Fréttablaðið - 28.02.2011, Síða 20
28. FEBRÚAR 2011 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● bílar
Sparneytnir fólksbílar þykja
eftirsóknarverðir í dag og hjá
Suzuki fást þeir í nokkrum
gerðum.
Sparneytni hefur löngum verið eitt
af aðalsmerkjum Suzuki-bíla sem
þykir aðlaðandi kostur nú þegar
bensínverð nær sífellt nýjum
hæðum. Þorbergur Guðmundsson,
sölustjóri Suzuki bíla, segir söluna
heldur rólega en að hún sé þó tals-
vert að aukast. „Fólk á bílana sína
lengur nú en áður og hugsar sig
betur um sem er eðlilegt í svona
árferði.“
Fólksbílaflota Suzuki tilheyra
nokkrar gerðir. Suzuki Alto er fjög-
urra manna nettur og sparneytinn
bíll. „Þetta er tilvalinn borgarbíll
sem mengar lítið. Hann er jafn-
framt okkar ódýrasti kostur og
kostar beinskiptur 1.790.000 krón-
ur. Suzuki Splash er í áþekkum
stærðarflokki og kostar 2.250.000
krónur en auk þess höfum við allt-
af selt mikið af Suzuki Swift sem
er nettur og fæst ýmist fram- eða
fjórhjóladrifinn. Hann kostar
2.380.000 krónur.“ Þorbergur segir
von á nýjum Suzuki Swift innan
tíðar. „Hann verður örlítið lengri
og búinn enn þá sparneytnari vél.“
Suzuki SX4 flokkast sem milli-
stærðar fólksbíll og getur ýmist
verið fram- eða sídrifinn. Það er
auk þess ívið hærra undir hann en
flesta fólksbíla. Nýjasti bíllinn er
síðan Susuki Kizashi. „Þetta er einn
með öllu ef svo má segja og tilheyr-
ir stærri fólksbílaflokknum. Þarna
erum við að tala um bíl sem kost-
ar nálægt sex milljónum króna og
er eftirspurn eftir bílum á því verði
minni nú en áður.“
Þorbergur segir alltaf mikla
eftir spurn eftir jeppum enda séu
þeir nauðsynlegir á Íslandi ekki síst
á landsbyggðinni. „Suz uki Jimny er
duglegur og sterkur tvennra dyra
jeppi sem við seljum alltaf eitt-
hvað af en auk þess hefur Grand
Vitara notið mikilla vinsælda.
Hann er væntanlegur með stærri
vél með vorinu. Þetta er afskap-
lega vel búinn bíll með bæði háu og
lágu drifi, sem á ekki endilega við
um alla millistærðarjeppa.“ Ekki
sakar að geta þess að Suzuki Swift
og Suzuki Grand Vitara hafa verið
mest seldu bílarnir á Íslandi í sínum
flokki síðustu 48 mánuðina.
Fólk hugsar sig betur um
Þrátt fyrir almenna
efnahagsniðursveiflu í
heiminum hefur Kia átt mikilli
velgengni að fagna í Evrópu á
undanförnum mánuðum.
Þessi velgengni byggist fyrst og
fremst á gæðaframleiðslu og flottri
hönnun. Þá spilar einnig inn í fram-
úrskarandi öryggi og hversu um-
hverfisvænir Kia bílarnir eru. Síð-
ast en ekki síst býður Kia lengsta
ábyrgð allra bílaframleiðenda í
heiminum í dag eða 7 ára ábyrgð.
Allir þessir þættir hafa gert það að
verkum að Kia hefur slegið í gegn
hjá evrópskum bílakaupendum og
annar bílaframleiðandinn vart eft-
irspurn.
SJÖ ÁRA ÁBYRGÐ KIA
„Kia er sá bílaframleiðandi sem
býr við hvað hraðastan vöxt í
heiminum í dag. Sala á Kia bif-
reiðum hérlendis
hefur farið fram
úr björt-
ustu
vonum og sjö ára ábyrgðin hefur
vissulega haft afar jákvæð áhrif
á söluna. Kia er eini bílaframleið-
andinn sem býður svona langa
ábyrgð, en hún nær til allra nýrra
Kia bíla,“ segir Jón Trausti Ólafs-
son, framkvæmdastjóri Öskju, en
fyrirtækið er umboðsaðili Kia á
Íslandi.
VIÐBURÐARÍKIR TÍMAR HJÁ KIA
Jón Trausti bendir á að viðburða-
ríkir tímar séu nú hjá Kia en þrír
nýir og spennandi bílar eru vænt-
anlegir á árinu, Picanto, Rio og
Optima. „Þeir bætast við öflug-
an bílaflota Kia en fyrir eru Sor-
ento, Sportage og cee‘d sem allir
hafa slegið í gegn vítt og breytt um
heiminn. Kia hefur einnig fram-
leitt nýjan Optima hybrid-bíl sem
verður frumsýndur á bílasýning-
unni í Genf sem nú er að hefjast.
„Umhverfisvernd skipar háan sess
hjá Kia og nýi Optima bíllinn und-
irstrikar það,“ segir Jón
Trausti.
NÝTT OG
GLÆSILEGT ÚTLIT
KIA BÍLA
Nýtt og glæsi-
legt útlit Kia
bílanna hefur
v a k i ð m i k l a
eftirtekt og Jón
Trausti segir að það hafi
auðvitað mikil áhrif á gott
gengi bílanna. „Yfirhönnuður Kia
er Þjóðverjinn Peter Schreyer
en hann hefur skapað útlit Kia
bílanna og hefur tekist mjög vel
til. Schreyer var áður hönnuður
hjá VW-samsteypunni og hannaði
meðal annars nýju Bjölluna. Hand-
bragð Schreyers leynir sér ekki á
nýju bílunum Picanto, Rio og Op-
tima. Hið sama má segja um Sor-
ento, Sportage og cee‘d sem þykja
mjög fallega hannaðir. Þarna
blandast saman fáguð en jafn-
framt djörf hönnun og útkoman er
mjög flott,“ segir Jón Trausti.
HÁAR EINKUNNIR FYRIR ÖRYGGI
Kia bílarnir hafa fengið mjög háar
einkunnir í árekstraprófun hinnar
virtu evrópsku öryggisstofnunar,
EuroNCAP. Nú síðast fékk Sport-
age sportjeppinn fimm stjörnur
hjá EuroNCP, eða hæstu einkunn,
og var metinn öruggasti bíllinn í
sínum flokki.
„Niðurstöður nýjustu prófana
EuroNCAP leiða í ljós þá sterku við-
leitni Kia að tryggja að bílar, sem
fyrirtækið framleiðir, séu fram-
úrskarandi öruggir. Hönnuðir Kia
leggja sig fram við að hanna bíla
sem auðvelda ökumanni að forð-
ast hætturnar í umferðinni. Það
gera þeir með því að skapa gott út-
sýni úr bílnum og með því að útbúa
bílana með aflmiklu hemlakerfi og
miklu veggripi í akstri,“ segir Jón
Trausti.
Kia stefnir í fremstu röð
„Kia er sá bílaframleiðandi sem býr við hvað hraðastan vöxt í heiminum í dag,” segir
Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju.
Þorbergur segir von á Grand Vitara með stærri vél og lengri og sparneytnari Suzuki Swift. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM