Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.02.2011, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 28.02.2011, Qupperneq 36
28. FEBRÚAR 2011 MÁNUDAGUR Nýr og gjörbreyttur Passat er kominn til landsins, með sláandi flottri hönnun, aðbúnaði og aksturseiginleikum. „Við kynnum nýjan Volkswagen Passat nú í mars, fyrstu eintök- in eru þegar komin til landsins og nú þegar liggja fyrir fjölmargar pantanir,“ segir Marinó B. Björns- son vörustjóri Volkswagen-bifreiða hjá Heklu um ómótstæðilega hönn- un nýs Passats sem kunnugir munu upplifa sem glænýjan í flesta staði. „Þetta er nýr og gjörbreyttur bíll, með algjörlega endurhönnuð- um fram- og afturenda, breytingum á mælaborði og innréttingu, og í boði er ný sjö þrepa DSG-sjálfskipting, en bíllinn er ríkulega útbúinn,“ segir Marinó um nýja Passatinn sem er fá- anlegur í fólksbílaútgáfu, en einnig sem Passat Variant, sem er sérlega rúmgóður og stór skutbíll. „Nýr Passat er orðinn afar hag- stæður fyrir budduna eftir að vörugjöld breyttust um áramót því útblástur hans er í lágmarki. Þá er hann einstaklega sparneyt- inn og hægt að keyra dísilbíl niður í 5 lítra á hundraði, en sambærileg eyðsla bensínbíls er 7 til 9 lítrar,“ segir Marinó sem þekkir vel kosti VW Passats. „Passat er stóri fjölskyldufólks- bíll Volkswagen, stærri en Golf og Jetta, og sannkallaður háklassabíll búinn fullkomnasta öryggisbún- aði sem völ er á. Íslendingar hafa tekið ástfóstri við Passat, enda reynslan ákaflega góð í þægileg- um og plássmiklum bíl, auk þess sem hann er konfekt fyrir augað. Með nýrri nálgun í hönnun er hann orðinn sportlegri með miklu og fallegu krómi, en Volkswagen leitast nú við að færa framútlit bíla sinna í sama stíl,“ segir Mar- inó og útskýrir að ávallt sé mikill viðburður þegar Volkswagen bíla- framleiðandinn breyti ásýnd bíla sinna. „Útlitinu breyta þeir á fimm til tíu ára fresti og það er alltaf til- hlökkunarefni. Auk breytts Pass- ats fáum við nú splunkunýtt útlit á fólksbílana VW Sharan og VW Touran, ásamt andlitslyftingu á jepplinginn Tiquan. Polo kom með nýju útliti í fyrra, sló algjörlega í gegn og var valinn bíll ársins í Evrópu 2010, enda frábær kostur. Með dísilvél kostar hann aðeins 2,3 milljónir, gefinn upp fyrir 3,8 lítra eyðslu,“ segir Marinó. Hægt er að sérpanta Volks- wagen Passat eftir óskum hvers og eins, en þá tekur átta vikur að fá hann til landsins. „Passat er fáanlegur með alls- kyns aukahlutum, eins og sérstöku hljóðkerfi og sérhönnuðum barna- sætum, í hvaða lit sem er og inn- réttingu að eigin vali, en slíkar sérpantanir eru afar vinsælar og alltaf að aukast.“ Sportlegur í hæsta klassa Marinó B. Björnsson, vörustjóri hjá Heklu, við splunkunýjan og eðalflottan Volkswagen Passat. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Metanknúinn Volkswagen Passat kom fyrst í fyrra og hlaut afar góðar viðtökur, og nú er hægt að fá metanútgáfu með nýja boddí- inu. Bíllinn gengur þá bæði fyrir bensíni og metangasi, sem er mikill kostur því þá er hægt að keyra hann hvert á land sem er og hamlar engum hversu fáar metan- stöðvarnar eru enn,“ segir Marinó B. Björnsson, vörustjóri VW-bíla hjá Heklu. „Passat metan hefur lang- drægni upp á 920 kílómetra, þar af 480 á metangasi og 440 á bens- íni. Bensín tekur sjálfkrafa við um leið og metangas klárast, auk þess sem alltaf er hægt að nýta bílinn sem bensínbíl eingöngu“ segir Marinó. „Spara má stórfé ef skipt er yfir í metangas því lítri af því kostar um 114 krónur og auðvelt að sjá hversu mikið sparast í elds- neytiskostnaði. Þá ber hann lægri skatta en sambærilegir bílar sökum lítillar mengunar og greið- ast aðeins 5.000 krónur tvisvar á ári í bifreiðaskatt,“ segir Marinó sem í sínu starfi finnur vel þörf bíleigenda á að ná niður kostnaði. „Markaðurinn nú leitar fyrst og fremst hagkvæmni því eldsneyti er óheyrilega dýrt og metanbíll því tvímælalaust besti kosturinn. Þá sparast auk þess milljón krón- ur ef valinn er metanbíll í stað bifreiðar sem gengur fyrir hefð- bundnum orkugjafa. Hann er því miklu ódýrari í upphafi og sparar stórfé í eldsneyti.“ Auk Passats fást Touran-fólks- bíll og Caddy-sendibíll metan- knúnir. „Frammistaða metanbíls er alveg jafn góð enda er þetta ná- kvæmlega sami bíllinn með sömu 150 hestafla vélina, en hann geng- ur bæði fyrir bensíni og gasi. Elds- neytistankarnar taka það mikið eldsneyti, að það tryggir bílnum mjög góða langdrægni í akstri,“ segir Marinó. Metan er kostur númer eitt Hér má sjá glænýjan Passat skutbíl sem gengur einnig fyrir metangasi. Fjölmargir metanknúnir bílar eru á leið til landsins enda landsmenn að verða æ meðvitaðri um hagkvæmni þess að eiga metanbíl. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þegar þú prófar nýjan Passat þá finnur þú strax forskotið sem felst í góðum hugmyndum. Komdu núna, prófaðu og finndu muninn! Das Auto. Forskot góðra hugmynda Nýr Passat frumsýndur í mars www.volkswagen.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.