Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 54
28. febrúar 2011 MÁNUDAGUR30
Auglýsingasími
SJÓNVARPSÞÁTTURINN
„Það er án efa Ástríður sem
sýnd var á Stöð 2. Ég bara fæ
ekki nóg og get fengið kjána-
hroll með henni aftur og aftur.
Ég bind einnig miklar vonir við
Makalaus og við vinkonurnar
erum búnar að plana kokteila
og sjónvarpskvöld alla fimmtu-
daga í vetur.“
Anna Bergljót Thorarensen, leikkona.
Á sama tíma og Sena auglýsir tón-
leika með hljómsveitinni Eagles
í Nýju Laugardalshöllinni 9. júní
auglýsir Icelandair pakkaferð á
Eagles-tónleika í Hamborg tæpum
þremur vikum síðar, eða 28. júní,
sem kostar á annað hundrað þús-
und krónur.
„Þetta var tilviljun,“ segir Þor-
varður Guðlaugsson, forstöðumað-
ur íslenska sölusvæðisins hjá Ice-
landair. „Við erum búnir að vera
með þessa miða í svolítinn tíma.
Þetta fór á netið tveimur dögum
áður en tilkynningin um tón-
leikana hérna heima kom.“
Hann viðurkennir að hafa feng-
ið nett sjokk þegar hann frétti að
Eagles væri á leiðinni til Íslands.
„Auðvitað kippist maður aðeins
við. Maður hefði kannski ekki
gert þetta ef þessi tilkynning hefði
verið komin á undan. Maður hefði
sjálfsagt beðið eitthvað með það.“
Að sögn Þorvarðar hafa nokkr-
ir aðilar keypt miða á tónleikana í
Hamborg og enginn hætt við þrátt
fyrir tónleikana hér heima. Hann
útilokar samt ekki að hætt verði
við ferðina út. Allt fer það auð-
vitað eftir eftirspurninni en um
20-30 miðar eru í boði.
Fararstjóri verður Ingi Gunnar
Jóhannsson. „Maður er svo vanur
því að það komi aldrei neinn hing-
að en það er ekkert nema gleði
yfir því að sjá þá í Laugar-
dalshöll. En það er eitt
að sjá þá í Hamborg og
annað að sjá þá hér,“ segir
Ingi Gunnar, sem hefur
séð Eagles fjórum sinn-
um. „Þeir eru æðislegir
á tónleikum og spila-
mennskan er eins
fullkomin og
mögulegt er.
Upplifunin
að sjá þá er
óviðjafnan-
leg.“ - fb
Óvissa um Eagles-ferð til Hamborgar
TVÖFÖLD GLEÐI Glenn Frey og
félagar í Eagles spila bæði í
Nýju Laugardalshöllinni og
í Hamborg í júní. Ingi
Gunnar Jóhannsson segir
eitt að sjá þá hér á landi
og annað í Hamborg.
„Ég var að vinna í þessu síðasta
sumar, var hálft ár í London og
þurfti því að kúpla mig út úr
vinnunni hér heima,“ segir Daði
Einarsson hjá tæknibrellufyrir-
tækinu Framestore Reykjavík.
Hann vann náið með mexíkóska
verðlaunaleikstjóranum Alfonso
Cuarón við nýjustu kvikmynd
hans, Gravity, sem skartar meðal
annars stórleikurunum George
Clooney og Söndru Bullock í aðal-
hlutverkum.
Mikil tölvugrafík verður í mynd-
inni og því varð að forvinna hana
mjög mikið. Daði þurfti til að
mynda að hanna hreyfingar leik-
ara og gera nánast myndina fyrir
eiginlegar tökur ásamt því að
skipuleggja hvernig ætti að taka
upp aðalleikarana þegar eiginleg-
ar tökur hæfust. Hann ber Alfonso
Cuarón vel söguna en leikstjórinn
á að baki myndir á borð við Harry
Potter og fangann frá Azkeban og
Children of Men með Clive Owen.
„Hann er rosalegur karakter og
mikill kvikmyndagerðarmaður.
Það var virkilega skemmtilegt og
forvitnilegt að fá að vinna þessa
kvikmynd í svona nánu samneyti
við innsta hringinn.“
Daði flutti heim til Íslands fyrir
fjórum árum eftir að hafa búið í
London og New York frá því fyrir
aldamót. Hann var á mála hjá
tölvubrellufyrirtækinu Fram-
estore þegar hann og eiginkona
hans tóku þá ákvörðun að snúa
aftur til föðurlandsins. Framestore
vildi hins vegar síður en svo sjá á
eftir sínum manni og fékk hann
til að opna með sér útibú í gamla
Landsímahúsinu við Austurvöll.
Þar starfa nú fimmtán Íslendingar
við gerð tölvubrellna og tæknilega
eftirvinnslu og úrvinnslu kvik-
mynda og auglýsinga. Og þetta er
allt lítið mál á stafrænni öld. „Við
erum með mjög öflugar tölv-
ur og öfluga nettengingu við
London og New York þaðan
sem við fáum stærsta part-
inn af okkar vinnu.“
En það eru ekki bara
tæknibrellu-skrýmsli sem
rata inn á borð til Daða og
Framestore. Því hann er
einnig að vinna við kvik-
mynd Baltasars Kormáks,
Contraband. „Í nútíma kvik-
myndum er eiginlega allt
lagað, litir og leikkonur. Í
Titanic til að mynda voru
800 brelluskot, í Mamma
Mia voru þau 2000. Contra-
band er þokkalega stórt
verkefni en það fellur ein-
mitt undir þann hatt að ef
áhorfendur taka ekki eftir
vinnu okkar þá höfum við staðið
okkur í stykkinu.“
freyrgigja@frettabladid.is
DAÐI EINARSSON: LAGAR BÆÐI LITI OG LEIKARA
Hannar hreyfingar George
Clooney og Söndru Bullock
Hermann Hermannsson klippari
hefur verið tilnefndur til fernra
New York Emmy-verðlauna fyrir
vinnu sína við sjónvarpsþættina
Knicks Poetry Slam. Verðlaunin
eru systurverðlaun hinna þekktu
Emmy-verðlauna og hafa verið
veitt árlega frá árinu 1955.
Hermann flutti heim til Íslands
í fyrravor eftir þriggja ára dvöl
í Bandaríkjunum. Á þeim tíma
starfaði hann hjá þarlendu fram-
leiðslufyrirtæki sem framleiddi
meðal annars sjónvarpsþætt-
ina Knicks Poetry Slam, en þeir
hlutu alls sex tilnefningar. Þætt-
irnir fjalla um samkeppni í ljóða-
slammi. „Þessi sena er mjög stór
og öflug í New York og keppnin
hefur verið haldin árlega í mörg
ár. Keppendurnir eru allir á aldr-
inum 13 til 19 ára og eru sigtaðir
út þar til einn stendur uppi sem
sigurvegari,“ útskýrir Hermann
en þetta er í annað sinn sem hann
er tilnefndur til verðlaunanna.
„Ég fékk styttu fyrir fyrsta verk-
efnið sem ég tók að mér eftir að ég
flutti til New York á sínum tíma.“
Mikil vinna liggur að baki þátt-
anna og segist Hermann hafa
unnið nánast daglega í þrjá mán-
uði við gerð þeirra. „Það var lítill
peningur til og þess vegna þurft-
um við að leggja mikla vinnu í
gerð þáttanna. Ég vann nánast
daglega allan þann tíma og mér
finnst eins og þessar tilnefningar
réttlæti það svolítið,“ segir hann
og hlær.
Aðspurður segir hann tilnefn-
ingarnar hafa mikla þýðingu enda
geti þær greitt leið hans aftur inn
á vinnumarkaðinn í Bandaríkjun-
um. „Ég er svolítið að skima aftur
út og langar að geta verið í þeirri
aðstöðu að hoppa fram og tilbaka
á milli Íslands og Bandaríkjanna.
Þessi tilnefning mun vonandi
greiða götu manns í þeim efnum.“
Hermann vinnur nú að sjón-
varpsþáttunum Makalaus og
segist hafa fengið leyfi frá sam-
starfsfélögum sínum til að vera
viðstaddur verðlaunaafhend-
inguna í byrjun apríl. „Ég er
farinn að hlakka mikið til. Mest
hlakka ég til að hitta alla gömlu
vinnufélagana aftur,“ segir Her-
mann að lokum. - sm
Tilnefndur til Emmy-verðlauna
TILNEFNDUR Hermann Hermanns-
son klippari hefur verið tilnefndur til
fernra New York Emmy-verðlauna fyrir
bandaríska sjónvarpsþætti sem fjalla
um ljóðasamkeppni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MIKILL KVIKMYNDA-
GERÐARMAÐUR Daði
Einarsson (fyrir ofan)
vann náið með mexíkóska
verðlaunaleikstjóranum
Alfonso Cuarón við
nýjustu kvikmynd hans,
Gravity. Daði segir leik-
stjórann vera mikinn
kvikmyndagerðarmann en
Daði vann meðal annars
við að hanna hreyfingar
George Clooney.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Má bjóða ykkur meiri Vísi?
ÍÞRÓTTIR Á ÞÍNUM
HEIMAVELLI
Meiri Vísir.
Tónlistarkonan Ólöf Arnalds greinir
frá þremur áhrifavöldum
sínum í hönnunar-
tímaritinu Livingetc
sem er það stærsta
sinnar tegundar í
Bretlandi. Fyrst nefnir
hún safn-
plötu með
vegatónlist
frá Víetnam
sem var gefin
út árið 2000 og næst nefnir hún
tónlistarmanninn Skúla Sverrisson
sem hún hefur unnið töluvert með
í gegnum árin. Loks minnist
hún á listabókina Proust Was
A Neuroscientist eftir Jonah
Lehrer og segir hana í miklu
uppáhaldi hjá sér.
Breska tónlistarblaðið
Q fjallar um nýjustu
plötu íslensku hljóm-
sveitarinnar Amiinu í
apríltölublaði sínu.
Platan, Puzzle, sem
kom út á síðasta ári,
fær þrjár stjörnur af
fimm mögulegum
og nokkuð jákvæða
umsögn. Segir
blaðið að þrátt
fyrir að María
Huld Markan
og félagar hafi
bætt tveimur karlkynsmeðlimum
við bandið sé útkoman samt
enn það sem búast megi við af
strengjasveit Sigur Rósar.
Fleiri Íslendingar koma við sögu í
gagnrýni Q þennan mánuðinn.
Fyrsta plata The Vaccines, sem
Árni Hjörvar Árnason spilar
á bassa í, fær fjórar stjörnur
og glimrandi meðmæli. Segir
blaðið að sveitin standi fylli-
lega undir öllu „hæpinu“
sem byggt hefur verið upp
að undanförnu.
- fb, hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI