Fréttablaðið - 28.02.2011, Page 39

Fréttablaðið - 28.02.2011, Page 39
MÁNUDAGUR 28. febrúar 2011 3 Vegalengd milli sorpíláta og sorp- bíla í Reykjavík má ekki vera lengri en 15 metrar frá og með 1. apríl næstkomandi. Mælingar standa nú yfir og þar sem fjar- lægðin reynist of löng fá íbúar sent bréf þar sem úrræði eru kynnt. Hægt er að kaupa þá viðbótar- þjónustu að tunnurnar verði sótt- ar sé lengra en 15 metrar í þær og þarf að panta hana sérstaklega hjá borginni. Íbúar geta einnig dreg- ið tunnurnar nær götunni þá daga sem sorpið er hirt og gengið frá þeim aftur. Sett hefur verið upp hirðudagatal á vef Reykjavíkur- borgar þar sem íbúar geta séð hve- nær sorpbíllinn verður á ferðinni. Þriðja úrræðið er að færa tunnurn- ar varanlega nær götunni og útbúa kringum þær sorpgerði. Sorpgerði getur verið hvar sem er á lóð. Það má þó ekki valda öðrum truflun, til dæmis má ekki stað- setja það undir glugga hjá öðrum íbúum. Í einstaka tilfellum gæti þurft að leita álits hjá byggingafulltrúa, ef framkvæmdirnar eru stórvægilegar, sam- kvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Fréttablaðið fór á stúf- ana og myndaði mismun- andi frágang á sorptunnum sem gefið gætu hugmyndir að lausnum þar sem nú er mánuður til stefnu. heida@frettabladid.is Ekki lengra en 15 metrar Hinn 1. apríl næstkomandi ganga í gegn breytingar á sorphirðu í Reykjavík. Þær sorptunnur sem þarf að sækja lengra en 15 metra verða ekki sóttar nema gegn viðbótargjaldi. Unnið er að mælingum þessa dagana á vegalengd frá sorpbíl að sorptunnum. Þar sem lengra en 15 metrar eru á milli munu íbúar fá sent bréf þar sem úrræði eru kynnt. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Einfalt gerði eða skjólveggur kemur í veg fyrir að tunnan fjúki til og er tiltölulega einfalt í framkvæmd. Hlaðið sorpgerði með lokaðri hurð er snyrtileg lausn. Íbúar geta fylgst með á vef Reykjavíkur- borgar hvenær sorp er hirt í götunni, fært tunnurnar sjálfir að götunni og gengið frá þeim aftur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.