýskalandi og yfirbyggt mót- orhjól frá Sviss. Lagt var af stað frá Genf 16. ágúst á síðasta ári og var stefnan sett á að komast hring- inn um heiminn á áttatíu dögum. Það markmið náðist, en farartæk- in voru á ferðinni í áttatíu daga en með sjóferðum og hvíldardögum tók ferðin 188 daga í allt. Farin var 27 þúsund kílómetra leið í gegnum 16 lönd og 150 stórar borgir. Þeirra á meðal stórborgir á borð við Berl- ín, Kiev, Moskvu, Sjanghæ, Van- couver, San Fransisco, San Ant- onio, Cancun, Barcelona en ferð- in endaði eins og áður sagði í Genf. Helstu erfiðleikarnir sem öku- mennirnir glímdu við var að hlaða farartækin á afskekktum stöðum en fjöldi sjálfboðaliða skiptist á að aka tækjunum. Ferðin var skipulögð af Louis Plamer, brautryðjanda í hagnýt- ingu sólarorku. Hann vakti mikla athygli fyrir tveimur árum þegar hann fór um heiminn í 18 mánuði á leigubíl sem notaði sólarorku. Nánar um ferðina á www.zero- race.com Heimsreisu á rafbílum lokið Liðið á ástralska bílnum sem kallaður er Trev var kátt þegar það kom í mark í Genf í síðastliðinni viku. ● ORKUSETUR.IS Á vef Orkuseturs www.orkusetur.is er að finna upplýsingar um skil- virka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar. Á síðunni er hægt að bera saman ólíkar teg- undir bíla, hvað kostar að reka þær í ár með tilliti til bensín- eyðslu og bifreiðagjalds. Á síð- unni má finna út hvað bílferð- in til Akureyrar eða víðar kostar. Þar má reikna út kolefnisútblást- ur mismunandi bifreiða, fá góð ráð varðandi viðhald og aksturs- lag og margt fleira. ● FRUMSÝNINGAR Í GENF Alþjóðlega bílasýningin í Genf í Sviss verður haldin í 81. sinn dagana 3. til 13. mars. Sýningin var fyrst hald- in árið 1905. Í gegnum tíðina hefur þar litið dagsins ljós meirihluti farar- tækja heimsins en frumsýningar eru aðalsmerki sýningarinnar. Litið er á sýninguna sem samræðugrund- völl bílaframleiðenda heims enda þykir það kostur að Svisslend- ingar hafa varla nokkurn bílaiðn- að sjálfir. Vefsíða sýningarinnar er á www.salon- auto.ch Frá bílasýningunni í Genf í fyrra. Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára. Könnun Capacent í ágúst til október 2010. Enn eru yfirburðir Fréttablaðisins á dagblaðamarkaði staðfestir. Það sést greinilega á lestrartölum milli ára. Við vitum sem er að dagblað á að vera skemmtilegt og upplýsandi. Það á að veita innsýn í líf fólks og varpa ljósi á atburði sem skipta okkur máli. Við hlustum á raddir lesenda og erum lifandi vettvangur fyrir skoðanaskipti. Þess vegna les fólk frekar Fréttablaðið. MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐFRÉTTABLAÐIÐ Allt sem þú þarft... Óumdeilanlegir yfirburðir Fréttablaðið er með 187% meiri lestur en Morgunblaðið. 20 09 29 ,3% 20 10 74 ,69 % 187% Umframlestur Umframlestur 143% 20 09 71 ,4% 20 10 26 %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.