Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 48
28. febrúar 2011 MÁNUDAGUR24 sport@frettabladid.is BRYNJAR KARL SIGURÐSSON sem er betur þekktur sem körfuboltaþjálfari og hönnuður Sideline- forritsins var mjög óvænt á skýrslu hjá Valsmönnum um helgina. Til stóð að hann kæmi af bekknum í fyrri hálfleik og stæði vaktina í vörninni. Hann var kominn úr æfingatreyjunni og klár í slaginn er Valsmenn misstu mann af velli. Þá breyttust plön Valsmanna og ekkert varð af því að Brynjar fengi að koma við sögu. Eimskipsbikar karla: Akureyri-Valur 24-26 (13-14) Mörk Akureyri (skot): Oddur Gretarsson 7/3 (7/3), Bjarni Fritzson 6 (9/1), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (9), Heimir Örn Árnason 4 (10), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (4), Daníel Einarsson 1 (1). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16/1 (42/2) 38%. Hraðaupphlaup: 7 (Oddur 3, Bjarni 3, Hörður). Fiskuð víti: 4 (Hörður 2, Bjarni, Guðmundur). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Vals (skot): Sturla Ásgeirsson 5/1 (5/1), Orri Freyr Gíslason 5 (7), Anton Rúnarsson 5 (13), Finnur Ingi Stefánsson 4 (4), Valdimar Fannar Þórsson 4 (8), Ernir Hrafn Arnarson 3 (7/1). Varin skot: Hlynur Morthens 16/1 (40/4) 40%. Hraðaupphlaup: 2 (Finnur, Sturla). Fiskuð víti: 2 (Anton, Sturla). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, þokkalegir en nokkrir mikilvægir dómar féllu með Valsmönnum. ÚRSLIT FÓTBOLTI Stuðningsmenn Arsenal þurftu enn á ný að henda kampa- víninu í kælingu í gær því ekki kom bikar í hús. Arsenal hefur ekki unnið titil síðan árið 2005 og margir héldu að langþráður bikar kæmi í úrslitum deildarbikarsins gegn Birmingham í gær. Af því varð ekki því Birmingham vann sigur, 2-1. Leikurinn byrjaði með miklum látum því eftir tæpar tvær mín- útur slapp Lee Bowyer í gegnum vörn Arsenal. Hann var tekinn niður af Wojciech Szczesny, mark- verði Arsenal. Víti og rautt spjald héldu flestir en svo var ekki. Aðstoðardómarinn flaggaði rang- stöðu sem var alrangur dómur. Þar slapp Arsenal afar vel. Leikmenn Birmingham héldu samt áfram að sækja. Voru sterk- ari aðilinn og komust verðskuldað yfir á 28. mínútu er Nikola Zigic skallaði knöttinn í netið. Szczesny fór út í mikið skógarhlaup og eft- irleikurinn auðveldur. Arsenal kom til baka og Van Persie jafnaði fyrir hlé er hann kláraði sendingu Arshavin með stæl. Flest benti til þess að leikurinn væri á leið í framlengingu þegar Szczesny gerði herfileg mistök. Hann missti þá boltann frá sér mínútu fyrir leikslok, hann féll fyrir fætur Obafemi Martins sem þakkaði fyrir með því að skora í tómt markið. Skelfileg mistök sem kostuðu Arsenal leikinn. „Ég held að þetta sé auðveldasta mark sem ég hef skorað á ferlinum og ekki var verra að það hafi verið svona mikilvægt,“ sagði Martins eftir leikinn og stjórinn, Alex McLeish, var eðlilega í skýjunum eftir leik. „Þetta er gríðarlegt afrek og sérstaklega þegar við skoðum hvaða lið við vorum að leggja af velli. Það trúði enginn á okkar sigur nema við sjálfir. Þetta var rosaleg frammistaða hjá leikmönn- unum,“ sagði McLeish. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var eðlilega súr og svekktur. „Við vildum binda endi á titlaþurrð- ina í dag. Hvað er hægt að segja? Szczesny er ungur strákur og hann verður að rífa sig upp.“ - hbg Birmingham gerði sér lítið fyrir og lagði Arsenal í úrslitum deildarbikarsins: Enn þarf Arsenal að bíða eftir titli GLEÐI McLeish fagnar ógurlega í lokin en á meðan Wenger er fúll í kápunni sinni. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI „Ég bara gerði eittvað og það tókst. Ég veit ekkert hvern- ig ég fór að því að verja boltann,“ sagði hetja Valsmanna, Hlynur Morthens, í algjörri geðshrær- ingu eftir leikinn gegn Akureyri sem Valur vann, 24-26. Hörður Fannar Sigþórsson hefði getað jafnað leikinn fyrir Akur- eyri í 25-25 þegar tæp mínúta var eftir af leiknum. Hann fékk þá boltann á línunni í ákjósan- legu færi. Hlynur rauk út á móti honum, lokaði markinu og varði með stæl. Valur fékk boltann, gerði engin mistök og skoraði sig- urmarkið þegar ein sekúnda var eftir. Þetta var þriðji bikarmeist- aratitill liðsins á síðustu fjórum árum. „Tilfinningin að hafa unnið þennan leik er algjörlega ólýsan- leg. Ég er bara í losti. Ég hef átt langan feril, komið hingað áður en aldrei náð að vinna. Að eiga fínan leik og verja síðasta boltann er lyginni líkast. Ég hefði ekki getað skrifað handritið betur sjálfur. Nú get ég dáið sáttur og hætt í bolt- anum eftir helgi,“ sagði Hlynur og brosti allan