Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 2
28. febrúar 2011 MÁNUDAGUR2 JARÐSKJÁLFTI Erfitt er að segja til um lyktir jarðskjálftahrinu sem hafin er í námunda við Kleifarvatn að mati Páls Einarssonar jarðeðlis- fræðings. Hann segir litlar líkur á gosi á svæðinu. Hrinan hófst á fimmtudagskvöld og jókst virknin aftur í gærmorg- un. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu urðu margir varir við jarðskjálfta sem reið yfir skömmu eftir klukk- an níu í gærmorgun en sá mældist 3,7 að stærð. Annar stór skjálfti varð um klukkan hálf sex í gær- kvöldi og mældist sá 4,1 að stærð. Að sögn Sigþrúðar Ármannsdótt- ur, landfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er ekki óalgengt að hrin- ur sem þessar eigi sér stað á svæð- inu. „Þessi hrina er í raun búin að að standa yfir með hléum frá því á fimmtudaginn. Stór skjálfti varð um klukkan níu í gærmorgun og fylgdu nokkrir minni skjálftar í kjölfarið. Það dró svo úr þessu upp úr hádegi í gær en upp úr tvö kom aftur um hálftímaskot af minni skjálftum,“ sagði Sigþrúður. Í gærkvöld höfðu mælst á svæðinu á finnta hundrað jarðskjálftar frá því aðfaranótt sunnudags. Friðbjörn Orri Ketilsson, kaf- ari, var staddur ásamt tveimur öðrum á rúmlega 20 metra dýpi í norðausturhluta Kleifarvatns þegar skjálftinn reið yfir klukkan hálf sex í gærkvöldi. Hann segist hafa fundið þungt högg er skjálft- inn varð. „Við vorum búnir að vera ofan í vatninu í um tuttugu mínútur þegar við fengum mikið högg á okkur. Við héldum í fyrstu að kútur hefði gefið sig en svo komu fleiri högg og hvellir og þá áttuðum við okkur á því að þetta væri skjálfti.“ Háhitasvæðið er í sunnanverðu vatninu og því staf- að köfurunum ekki mikil hætta af skjálftanum. Páll Einarsson segir atburða- rásina sem átt hefur sér stað á Krýsuvíkursvæðinu undanfarna daga vera mjög áhugaverða og að engin ástæða sé til að óttast frek- ari jarðhræringar eins og gos. „Orsök skjálftanna má rekja til þess að svæðið stendur á megin- flekaskilum og til viðbótar við það hefur verið landris á Krýsu- víkursvæðinu síðan á síðasta ári. Þá myndast bunga á landinu og skjálftarnir tengjast því mjög greinilega en svo er spurning hvað veldur þessu landrisi og verið er að rannsaka það núna.“ Síðast varð gos á Reykjanesskaga í kringum árið 1240 og segir Páll gos á þessu svæði vera frekar meinlítil gos sem standi sjaldan yfir í lengri tíma. sara@frettabladid.is Skjálftahrina á Reykjanesi Kleifarvatn Krýsuvík Reykjavík Reykjanesbær Grindavík Skjálftinn sem átti sér stað um klukkan hálf sex í gær mældist 4,1 stig á Richter. 4,1 Reynir, er þetta strætó-stopp? Nei, þetta er bara biðskylda. Nýjustu breytingar hjá Strætó tóku gildi í gær. Strætó hættir nú að ganga klukkustund fyrr á kvöldin og akstur hefst tveimur klukkustundum síðar á laugardögum. Breytingarnar eru vegna niðurskurðar. Skjálftarnir fundust vel í höfuðborginni Á fimmta hundrað jarðskjálftar höfðu í gærkvöld mælst í námunda við Kleifar- vatn frá aðfaranótt sunnudags. Tveir sterkir skjálftar fundust á höfuðborgar- svæðinu í gær. Ekki ástæða til að óttast gos á svæðinu að mati jarðeðlisfræðings. FRIÐBJÖRN ORRI KETILSSON PÁLL EINARSSON UMHVERFISMÁL Um sjötíu manns mótmæltu í gær fyrirhugaðri lokun endurvinnslustöðvar Sorpu á Kjal- arnesi. Sorpu hefur verið gert að draga úr útgjöldum um tólf millj- ónir á þessu ári. Íbúasamtök Kjalarness segja lok- unina í algjörri andstöðu við aukna áherslu á flokkun heimilissorps. Þá benda þau á misrétti sem í því sé falið að íbúar annarra hverfa borg- arinnar búi aðeins við skerta þjón- ustu. Þau segja að með lokuninni beri 0,5 prósent íbúa höfuðborgar- svæðisins um 30 prósent af niður- skurði Sorpu. „Samstöðufundurinn var meiri- háttar og mætingin glæsileg. Þetta skiptir okkur íbúana gríðarlega miklu máli,“ segir Ásgeir Harðar- son, formaður Íbúasamtaka Kjalar- ness. - sm Íbúar á Kjalarnesi mótmæltu: Lendir á hálfu prósenti íbúa Á KJALARNESI Um 70 mættu á samstöðufund við þjónustustöð Sorpu á Kjalarnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hótar að éta andstæðinginn Yoweri Museveni, forseti Úganda, segist ætla að „veiða og éta“ Kizza Besigye, mótframbjóðanda sinn í forsetakosningum sem hefur efast um úrslitin. ÚGANDA ALÞINGI Allsherjarnefnd Alþingis mun fjalla um þingsályktunar- tillögu um heimild til staðgöngu- mæðrunar á fundi sínum í dag. Eins og Fréttablaðið greindi frá um helgina eru þrettán af þeim fimmtán aðilum sem skilað hafa inn umsögn um