Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 14
14 28. febrúar 2011 MÁNUDAGUR
Þessi orð eru rituð af virðingu við þingverði Alþingis sem ráð-
ist var á 8. desember 2008. Fólk
sem var haldið, hrint, meitt og
þannig hindrað í störfum sínum,
fólkið sem er enn að bíta úr nál-
inni eftir ofbeldið. Af tillitssemi
við starfsmennina óskaði skrif-
stofustjóri Alþingis eftir lög-
reglurannsókn á atvikinu. Mestu
um þá ákvörðun réð upptaka úr
öryggismyndavél í anddyri við
inngang að þingpöllum. Eng-
inn maður með ærlegar tilfinn-
ingar getur horft á upptökuna án
þess að fyllast ónotum, reiði og
samúð í garð starfsmannanna.
Fólk inni í húsinu heyrði öskur
og svívirðingar í garð þeirra. Í
læknaskýrslum og síðan í máls-
skjölum eru taldar upp margvís-
legar líkamlegar afleiðingar allt
frá mari og tognun upp í örorku-
mat. Þá eru ekki talin upp þau sál-
rænu eftirköst sem sumir starfs-
menn bera. Þekkt er að afleiðingar
átaka við hliðstæðar aðstæður eru
verri fyrir þolendur en gerendur.
Eins og eðlilegt er var bent á þær
greinar í lögum sem fjalla um hlið-
stæð tilvik. Það var sett í hendur
lögreglu og ákæruvaldsins hvort
og hvernig kært yrði. Skrifstofu-
stjóri Alþingis ber óskipta ábyrgð
á velferð starfsfólksins og gat því
ekki horft fram hjá atburðunum.
Þáverandi forsætisnefnd hafði
séð myndbandstökuna en gaf ekki
heimild í þeim skilningi. Skrif-
stofustjóri bar einn ábyrgð á að
óskað var rannsóknar.
Gestir hafa alloft komið á þing-
palla og haft þar uppi háreisti
og jafnvel hagað sér með ógn-
andi hætti. Fyrir það hefur aldrei
verið kært þar sem ekki hefur
áður verið beitt ofbeldi gagn-
vart starfsmönnum þingsins inni
í Alþingishúsinu. Fólkið sem kom
8. desember átti greiða leið upp á
þingpallana, engin óeðlileg hindr-
un var á vegi þeirra fyrr en þau
sjálf gripu til tilefnislausrar vald-
beitingar. Þessi atburður er eins-
dæmi. Þetta var ekki venjuleg
heimsókn á þingpallana. Þetta var
skipulögð árás á fólk, sem átti sér
einskis ills von enda voru engin
mótmæli í gangi á Austurvelli
þennan dag.
Flestir þekkja framhaldið. Rík-
issaksóknari ákvað á grundvelli
lögregluskýrslu um málið að kæra
níu einstaklinga. Umdeilt hefur
verið eftir hvaða lagaákvæðum
var kært. Dómur er fallinn og
dómarar féllust á að valdi var beitt
gagnvart starfsmönnum. Það var
mikilvæg niðurstaða. Að öðru leyti
sýnist sitt hverjum um dóminn.
Margur virðist álíta það heppilegt
til vinsælda, án þess að hafa kynnt
sér málavexti, að tala um ofbeldis-
fólkið sem saklaus fórnarlömb svo
að raunveruleg fórnarlömb líta út
sem gerendur. Minnir óþægilega
á meðferð fórnarlamba í öðrum
ofbeldismálun þegar varnaraðilar
gerenda eru þrautþjálfaðir í sam-
skiptum við fjölmiðla.
Hér vil ég gera hlut ríkissjón-
varpsins að sérstöku umfjöllunar-
efni. Stuðningsmenn nímenning-
anna svokölluðu og þau sjálf hafa
nánast notað RÚV sem einkamiðil
sinn. Lögmaður nokkurra ákærðu
hefur fengið að fjalla einhliða um
hlut skjólstæðinga sinna þar sem
hallað er mjög á starfsfólk Alþing-
is, málið rangfært og aflagað.
Steininn tók úr þegar sjónvarpið
birti þann 20. maí 2010 stutt valin
brot úr upptöku frá atburðinum.
