Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 8
28. febrúar 2011 MÁNUDAGUR8
HEILBRIGÐISMÁL Alls búa 509
íslenskir læknar í útlöndum, sem
er þriðjungur allra íslenskra
lækna. Í janúar síðastliðnum voru
starfandi 1.071 læknir hér á landi,
en þeir voru 1.157 árið 2008, sam-
kvæmt upplýsingum frá Læknafé-
laginu.
Gera má ráð fyrir því að stór
hluti þeirra lækna sem dvelja
erlendis séu þar í námi. Eyjólfur
Þorkelsson, formaður Félags
almennra lækna, segir verulega
erfitt að fá íslenska lækna til
landsins aftur og fátt kalli þá heim
þegar atvinnuástandið er eins og
raun ber vitni. Það sárvanti lækna
hingað til lands.
„Launin úti eru tvöföld, þreföld
eða jafnvel fjórföld miðað við tekj-
urnar á Íslandi,“ segir Eyjólfur.
„Þannig að það er fátt sem kallar
heim.“
Eyjólfur segir það sífellt verða
erfiðara að fá unga sérfræðinga til
að snúa aftur heim til Íslands eftir
nám. Að sama skapi hafi verið
erfitt að halda læknum í landinu,
þegar atvinna er ótrygg og verð-
lag hækkar sífellt. Í langan tíma
hefur ekki tekist að ráða í átta
stöður heimilislækna á höfuðborg-
arsvæðinu. Eyjólfur bendir einn-
ig á að margir læknar séu skráðir
með lögheimili hér á landi, en ferð-
ist á milli landa til þess að vinna.
Mannskapurinn sem sé starfandi
hér á landi segi ekki alla söguna.
„Þá spyr maður sig, hversu
lengi gengur það áður en fólk fer
alfarið?“ segir Eyjólfur. „Það eru
mörg óveðurský á lofti, en auð-
vitað vonar maður að stjórnvöld
sjái hvert stefnir áður en allt fer
í óefni.“
Eyjólfur segir sérstaklega
skorta yngstu læknana, frá aldr-
inum 30 til 45 ára. Eftir 10 ár fari
meirihluti þeirra lækna sem eru
starfandi á eftirlaun og þá verður
erfitt að manna þær stöður verði
engin breyting á.
„Fólk er að fara fyrr út og
kemur seinna eða yfirhöfuð ekki
heim,“ segir Eyjólfur. „Það er
kannski stærsti vandi heilbrigðis-
kerfisins núna.“
sunna@frettabladid.is
Það eru mörg
óveðurský á lofti, en
auðvitað vonar maður að
stjórnvöld sjái hvert stefnir
áður en allt fer í óefni.
EYJÓLFUR ÞORKELSSON
FORMAÐUR FÉLAGS ALMENNRA LÆKNA
Náttúruvörur úr íslenskri ætihvönn
Minna mál
með SagaPro
Tíð næturþvaglát eru
heilmikið mál fyrir marga
karlmenn. SagaPro er
náttúruvara úr íslenskri
ætihvönn ætluð þeim sem
eiga við þetta vandamál að
etja. Með SagaPro fækkar
næturferðum á salernið og
þar með færðu betri hvíld.
SagaPro fæst í heilsuvöruverslunum, apótekum,
stórmörkuðum og Fríhöfninni.
Fjöldi íslenskra lækna sem býr utan landsteinanna
Danmörk 23
Noregur 79
Svíþjóð 298
Bandaríkin 67
Bretland 23
Kanada 5
Spánn 1
Alls: 509
Holland 7
Sviss 3
Nýja-Sjáland 3
SPOTTIÐ ENDURBIRT Fyrir mistök í umbroti birtist ekki nema hluti skopmyndar
Gunnars Karlssonar teiknara í helgarblaði Fréttablaðsins. Þótt sá hluti myndarinnar
sem þó birtist hafi verið skemmtilegur er meiri saga sögð með myndinni allri.
MYND/GUNNAR KARLSSON
1. Hvað heitir nýr forstjóri Kaup-
hallar Íslands og bróðir hans sem
er forstöðumaður viðskiptasviðs
Kauphallarinnar?
2. Hvað búa margir Íslendingar
utan landsteinanna?
3. Hvað vilja margir að Ólafur
Ragnar Grímsson gefi aftur kost á
sér í forsetakosningum á næsta ári?
