Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 28. febrúar 2011 3 Vegalengd milli sorpíláta og sorp- bíla í Reykjavík má ekki vera lengri en 15 metrar frá og með 1. apríl næstkomandi. Mælingar standa nú yfir og þar sem fjar- lægðin reynist of löng fá íbúar sent bréf þar sem úrræði eru kynnt. Hægt er að kaupa þá viðbótar- þjónustu að tunnurnar verði sótt- ar sé lengra en 15 metrar í þær og þarf að panta hana sérstaklega hjá borginni. Íbúar geta einnig dreg- ið tunnurnar nær götunni þá daga sem sorpið er hirt og gengið frá þeim aftur. Sett hefur verið upp hirðudagatal á vef Reykjavíkur- borgar þar sem íbúar geta séð hve- nær sorpbíllinn verður á ferðinni. Þriðja úrræðið er að færa tunnurn- ar varanlega nær götunni og útbúa kringum þær sorpgerði. Sorpgerði getur verið hvar sem er á lóð. Það má þó ekki valda öðrum truflun, til dæmis má ekki stað- setja það undir glugga hjá öðrum íbúum. Í einstaka tilfellum gæti þurft að leita álits hjá byggingafulltrúa, ef framkvæmdirnar eru stórvægilegar, sam- kvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Fréttablaðið fór á stúf- ana og myndaði mismun- andi frágang á sorptunnum sem gefið gætu hugmyndir að lausnum þar sem nú er mánuður til stefnu. heida@frettabladid.is Ekki lengra en 15 metrar Hinn 1. apríl næstkomandi ganga í gegn breytingar á sorphirðu í Reykjavík. Þær sorptunnur sem þarf að sækja lengra en 15 metra verða ekki sóttar nema gegn viðbótargjaldi. Unnið er að mælingum þessa dagana á vegalengd frá sorpbíl að sorptunnum. Þar sem lengra en 15 metrar eru á milli munu íbúar fá sent bréf þar sem úrræði eru kynnt. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Einfalt gerði eða skjólveggur kemur í veg fyrir að tunnan fjúki til og er tiltölulega einfalt í framkvæmd. Hlaðið sorpgerði með lokaðri hurð er snyrtileg lausn. Íbúar geta fylgst með á vef Reykjavíkur- borgar hvenær sorp er hirt í götunni, fært tunnurnar sjálfir að götunni og gengið frá þeim aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.