Í myndinni var búið að fjarlægja
þá kafla upptökunnar sem sýndu
best hvernig ráðist var skipu-
lega og með hörku á starfsmenn
Alþingis. Upptakan í heild eða þar
til lögreglan tekur við vörslu húss-
ins er 2.47 mínútur en í myndbroti
RÚV voru aðeins valdar rúmlega
30 sekúndur. Hvers vegna sýndi
RÚV ekki myndbandið í heild?
Ekki hefur skort tíma í umfjöll-
un um þetta mál hjá ríkisfjöl-
miðlunum. Allt jafnvægi hvarf úr
umræðunni frá þessum degi. Búið
var að hanna atburðarás og flestir
héldu að hér kæmi sannleikurinn
fram. Enda sýnt í sjálfu ríkissjón-
varpinu. Skrifstofa Alþingis hafði
fengið heimild persónuverndar til
að birta upptökuna. En talið var
ómálefnalegt að birta hana meðan
málið var enn í dómsmeðferð. Á
meðan dundi einhliða áróður í
boði RÚV. Þegar þetta er skrifað
hefur myndbandið enn ekki verið
birt óklippt.
Lögmaðurinn fagnaði því að
ákærðu voru sýknaðir af broti
gegn 1. mgr. í 100. gr. hegningar-
laga. Í mínum huga skiptir mestu
máli að dæmt var fyrir ofbeldi
gegn samstarfsfólki mínu. Lög-
maðurinn gerði lítið úr ofbeldinu,
lítillega hafi verið ýtt við fólki. Í
dómnum og atvikalýsingu kemur
glöggt fram að þetta var sannar-
lega miklu meira, slíkur var ofs-
inn í stefndu strax í upphafi. Um
kvöldið mætti lögmaðurinn, tals-
maður stefndu, í sjónvarpið og
fékk frítt spil eins og fyrri daginn.
Hann túlkaði dóminn með sínum
hætti án andsvara eða gagnrýn-
innar tilvitnunar í dóminn.
Hver ber ábyrgð á svona ein-
hliða fréttahönnun þar sem útbúin
var mynd af prúðu æskufólki sem
heimsækir Alþingi til að nýta sér
tjáningarfrelsið en verður fyrir
árás vondra þingvarða?
Helst mátti skilja á ýmsum
málsmetandi aðilum að þingverð-
irnir ættu að biðjast afsökunar á
því að hafa látið berja sig. Þeir
eiga fáa vini í þessu máli. Enginn
hefur nefnt opinberlega að þau
eigi afsökunarbeiðni skilið þrátt
fyrir dóminn. Hins vegar verða
þau ítrekað að þola svívirðingar
og jafnvel morðhótanir fyrir það
eitt að vinna fyrir Alþingi.
Ég hvet alla sem hafa áhuga á
að kynna sér málið nánar að lesa
dóminn þar má sjá greinargóða
atvikalýsingu. Hann var kveðinn
upp 16. febrúar 2011 og má finna
hann á www.http://domstolar.is/
domaleit.
Einhliða og villandi
umfjöllum RÚV
Nímenningamálið
Karl M.
Kristjánsson
starfsmannastjóri
Alþingis
Hvers vegna sýndi
RÚV ekki mynd-
bandið í heild? Ekki hefur
skort tíma í umfjöllun
um þetta mál hjá ríkis-
fjölmiðlunum.
Lögmaður hlynntur því að þjóðin hafni Icesave-lögunum
sagði í Kastljósi að siðaðar þjóð-
ir færu með mál sín fyrir dóm-
stóla. Flestir lögmenn telja þó
betra að semja um mál, og siðað-
ar þjóðir standa við yfirlýsingar
sínar. Allt frá hruni hafa ríkis-
stjórnir Íslands (og reyndar for-
setinn) sagt að Ísland vilji semja
um Icesave. Þeir sem ætla að
hafna samningnum nú vilja ekki
semja. Þeir tala um áhættu af að
semja en þegja um áhættuna af að
semja ekki. Lögmaðurinn sagði
einnig að Íslendingar ættu ekki
að beygja sig fyrir hótunum um
ofbeldi. Er það ofbeldi að nenna
ekki að tala við þá sem ekki er
hægt að semja við, að vilja ekki
lána þeim sem ekki standa við
orð sín? Icesave-skuldin er ann-
ars eðlis en þær skuldir óreiðu-
manna sem útlend fyrirtæki og
stofnanir verða
að taka á sig og
skipta þúsund-
um milljarða
króna.
