Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 36
28. FEBRÚAR 2011 MÁNUDAGUR Nýr og gjörbreyttur Passat er kominn til landsins, með sláandi flottri hönnun, aðbúnaði og aksturseiginleikum. „Við kynnum nýjan Volkswagen Passat nú í mars, fyrstu eintök- in eru þegar komin til landsins og nú þegar liggja fyrir fjölmargar pantanir,“ segir Marinó B. Björns- son vörustjóri Volkswagen-bifreiða hjá Heklu um ómótstæðilega hönn- un nýs Passats sem kunnugir munu upplifa sem glænýjan í flesta staði. „Þetta er nýr og gjörbreyttur bíll, með algjörlega endurhönnuð- um fram- og afturenda, breytingum á mælaborði og innréttingu, og í boði er ný sjö þrepa DSG-sjálfskipting, en bíllinn er ríkulega útbúinn,“ segir Marinó um nýja Passatinn sem er fá- anlegur í fólksbílaútgáfu, en einnig sem Passat Variant, sem er sérlega rúmgóður og stór skutbíll. „Nýr Passat er orðinn afar hag- stæður fyrir budduna eftir að vörugjöld breyttust um áramót því útblástur hans er í lágmarki. Þá er hann einstaklega sparneyt- inn og hægt að keyra dísilbíl niður í 5 lítra á hundraði, en sambærileg eyðsla bensínbíls er 7 til 9 lítrar,“ segir Marinó sem þekkir vel kosti VW Passats. „Passat er stóri fjölskyldufólks- bíll Volkswagen, stærri en Golf og Jetta, og sannkallaður háklassabíll búinn fullkomnasta öryggisbún- aði sem völ er á. Íslendingar hafa tekið ástfóstri við Passat, enda reynslan ákaflega góð í þægileg- um og plássmiklum bíl, auk þess sem hann er konfekt fyrir augað. Með nýrri nálgun í hönnun er hann orðinn sportlegri með miklu og fallegu krómi, en Volkswagen leitast nú við að færa framútlit bíla sinna í sama stíl,“ segir Mar- inó og útskýrir að ávallt sé mikill viðburður þegar Volkswagen bíla- framleiðandinn breyti ásýnd bíla sinna. „Útlitinu breyta þeir á fimm til tíu ára fresti og það er alltaf til- hlökkunarefni. Auk breytts Pass- ats fáum við nú splunkunýtt útlit á fólksbílana VW Sharan og VW Touran, ásamt andlitslyftingu á jepplinginn Tiquan. Polo kom með nýju útliti í fyrra, sló algjörlega í gegn og var valinn bíll ársins í Evrópu 2010, enda frábær kostur. Með dísilvél kostar hann aðeins 2,3 milljónir, gefinn upp fyrir 3,8 lítra eyðslu,“ segir Marinó. Hægt er að sérpanta Volks- wagen Passat eftir óskum hvers og eins, en þá tekur átta vikur að fá hann til landsins. „Passat er fáanlegur með alls- kyns aukahlutum, eins og sérstöku hljóðkerfi og sérhönnuðum barna- sætum, í hvaða lit sem er og inn- réttingu að eigin vali, en slíkar sérpantanir eru afar vinsælar og alltaf að aukast.“ Sportlegur í hæsta klassa Marinó B. Björnsson, vörustjóri hjá Heklu, við splunkunýjan og eðalflottan Volkswagen Passat. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Metanknúinn Volkswagen Passat kom fyrst í fyrra og hlaut afar góðar viðtökur, og nú er hægt að fá metanútgáfu með nýja boddí- inu. Bíllinn gengur þá bæði fyrir bensíni og metangasi, sem er mikill kostur því þá er hægt að keyra hann hvert á land sem er og hamlar engum hversu fáar metan- stöðvarnar eru enn,“ segir Marinó B. Björnsson, vörustjóri VW-bíla hjá Heklu. „Passat metan hefur lang- drægni upp á 920 kílómetra, þar af 480 á metangasi og 440 á bens- íni. Bensín tekur sjálfkrafa við um leið og metangas klárast, auk þess sem alltaf er hægt að nýta bílinn sem bensínbíl eingöngu“ segir Marinó. „Spara má stórfé ef skipt er yfir í metangas því lítri af því kostar um 114 krónur og auðvelt að sjá hversu mikið sparast í elds- neytiskostnaði. Þá ber hann lægri skatta en sambærilegir bílar sökum lítillar mengunar og greið- ast aðeins 5.000 krónur tvisvar á ári í bifreiðaskatt,“ segir Marinó sem í sínu starfi finnur vel þörf bíleigenda á að ná niður kostnaði. „Markaðurinn nú leitar fyrst og fremst hagkvæmni því eldsneyti er óheyrilega dýrt og metanbíll því tvímælalaust besti kosturinn. Þá sparast auk þess milljón krón- ur ef valinn er metanbíll í stað bifreiðar sem gengur fyrir hefð- bundnum orkugjafa. Hann er því miklu ódýrari í upphafi og sparar stórfé í eldsneyti.“ Auk Passats fást Touran-fólks- bíll og Caddy-sendibíll metan- knúnir. „Frammistaða metanbíls er alveg jafn góð enda er þetta ná- kvæmlega sami bíllinn með sömu 150 hestafla vélina, en hann geng- ur bæði fyrir bensíni og gasi. Elds- neytistankarnar taka það mikið eldsneyti, að það tryggir bílnum mjög góða langdrægni í akstri,“ segir Marinó. Metan er kostur númer eitt Hér má sjá glænýjan Passat skutbíl sem gengur einnig fyrir metangasi. Fjölmargir metanknúnir bílar eru á leið til landsins enda landsmenn að verða æ meðvitaðri um hagkvæmni þess að eiga metanbíl. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þegar þú prófar nýjan Passat þá finnur þú strax forskotið sem felst í góðum hugmyndum. Komdu núna, prófaðu og finndu muninn! Das Auto. Forskot góðra hugmynda Nýr Passat frumsýndur í mars www.volkswagen.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.