tillöguna ekki fylgjandi því að hún verði samþykkt nú. Átján hafa ekki skilað inn umsögn um málið. - þeb Allsherjarnefnd fundar: Fjalla um stað- göngumæðrun JEMEN, AP Stjórnarandstöðu- flokkar í Jemen sögðust í gær ganga til liðs við unga mótmæl- endur, sem nánast daglega hafa komið saman síðustu vikurnar að krefjast afsagnar forsetans, Ali Abdullah Saleh. Þar með virðist fokið í flest skjól fyrir Saleh, sem hefur verið við völd í 32 ár. Á laugardaginn létu tveir voldugir leiðtogar úr ættbálki forsetans af stuðningi við hann. Hundruð þúsunda komu saman á laugardag í fjölmennustu mót- mælum landsins til þessa. - gb Kröftug mótmæli í Jemen: Þrýstingur vex á Saleh forseta Í JEMEN Mótmælendum í Jemen vex ásmegin. NORDICPHOTOS/AFP ALÞINGI Ný landskjörstjórn verður kosin á Alþingi í dag. Síðast var landskjörstjórn kosin í ágúst 2009. Sú stjórn sagði af sér þann 28. janúar síðastliðinn, eftir að kosningar til stjórnlagaþings voru ógiltar. Kosið verður því um fimm nýja aðalmenn í ráðið sem og einn varamann. Ný landskjörstjórn mun sjá um þjóðaratkvæðagreiðslu um Ice- save-samningana í apríl. - þeb Alþingi undirbýr kosningar: Kjósa nýja landskjörstjórn SKÓLAMÁL Rúmlega tuttugu tillögur til sameining- ar og samreksturs í skólakerfi og frístundastarfi Reykjavíkur verða teknar fyrir í borgarráði Reykja- víkur næstkomandi fimmtudag að því er heimildir Fréttablaðsins herma. Þessar tillögur starfshóps um hagræðingu í skóla- kerfi borgarinnar voru kynntar fyrir menntaráði í vikunni, en skorið hefur verið niður um helming frá þeim 54 tillögum sem voru kynntar borgarfulltrú- um og skólastjórnendum í síðustu viku. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur fækkað verulega þeim tillögum sem kveða á um samrekstur eða sameiningu milli skólastiga. Sex tillögur voru þar að lútandi meðal þeirra 54 sem komust í hámæli en nú eru þær einungis ein eða tvær. Mikill styr hefur staðið um fyrirhugaðar samein- ingar og hafa hagsmunasamtök foreldra, kennara og leikskólakennara sett sig mjög upp á móti þeim. Meðal þess sem vekur áhyggjur er að sérstaða skóla og fagleg sjónarmið séu fyrir borð borin. Þá hefur gagnrýni einnig beinst að því að fjár- hagslegur ávinningur af hagræðingaraðgerðunum liggi ekki fyrir. - þj Starfshópur um sameiningar í skólakerfi Reykjavíkur fækkar tillögum: Sameiningartillögur að skýrast SKÓLASAMEININGAR Líða fer að því að starfshópur um sam- einingar í skólum skili tillögum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÍBÍA, AP Uppreisnarmenn í Líbíu höfðu í gær náð að mestu völdum í borginni Zawiya, sem er skammt frá höfuðborginni Trípolí. Liðs- menn Gaddafis áttu í átökum við uppreisnarmenn í Trípolí. Æ meira þrengir að Gaddafi, jafnt innan lands sem á alþjóða- vettvangi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti seint á laugar- dag að setja vopnasölubann á Líbíu og hvatti aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að frysta hugsanlegar eigur Gaddafis og fjölskyldu hans. Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna kemur síðan saman á morgun til að greiða atkvæði um tillögu frá mannréttindaráði Sameinuðu þjóð- anna um að víkja Líbíu úr ráðinu. Hillary Clinton, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði Banda- ríkin reiðubúin til þess að veita uppreisnarmönnum í Líbíu aðstoð, og varaði jafnframt Afríkuríki við því að senda málaliða til stuðnings Gaddafi. Breskar og þýskar her- þotur voru í gær sendar til þess að bjarga flóttafólki úr eyðimörkinni í Líbíu. Uppreisnarmenn völdu í gær fulltrúa í eins konar bráðabirgða- stjórn til að fara með völd í þeim hluta landsins, sem þeir hafa náð á sitt vald. - gb MYNDA STJÓRN Talsmaður bráðabirgða- stjórnar uppreisnarmanna, sem náð hafa flestum borgum Líbíu á sitt vald. NORDICPHOTOS/AFP Bandaríkin bjóða uppreisnarmönnum í Líbíu aðstoð: Æ meir þrengt að Gaddafi SIGLINGAMÁL Goðafoss fer í slipp í Óðinsvéum í Danmörku. Skipið siglir sjálft frá Noregi, þar sem það strandaði 17. þessa mánaðar. Ferðin tekur þó lengri tíma en venjulega þar sem skipið siglir ekki hraðar en sem nemur átta sjómílum á klukkustund. Búist er við að skipið komi til Dan- merkur seint á morgun eða á þriðjudag. Að sögn Ólafs William Hand, upplýsingafulltrúa Eimskipa, er áætlað að viðgerð muni taka tvær til þrjár vikur. - sv Fer í slipp í Danmörku: Goðafoss siglir til Óðinsvéa SPURNING DAGSINS fyrir 12 mánaða og eldrihipp.is Við lífrænt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.