Fréttablaðið - 28.02.2011, Page 38

Fréttablaðið - 28.02.2011, Page 38
28. FEBRÚAR 2011 MÁNUDAGUR8 ● fréttablaðið ● bílar Heimsreisu þrigga umhverfis- vænna farartækja lauk í Genf í Sviss á dögunum. Kepnnin gekk undir nafninu ZERO Race og var studd af Sameinuðu þjóðunum til að kynna umhverfisvæna orku. Farartækin þrjú voru ástralsk- ur bíll á þremur hjólum, bifhjól frá Þýskalandi og yfirbyggt mót- orhjól frá Sviss. Lagt var af stað frá Genf 16. ágúst á síðasta ári og var stefnan sett á að komast hring- inn um heiminn á áttatíu dögum. Það markmið náðist, en farartæk- in voru á ferðinni í áttatíu daga en með sjóferðum og hvíldardögum tók ferðin 188 daga í allt. Farin var 27 þúsund kílómetra leið í gegnum 16 lönd og 150 stórar borgir. Þeirra á meðal stórborgir á borð við Berl- ín, Kiev, Moskvu, Sjanghæ, Van- couver, San Fransisco, San Ant- onio, Cancun, Barcelona en ferð- in endaði eins og áður sagði í Genf. Helstu erfiðleikarnir sem öku- mennirnir glímdu við var að hlaða farartækin á afskekktum stöðum en fjöldi sjálfboðaliða skiptist á að aka tækjunum. Ferðin var skipulögð af Louis Plamer, brautryðjanda í hagnýt- ingu sólarorku. Hann vakti mikla athygli fyrir tveimur árum þegar hann fór um heiminn í 18 mánuði á leigubíl sem notaði sólarorku. Nánar um ferðina á www.zero- race.com Heimsreisu á rafbílum lokið Liðið á ástralska bílnum sem kallaður er Trev var kátt þegar það kom í mark í Genf í síðastliðinni viku. ● ORKUSETUR.IS Á vef Orkuseturs www.orkusetur.is er að finna upplýsingar um skil- virka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar. Á síðunni er hægt að bera saman ólíkar teg- undir bíla, hvað kostar að reka þær í ár með tilliti til bensín- eyðslu og bifreiðagjalds. Á síð- unni má finna út hvað bílferð- in til Akureyrar eða víðar kostar. Þar má reikna út kolefnisútblást- ur mismunandi bifreiða, fá góð ráð varðandi viðhald og aksturs- lag og margt fleira. ● FRUMSÝNINGAR Í GENF Alþjóðlega bílasýningin í Genf í Sviss verður haldin í 81. sinn dagana 3. til 13. mars. Sýningin var fyrst hald- in árið 1905. Í gegnum tíðina hefur þar litið dagsins ljós meirihluti farar- tækja heimsins en frumsýningar eru aðalsmerki sýningarinnar. Litið er á sýninguna sem samræðugrund- völl bílaframleiðenda heims enda þykir það kostur að Svisslend- ingar hafa varla nokkurn bílaiðn- að sjálfir. Vefsíða sýningarinnar er á www.salon- auto.ch Frá bílasýningunni í Genf í fyrra. Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára. Könnun Capacent í ágúst til október 2010. Enn eru yfirburðir Fréttablaðisins á dagblaðamarkaði staðfestir. Það sést greinilega á lestrartölum milli ára. Við vitum sem er að dagblað á að vera skemmtilegt og upplýsandi. Það á að veita innsýn í líf fólks og varpa ljósi á atburði sem skipta okkur máli. Við hlustum á raddir lesenda og erum lifandi vettvangur fyrir skoðanaskipti. Þess vegna les fólk frekar Fréttablaðið. MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐFRÉTTABLAÐIÐ Allt sem þú þarft... Óumdeilanlegir yfirburðir Fréttablaðið er með 187% meiri lestur en Morgunblaðið. 20 09 29 ,3% 20 10 74 ,69 % 187% Umframlestur Umframlestur 143% 20 09 71 ,4% 20 10 26 %

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.