hringinn. Arkitektinn að þessum frábæra árangri Vals er þjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson. Hann er búinn að koma Val í úrslitaleikinn fjögur ár í röð sem er einstakur árangur. Hann hefur unnið þrjá af þessum fjórum leikjum. „75 prósent árangur. Ég myndi segja að það væri ásættanlegt,“ sagði Óskar Bjarni stoltur en hann tók við liðinu í lok síðasta árs þegar hvorki hafði gengið né rekið hjá liðinu undir stjórn Júl- íusar Jónassonar. Leikur liðsins hefur tekið gríðarlegum fram- förum í kjölfarið en slök byrjun liðsins á leiktíðinni mun líklega verða til þess að Valur kemst ekki í úrslitakeppnina. „Við náðum þéttleika fljótlega í byrjun leiksins og það hefði reynst okkur erfitt ef við hefðum gert of marga tæknifeila og hleypt þeim í hraðaupphlaup. Það gekk ágæt- lega að komast í vörnina. Vörn- in var svo góð og Hlynur sterkur fyrir aftan. Agaður sóknarleik- ur ásamt vörn og markvörslu var því lykillinn að þessu hjá okkur,“ sagði Óskar en er hann ekki kom- inn aftur til þess að vera? „Þetta er ótrúlega skemmtilegt og ætli ég taki ekki Ferguson á þetta núna og verði í 30 ár. Bíði eftir að strákarnir mínir komi upp í meistaraflokk en þeir eru í sjötta flokki núna,“ sagði Óskar glaður í bragði en byrjað er að kalla hann Bikar-Óskar. Leikurinn á laugardag var frá- bær skemmtun. Afar hraður og jafn. Flottur varnarleikur, frábær- ir markverðir og virkilega hraður leikur. Liðin héldust nánast í hend- ur allan leikinn og það mátti ekki á milli sjá hvort liðið væri betra í þessum spennuleik. Bæði lið hefðu verið vel að sigrinum komin en þetta féll með Valsmönnum að þessu sinni og markvarsla Hlyns sá til þess. Atli Hilmarsson, þjálfari Akur- eyrar, var að vonum svekktur en hann ætlaði sér svo innilega að landa bikarnum sem hann hefur ekki enn unnið sem þjálfari. „Þetta er mjög svekkjandi. Strákarnir hafa lagt þvílíkt hart að sér og áttu skilið að fá þenn- an titil. Það hefur verið frábært starf hjá félaginu í allan vetur og ég hefði gjarna viljað koma með þennan bikar norður,“ sagði Atli svekktur en hann var ekki nógu ánægður með leik sinna manna. „Mér fannst við spila illa og það er svekkjandi að ná ekki fram betri leik en raun ber vitni í svona stórleik. Þetta er einn af slakari leikjum okkar í vetur. Auðvitað spilar spenna og allt það inn í en við vorum að gera okkur seka um óþarflega mörg mistök á báðum endum vallarins. Ég tek það ekki af Valsmönnum að þeir léku vel og spiluðu skynsaman sóknarleik. Heilt yfir spiluðum við samt ekki nógu vel og við verðum að gera betur til að vinna svona úrslita- leik,“ sagði Atli. henry@frettabladid.is Nú get ég hætt og dáið sáttur Hlynur Morthens, markvörður Vals, tryggði Val bikarmeistaratitilinn um helgina þegar hann varði á undraverðan hátt úr dauðafæri undir lok úrslitaleiksins gegn Akureyri. Leikurinn var afar jafn frá upphafi til enda og þegar upp var staðið var það þessi markvarsla Hlyns á ögurstundu sem gerði gæfumuninn. BIKARINN Á LOFT Orri Freyr Gíslason lyftir hér bikarnum í Höllinni um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÖGNUÐUR Valsmenn fögnuðu ógurlega í leikslok með stuðningsmönnum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HETJAN Í SÆLUVÍMU Hlynur Morthens varði með ótrúlegum tilþrifum undir lok leiksins gegn Akureyri og tryggði Valsmönnum sætan sigur. Þetta var þriðji bikartitill Vals á fjórum árum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Íslendingaliðin Rhein- Neckar Löwen og Kiel unnu bæði góða sigra í Meistaradeildinni í gær og eru komin í sextán liða úrslit. Löwen lagði Kiel, 29-27, á meðan Kiel skellti Celje Lasko, 43-27. Aron Pálmarsson skor- aði tvö mörk fyrir Kiel og slíkt hið sama gerði Róbert Gunnars- son fyrir Löwen. Ólafur Stefáns- son skoraði hins vegar þrjú mörk fyrir Löwen í gær. „Við byrjuðum leikinn illa og fyrstu 25 mínúturnar voru slakar hjá okkur,“ sagði Ólafur við sjón- varpsstöð EHF eftir leikinn en Löwen var undir í hálfleik, 11-13. „Ég er sáttur við stigin. Við börðumst vel, komum til baka og áttum skilið að vinna leikinn,“ sagði Ólafur sem var ekki par hrifinn af spurningum um eigin frammistöðu. „Ég er enn hér og það er ekki búið að reka mig. Ég er að gera mitt besta og reyni að hjálpa lið- inu,. Ég vil vinna titla og spila vel fyrir liðið,“ sagði Ólafur og minnti á að alvaran væri að fara að byrja. „Við ætlum okkur í undanúrslit. Það er okkar markmið.“ - hbg Ólafur Stefánsson: Ætlum okkur í undanúrslit ÓLAFUR STEFÁNSSON Átti ágætan leik í gær. NORDIC PHOTOS/BONGARTS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.