Dapurlegt
er þegar ungt
fólk fellur fyrir
kokhraustri
þjóðrembu af
því tagi sem
einkenndi tal
útrásarvíkinga
og málsvara þeirra. Þegar lagt er
mat á tilgang þeirra sem harðast
berjast gegn samningnum er hollt
að muna orð varaformanns Sjálf-
stæðisflokksins, sem taldi drengi-
legra að hugsa um þjóðarhag en
nýja leiki í baráttu gegn ríkis-
stjórninni.
Nú kemur til kasta 44 alþingis-
manna að útskýra fyrir þjóðinni
sem kaus þá hvers vegna þeir
samþykktu þennan nýja samn-
ing. Ef þeir draga lappirnar í
umræðunni verða áreiðanlega
ma rg i r sem
ekki nenna á
kjörstað í næstu
alþingiskosn-
ingum. Vitlaus-
asta hugmynd
s e m k o m i ð
hefur fram —
og kemur þó
ekki á óvart
úr þeirri átt —
er tillaga Þórs
Saari að hvorki
alþingismenn né samningamenn
megi tjá sig í aðdraganda þjóð-
aratkvæðagreiðslunnar. Þetta
eru þó þeir sem hafa lagt mesta
vinnu í að kynna sér málið. Sú
þjóð stendur ekki í lappirnar sem
reynir að komast hjá því að standa
við orð sín. Þeir sem standa við
orð sín standa í lappirnar.
Að standa í lappirnar
Icesave
Vésteinn
Ólason
fv. forstöðumaður
Stofnunar Árna
Magnússonar
Hatursumræðan í íslenskum stjórnmálum er skelfileg. Að
einhverju leyti á þetta sér skýr-
ingar í hruninu. Þar eru erfiðar
ástæður vonbrigða og reiði. En
hrunið mega menn samt ekki nota
til þess að afsaka ofbeldistóninn í
umræðunni.
Hatrið einkennir sum blaðaskrif
um þessar mundir, jafnvel heilu
útvarpsstöðvarnar og sjónvarps-
þættina að sögn að ekki sé minnst
á bloggskólpið. Þetta er alvarlegt
vegna þess að þjóðin þarf að finna
farsæla niðurstöðu með samtölum
en ekki öskrum. Þetta er brýnna nú
eftir hrunið en nokkru sinni fyrr.
Málaflokkarnir sem þurfa heiðar-
lega opna og íhugula umræðu eru
hvarvetna.
Einn er stjórnskipun landsins
sem er í mikilli óvissu um þessar
mundir. Vilji er til að sameina hug-
ina til endurbóta, en hverjar eiga
endurbæturnar að verða? Til að
vita það þarf fólk að tala saman.
Það þarf að finna leið sem samein-
ar hina nýju mögu-
leika lýðræðisins
á fésbókunum og
internetinu því
sem er óhjákvæmi-
legt til að tryggja
skýrar og mark-
vissar niðurstöð-
ur umræðunnar.
Það þarf að skapa
frelsi til þess að
tala og gera tillög-
ur en líka frelsi til
að komast að niður-
stöðum. Samfélag
verður aldrei leitt
til farsældar öðru
vísi en með niður-
stöðum eftir eðli-
leg og opin skoð-
anaskipti. Annars
endar umræðan í
tómagangi og von-
brigðum. Nú virðist loksins sam-
staða um að opna fyrir þjóðar-
atkvæðagreiðslur sem við mörg
okkar höfum barist fyrir áratugum
saman. Þjóðin virðist vilja að þau
mál verði ekki í höndunum á einum
manni og þessi eini maður segist
reyndar vera þreyttur á því að hafa
svona ferlega mikla ábyrgð.
