Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 19
nýir bílar MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2011 Bílamarkaðurinn á Íslandi er að taka við sér. Sölustjórar Ingvars Helgasonar og B&L finna fyrir meiri bjartsýni enda vorið handan við hornið. „Já, við erum bara bjartsýnir á það sem er fram undan“ segja sölustjórar Ingvars Helgasonar og B&L, í stuttu spjalli um horfurnar hjá Ingvari Helgasyni og B&L. „Við erum búnir að ganga frá samning- um um sölu á rúmlega 400 bílum til bílaleiga og höfum á undanförn- um vikum kynnt margar gerðir af nýjum bílum í öllum stærðar- og verðflokkum. Viðbrögðin hafa verið mjög góð frá viðskiptavin- um sem vilja nýta sér gott verð á bílum, sem lækkaði um áramót, og hagstæð kjör á bílalánum sem nú bjóðast. Þar að auki hafa framleið- endur okkar flestir sýnt ástandinu skilning með því að bjóða okkur gott verð sem við getum með vissu sagt að sé með því hagstæð- asta sem er í boði,“ segir Rúnar H. Bridde, sölustjóri Nissan og Sub- aru, og þeir Bjarni Þ. Sigurðsson, sölustjóri Hyundai og Renault, og Karl S. Óskarsson, sölustjóri BMW og Land Rover, taka undir. Vörugjaldabreytingarnar sem urðu um áramót gerðu umboðun- um kleyft að lækka verð umtals- vert á mörgum bílum, meðal ann- ars vinsælum lúxusbílum svo sem BMW. Þetta er vegna afar lágra CO2 -gilda í útblæstri bílanna. „Við erum líka stolt og ánægð yfir að hafa komist í gegnum versta ástandið. Við áttum okkar erfiðu tíma þegar við þurftum að segja upp mörgu góðu starfsfólki til að komast í gegnum erfiðustu skafl- ana, en í dag er fólkið okkar fullt af anda uppbyggingar og tilbúið til að leggja mikið á sig til að koma verkefnunum í farveg og veita við- skiptavinum okkar góða þjónustu,“ segir Bjarni. „Margir hafa átt erf- itt en nú horfir til betri vegar og við finnum fyrir meiri bjartsýni, enda vorið rétt handan við hornið,“ bætir Karl við að lokum. Erum bjartsýn á framhaldið Sölustjórarnir Rúnar Bridde og Bjarni Þórarinn Sigurðsson eru sérlega ánægðir með hvernig árið hefur byrjað. Þeir gátu ekki á sér setið og lyftu af því tilefni félaga sínum Karli S. Óskarssyni sem hafði gaman af. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ● 1.500 GESTIR Á EINNI HELGI OG 27% MARK AÐSHLUTDEILD Starfsfólk B&L og Ingvars Helgasonar er afar ánægt með hlutdeild sína það sem af er árinu. „Við höfum haldið þrjár sýningar og feng- ið þúsundir viðskiptavina til að koma og skoða nýju bílana sem við höfum verið að kynna. Salan það sem af er ári hefur svo til eingöngu verið til einstaklinga og eftirspurnin verið stöðug og jöfn,“ segir Loftur Ágústsson, markaðsstjóri umboðsins. Eftir stendur að fyrirtækið er komið með rúmlega 16% hlutdeild það sem af er árinu og 27% markaðshlutdeild það sem liðið er af febrúar. | KYNNING ● HAGSTÆÐ KJÖR Á BÍLALÁNUM Núna standa viðskiptavinum til boða óverð- tryggð lán sem bera undir 9% fasta vesti og hafa kjör á óverð- tryggðum lánum ekki verið hag- stæðari í langan tíma. Viðskipta- vinir sem taka lán núna geta líka treyst því að afborganirn- ar verða nokkuð stöðugar og sveiflast ekki óeðlilega mikið upp þótt verðbólga hækki tíma- bundið. Lánshlutfall getur al- mennt ekki orðið hærra en sem nemur 70% af verði bílsins. INGVAR HELGASON og B&L • Sævarhöfða 2, sími 525 8000 E N N E M M / S ÍA / N M 4 5 5 5 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.