SVÖRIN
ORKUMÁL Orkuveita Reykjavík-
ur (OR) undirritaði fyrir helgi
viljayfirlýsingu um sölu dóttur-
fyrirtækis síns, REI, á jarðhita-
réttindum í Kaliforníufylki í
Bandaríkjunum. Kaupandinn er
Nevada Geothermal Power og
er söluverð alls 4,15 milljónir
dala, eða tæpur hálfur milljarður
króna.
Í tilkynningu frá OR segir að
nýir eigendur hyggist nýta sér
reynslu og þekkingu sérfræð-
inga OR við uppbyggingu á jarð-
hitanýtingu á svæðinu, en hvorki
OR né dótturfélög munu fjárfesta
í verkefnunum.
Búist er við að sölusamningur
verði frágenginn í mars. - þj
Dótturfyrirtæki OR í USA:
Jarðhitaréttindi
seld í Kaliforníu
ORKUVEITA REYKJAVÍKUR Dótturfélag
OR selur jarðhitaréttindi í Bandaríkj-
unum á 500 milljónir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓLK Félag málmiðnaðarmanna
á Akureyri gefur Sjúkrahúsinu
á Akureyri eina milljón króna til
tækjakaupa í tilefni AF 70 ára
afmæli félagsins, samkvæmt aðal-
fundarsamþykkt um helgina.
Fundurinn varar líka við því
að Reykjavíkurflugvöllur verði
fluttur úr Vatnsmýri og skorar á
stjórnvöld að forval vegna gerðar
Vaðlaheiðarganga fari fram sem
fyrst. Félagið hvatti að lokum rík-
isstjórnina til að stuðla ákveðið að
því að stórefla atvinnulíf í Þing-
eyjarsýslum sem allra fyrst. - sm
Félag málmiðnaðarmanna:
Gáfu fé til
tækjakaupa
DÓMSMÁL Kona á þrítugsaldri
hefur verið dæmd í sex mánaða
skilorðsbundið fangelsi fyrir að
kasta snafsaglasi í andlit ann-
arrar konu á skemmtistaðnum
Vegamótum með þeim afleið-
ingum að fjórar tennur brotnuðu
eða sprungu í fórnarlambinu. Þá
var glasakastarinn dæmdur til að
greiða hinni 400 þúsund krónur í
miskabætur.
Konurnar höfðu verið að
skemmta sér hvor í sínum hópn-
um á Vegamótum. Við barinn
snöggreiddist sú dæmda og kast-
aði snafsaglasi í átt að tiltekinni
stúlku. Skotið geigaði og lenti
glasið á brotaþola. - jss
Sex mánuðir á skilorði:
Braut tennur
með glasakasti
ORKUMÁL Heitavatnslaust var í rað-
húsahverfinu í Neðra-Breiðholti
á laugardagskvöld. Bilun í annari
aðalæðinni sem flytur heitt vatn til
suðurhluta borgarinnar orsakaði
vatnleysið.
Eiríkur Hjálmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Orkuveitu Reykjavík-
ur, sagði að líklega hefði bilunin
komið í kjölfar háspennubilunar í
Kópavoginum en viðgerð var lokið
í gærmorgun. -sm
Bilun á vatnsæð:
Heitavatnslaust
í Breiðholti
Þriðjungur íslenskra
lækna býr í útlöndum
Þriðjungur allra íslenskra lækna er búsettur erlendis. Gera má ráð fyrir að
margir séu í námi. Verulega erfitt er að fá íslenska sérfræðinga aftur til lands-
ins, enda fátt sem kallar þá heim, segir formaður Félags almennra lækna.
1. Páll og Magnús Harðarsynir. 2.
Rúmlega 38 þúsund. 3. 50,2 prósent.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
ÞAÐ ERU FLEIRI PARTÝ OG MEIRA FJÖR Á VÍSI
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða,
meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.
Rúmlega helmingur þeirra
íslensku lækna sem búa
erlendis eru í Svíþjóð.
Margir þeirra eru í námi.
Formaður félags almennra
lækna segir eitt stærsta
vandamál heilbrigðis-
kerfisins í dag hversu fáir
læknar komi til baka að
loknu framhaldsnámi.
Heimild: Upplýsingaveitan Fannir ehf.
VEISTU SVARIÐ?