Annar málaflokkur sem þarf
að ræða vel eru atvinnumál. Þar
virðast sumir halda að eina lausn-
in sé fólgin í því að byggja sem
flest álver. Þó liggur fyrir að það
hentar ekki orkulindum okkar. Þá
er að horfast í augu við það. Hat-
ursumræða um einstaklinga skap-
ar ekki atvinnu. Þeir sem þekkja
atvinnuleysi sjálfir eða úr fjöl-
skyldum sínum vita að það er
alvarlegt og sárt fyrir þá sem því
hafa kynnst. Það leysir ekki vanda
þeirra að rækta
hatrið. Nú vill svo
til að umræðan um
atvinnumál virðist
opnari fyrir sam-
stöðu um þessar
mundir en nokkru
sinni fyrr. Það
eru ekki lengur
alvarlegar deilur
um einkaeign eða
félagslega eign á
fyrirtækjunum.
Það eru ekki deilur
um útlent eða inn-
lent eignarhald.
Það er deilt um
það hvort þjóðin
á að eiga auðlind-
irnar eða ekki en
um það eru reynd-
ar flestir sammála
þegar betur er að
gáð að þjóðin á að ráða yfir auð-
lindunum sem eigandi þeirra. Það
eru engar alvarlegar deilur um að
auðlindanýtingin eigi að vera sjálf-
bær – eða er það? Það er því engin
ástæða til annars en að ætla að
samstaða eigi að geta skapast um
atvinnustefnuna enda sé auðlinda-
nýtingin sjálfbær.
Atvinnuleysið er ljótasta birt-
ingarmynd auðvaldsþjóðfélagsins.
Allir eiga rétt á atvinnu. Auk þess
birtist í atvinnuleysinu fráleit sóun.
Ekki á atvinnuleysisbótum heldur
á arðinum af vinnuafli þeirra sem
ekki fá vinnu.
Þriðji málaflokkurinn sem deilt
er um eru umhverfis- og auðlinda-
mál. Svo virðist sem margir séu
beinlínis andvígir því að ræða
þann málaflokk öðruvísi en með
stóryrðum um einstaklinga. Allt
tryllist þegar reynt er að fá skor-
ið úr lagaóvissu fyrir Hæstarétti.
Ekki má gagnrýna það að stórfyr-
irtæki í orkuframleiðslu borgi fyrir
óviðkomandi verkefni eins og gsm-
síma og vegi. Greinilegt er reyndar
að þeir sem reiðast eru sumir vanir
því að ráða og reiðast af því að þeir
ráða ekki lengur. En það er lýðræð-
isleg niðurstaða og þá er að vinna
út frá því. Hatursræktun leysir
heldur ekki þeirra vanda. Þeir sem
vilja fara vel með umhverfið eru að
hugsa um barnabörnin sín. Viljum
við það ekki öll?
Þannig ber allt að þeim brunni að
við eigum að geta náð samstöðu um
þau stóru mál sem hér hafa verið
nefnd án þess að opna fyrir haturs-
flóðin. Auðvitað eru ekki allir sam-
mála. Auðvitað eru einhverjir sem
vilja rækta hatrið af gömlum vana.
En væri þá kannski sterkur leik-
ur að þeir hinir sömu opnuðu sína
eigin flóðgátt, eins konar sameig-
inlegt holræsi, nýjan vef: hatur.is?
Því ekki?
Hatur punktur is
Þjóðmál
Svavar
Gestsson
fv. þingmaður, ráðherra
og sendiherra
Dapurlegt er
þegar ungt fólk
fellur fyrir kokhraustri
þjóðrembu af því tagi
sem einkenndi tal út-
rásarvíkinga og málsvara
þeirra.
Atvinnuleysið
er ljótasta
birtingarmynd auð-
valdsþjóðfélagsins.
Allir eiga rétt á at-
vinnu. Auk þess birtist
í atvinnuleysinu fráleit
sóun. Ekki á atvinnu-
leysisbótum heldur á
arðinum af vinnuafli
þeirra sem ekki fá
vinnu.
FRAMKVÆMDIR VIÐ SUÐURLANDSVEG Greinarhöfundur fjallar meðal annars um
atvinnumál í grein sinni og bendir á að hatursumræða um einstaklinga skapi ekki
atvinnu. Það leysi ekki vanda atvinnulausra að rækta hatrið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM