Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 20
28. FEBRÚAR 2011 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● bílar Sparneytnir fólksbílar þykja eftirsóknarverðir í dag og hjá Suzuki fást þeir í nokkrum gerðum. Sparneytni hefur löngum verið eitt af aðalsmerkjum Suzuki-bíla sem þykir aðlaðandi kostur nú þegar bensínverð nær sífellt nýjum hæðum. Þorbergur Guðmundsson, sölustjóri Suzuki bíla, segir söluna heldur rólega en að hún sé þó tals- vert að aukast. „Fólk á bílana sína lengur nú en áður og hugsar sig betur um sem er eðlilegt í svona árferði.“ Fólksbílaflota Suzuki tilheyra nokkrar gerðir. Suzuki Alto er fjög- urra manna nettur og sparneytinn bíll. „Þetta er tilvalinn borgarbíll sem mengar lítið. Hann er jafn- framt okkar ódýrasti kostur og kostar beinskiptur 1.790.000 krón- ur. Suzuki Splash er í áþekkum stærðarflokki og kostar 2.250.000 krónur en auk þess höfum við allt- af selt mikið af Suzuki Swift sem er nettur og fæst ýmist fram- eða fjórhjóladrifinn. Hann kostar 2.380.000 krónur.“ Þorbergur segir von á nýjum Suzuki Swift innan tíðar. „Hann verður örlítið lengri og búinn enn þá sparneytnari vél.“ Suzuki SX4 flokkast sem milli- stærðar fólksbíll og getur ýmist verið fram- eða sídrifinn. Það er auk þess ívið hærra undir hann en flesta fólksbíla. Nýjasti bíllinn er síðan Susuki Kizashi. „Þetta er einn með öllu ef svo má segja og tilheyr- ir stærri fólksbílaflokknum. Þarna erum við að tala um bíl sem kost- ar nálægt sex milljónum króna og er eftirspurn eftir bílum á því verði minni nú en áður.“ Þorbergur segir alltaf mikla eftir spurn eftir jeppum enda séu þeir nauðsynlegir á Íslandi ekki síst á landsbyggðinni. „Suz uki Jimny er duglegur og sterkur tvennra dyra jeppi sem við seljum alltaf eitt- hvað af en auk þess hefur Grand Vitara notið mikilla vinsælda. Hann er væntanlegur með stærri vél með vorinu. Þetta er afskap- lega vel búinn bíll með bæði háu og lágu drifi, sem á ekki endilega við um alla millistærðarjeppa.“ Ekki sakar að geta þess að Suzuki Swift og Suzuki Grand Vitara hafa verið mest seldu bílarnir á Íslandi í sínum flokki síðustu 48 mánuðina. Fólk hugsar sig betur um Þrátt fyrir almenna efnahagsniðursveiflu í heiminum hefur Kia átt mikilli velgengni að fagna í Evrópu á undanförnum mánuðum. Þessi velgengni byggist fyrst og fremst á gæðaframleiðslu og flottri hönnun. Þá spilar einnig inn í fram- úrskarandi öryggi og hversu um- hverfisvænir Kia bílarnir eru. Síð- ast en ekki síst býður Kia lengsta ábyrgð allra bílaframleiðenda í heiminum í dag eða 7 ára ábyrgð. Allir þessir þættir hafa gert það að verkum að Kia hefur slegið í gegn hjá evrópskum bílakaupendum og annar bílaframleiðandinn vart eft- irspurn. SJÖ ÁRA ÁBYRGÐ KIA „Kia er sá bílaframleiðandi sem býr við hvað hraðastan vöxt í heiminum í dag. Sala á Kia bif- reiðum hérlendis hefur farið fram úr björt- ustu vonum og sjö ára ábyrgðin hefur vissulega haft afar jákvæð áhrif á söluna. Kia er eini bílaframleið- andinn sem býður svona langa ábyrgð, en hún nær til allra nýrra Kia bíla,“ segir Jón Trausti Ólafs- son, framkvæmdastjóri Öskju, en fyrirtækið er umboðsaðili Kia á Íslandi. VIÐBURÐARÍKIR TÍMAR HJÁ KIA Jón Trausti bendir á að viðburða- ríkir tímar séu nú hjá Kia en þrír nýir og spennandi bílar eru vænt- anlegir á árinu, Picanto, Rio og Optima. „Þeir bætast við öflug- an bílaflota Kia en fyrir eru Sor- ento, Sportage og cee‘d sem allir hafa slegið í gegn vítt og breytt um heiminn. Kia hefur einnig fram- leitt nýjan Optima hybrid-bíl sem verður frumsýndur á bílasýning- unni í Genf sem nú er að hefjast. „Umhverfisvernd skipar háan sess hjá Kia og nýi Optima bíllinn und- irstrikar það,“ segir Jón Trausti. NÝTT OG GLÆSILEGT ÚTLIT KIA BÍLA Nýtt og glæsi- legt útlit Kia bílanna hefur v a k i ð m i k l a eftirtekt og Jón Trausti segir að það hafi auðvitað mikil áhrif á gott gengi bílanna. „Yfirhönnuður Kia er Þjóðverjinn Peter Schreyer en hann hefur skapað útlit Kia bílanna og hefur tekist mjög vel til. Schreyer var áður hönnuður hjá VW-samsteypunni og hannaði meðal annars nýju Bjölluna. Hand- bragð Schreyers leynir sér ekki á nýju bílunum Picanto, Rio og Op- tima. Hið sama má segja um Sor- ento, Sportage og cee‘d sem þykja mjög fallega hannaðir. Þarna blandast saman fáguð en jafn- framt djörf hönnun og útkoman er mjög flott,“ segir Jón Trausti. HÁAR EINKUNNIR FYRIR ÖRYGGI Kia bílarnir hafa fengið mjög háar einkunnir í árekstraprófun hinnar virtu evrópsku öryggisstofnunar, EuroNCAP. Nú síðast fékk Sport- age sportjeppinn fimm stjörnur hjá EuroNCP, eða hæstu einkunn, og var metinn öruggasti bíllinn í sínum flokki. „Niðurstöður nýjustu prófana EuroNCAP leiða í ljós þá sterku við- leitni Kia að tryggja að bílar, sem fyrirtækið framleiðir, séu fram- úrskarandi öruggir. Hönnuðir Kia leggja sig fram við að hanna bíla sem auðvelda ökumanni að forð- ast hætturnar í umferðinni. Það gera þeir með því að skapa gott út- sýni úr bílnum og með því að útbúa bílana með aflmiklu hemlakerfi og miklu veggripi í akstri,“ segir Jón Trausti. Kia stefnir í fremstu röð „Kia er sá bílaframleiðandi sem býr við hvað hraðastan vöxt í heiminum í dag,” segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. Þorbergur segir von á Grand Vitara með stærri vél og lengri og sparneytnari Suzuki Swift. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.