Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 50
28. febrúar 2011 MÁNUDAGUR26 Eimskipsbikar kvenna: Fram-Valur 25-22 (13-9) Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 7/1 (15/2), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 5 (5), Karen Knútsdóttir 4/1 (8/1), Pavla Nevrilova 3 (3), Birna Berg Haraldsdóttir 2 (2), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (7), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (2). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 20 (42/7) 48%. Hraðaupphlaup: 1 (Karen). Fiskuð víti: 3 (Karen, Pavla, Birna). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Vals (skot): Annett Köbli 8/7 (11/7), Anna Úrsula Guðmundsdóttir 3 (5), Kristín Guðmunds- dóttir 3 (9), Karólína B. Gunnarsdóttir 2 (4), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 2 (4), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (2), Rebekka Rut Skúladóttir 1 (1), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (4). Varin skot: Sunneva Einarsdóttir 9/1 (31/3) 29%, Guðný Jenný Ásmundsdóttir 3 (16) 19%. Hraðaupphlaup: 3 (Karólína, Kristín, Hildi- gunnur). Fiskuð víti: 7 (Anna 2, Íris 2, Hrafnhildur, Rebekka, Kristín) Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, mjög góðir. ÚRSLIT Enska úrvalsdeildin: WEST HAM - LIVERPOOL 3-1 1-0 Scott Parker (22.), 2-0 Demba Ba (44.), 2-1 Glen Johnson (83.), 3-1 Carlton Cole (90.+1). MAN. CITY - FULHAM 1-1 1-0 Mario Balotelli (26.), 1-1 Damien Duff (48.) ASTON VILLA - BLACKBURN 4-1 1-0 Ashley Young (48.), 3-0 Stewart Downing (63.), 3-1 Nikola Kalinic (80.), 4-1 Ashley Young (81.). EVERTON - SUNDERLAND 2-0 1-0 Jermaine Beckford (7.), 2-0 Jermaine Beck- ford (38.). NEWCASTLE - BOLTON WANDERERS 1-1 1-0 Kevin Nolan (12.), 1-1 Daniel Sturridge (37.). WIGAN - MANCHESTER UNITED 0-4 0-1 Javier Hernandez (16.), 0-2 Javier Hernandez (73.), 0-3 Wayne Rooney (83.), 0-4 Fabio (86.). WOLVES - BLACKPOOL 4-0 1-0 Matt Jarvis (1.), 2-0 Jamie O’Hara (53.), 3-0 Sylvan Ebanks-Blake (77.), 4-0 Sylvan Ebanks- Blake (89.) STAÐAN: Man. United 27 17 9 1 61-25 60 Arsenal 27 17 5 5 57-27 56 Man. City 28 14 8 6 44-25 50 Tottenham 27 13 8 6 38-31 47 Chelsea 26 13 6 7 46-22 45 Liverpool 28 11 6 11 36-35 39 Bolton 28 9 10 9 39-38 37 Sunderland 28 9 10 9 33-35 37 Newcastle 28 9 9 10 43-39 36 Everton 27 7 12 8 35-36 33 Stoke City 27 10 3 14 31-34 33 Aston Villa 28 8 9 11 35-47 33 Fulham 28 6 14 8 29-29 32 Blackburn 28 9 5 14 35-46 32 Blackpool 28 9 5 14 42-55 32 Birmingham 26 6 12 8 25-35 30 Wolves 28 8 4 16 31-46 28 WBA 27 7 7 13 35-52 28 West Ham 28 6 10 12 33-49 28 Wigan 28 5 12 11 27-49 27 ÚRSLIT FÓTBOLTI Mexíkóinn Javier Hernan- dez heldur áfram að gera það gott hjá Man. Utd en hann skoraði tvö marka liðsins um helgina er það lagði Wigan af velli, 0-4. Wigan ákvað að legga nýtt gras á völlinn fyrir leikinn og það kunnu leikmenn Man. Utd vel að meta og þeir þökkuðu fyrir með fjórum mörkum. Leikurinn var þó ekki án umdeildra atvika en Wayne Rooney virtist gefa einum leik- manni Wigan olnbogaskot í leikn- um og Roberto Martinez, stjóri Wigan, vildi sjá rautt spjald á Rooney. „Ég sá þetta atvik vel og dóm- arinn líka því hann dæmdi auka- spyrnu. Fyrst hann dæmdi auka- spyrnu þá var alveg kristaltært að hann þurfti að gefa rautt spjald í leiðinni. Það sést líka vel í sjón- varpinu að Rooney gefur mínum manni olnbogaskot í andlitið. Ef þetta hefði gerst fyrir minn mann þá hefði ég talið mig heppinn að halda ellefu leikmönnum inn á vellinum,“ sagði Martinez svekkt- ur en Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var á öndverðum meiði. „Ég er búinn að sjá þetta og það er ekkert að þessu. Það er samt búið að opna málið og fjölmiðlar munu reka áróður í málinu þar sem þetta er Wayne Rooney. Þeir munu reyna að hengja hann eða taka hann af lífi í rafmagnsstóln- um,“ sagði Ferguson afar hvass. „Það er ótrúlegt að fylgjast með meðferðinni sem hann fær. Fylg- ist með fjölmiðlum. Það verður áhugavert að fylgjast með þessu.“ Ef Rooney hefði fengið rauða spjaldið þá hefði hann misst af leiknum gegn Chelsea á morgun og leiknum gegn Liverpool næsta sunnudag. „Þrátt fyrir allt er ég ánægður með úrslitin því þetta er erfiður útivöllur,“ sagði Ferguson kurteis- lega en United hefur unnið alla 13 leiki sína gegn Wigan. - hbg Manchester United aftur komið með fjögurra stiga forskot eftir öruggan sigur á Wigan á útivelli: Wayne Rooney þótti sleppa vel gegn Wigan SAKLEYSIÐ UPPMÁLAÐ Rooney labbar hér til Clattenburg á meðan leikmaður Wigan kveinkar sér eftir olnbogaskotið. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Miðjumaðurinn Sigur- björg Jóhannsdóttir átti hreint út sagt magnaða innkomu í úrslita- leikinn gegn Val. Skoraði fimm mörk úr fimm skotum. „Mér fannst við vera með þetta allan tímann og það var þvílík yfirvegun í okkar leik og það skein úr hverju andliti einbeiting og ákveðni. Það var engin hræðsla og ekkert hik,“ segir Sigurbjörg bros- mild en hún var einnig ánægð með þá frábæru vörn sem Fram spilaði í leiknum. „Vörnin skipti sköpum strax í byrjun. Við vissum að ef við ætl- uðum okkur að vinna leikinn þá yrðum við að finna drápseðlið í okkur og það kom algjörlega,“ segir Sigurbjörg og fyrir aftan vörnina var Íris Björk í hreint frá- bæru formi. „Ég get varla byrjað að lýsa því hversu frábær hún var. Það er sér- stakt að eiga svona góðan mark- vörð fyrir aftan,“ segir Sigur- björg sem vildi lítið gera úr eigin frammistöðu. „Ég er mjög sátt og gott að geta bætt við spilið hjá okkur. Við ætlum okkur meira í vetur og þessi sigur gefur okkur kraft til þess að klára næsta bikar líka.“ - hbg Sigurbjörg Jóhannsdóttir átti frábæran leik gegn Val: Vissum að við yrðum að finna drápseðlið HANDBOLTI Fram varð um helgina bikarmeistari kvenna eftir hreint út sagt stórskemmtilegan og vel spilaðan handboltaleik tveggja bestu liða landsins. Framstúlkur voru skrefinu á undan allan leik- inn og þó svo forskotið hafi ekki alltaf verið stórt virtist sigurinn aldrei vera í hættu. Fram-stúlkur gáfu nefnilega engin færi á sér, leikur þeirra brotnaði ekki undir pressu og með viljann og ákveðnina að vopni gengu þær frá leiknum á afar snyrtilegan og sannfærandi hátt. Það sem lagði grunninn að þessum góða sigri var þó fyrst og fremst frábær varnarleikur og mögnuð markvarsla Írisar Bjark- ar sem varði vel allan leikinn og oftar en ekki þegar mest á reyndi. Valsstúlkur áttu lengstum engin svör við stórkostlegum varnarleik Framstúlkna og það segir sína sögu að Valur skoraði aðeins þrjú mörk úr uppstilltum leik í síðari hálfleik. Önnur mörk komu af víta- línunni eða úr hraðaupphlaupum. Enginn leikmaður Vals náði sér almennilega á strik í sókninni og Valsstúlkur fundu aldrei almenni- leg svör í sóknarleiknum. Varnar- leikur liðsins var oft með miklum ágætum en stór munur lá í mark- vörslunni því markverðir Vals vörðu sama og ekkert á meðan Íris var í stuði allan leikinn. Sunneva kom þó sterk upp undir lokin en það var of lítið og of seint. Sóknarleikur Fram gekk oft vel og Stella Sigurðardóttir fór mik- inn. Sigurbjörg átti einnig magn- aða innk–omu, Karen skoraði góð mörk og stýrði sóknarleiknum af röggsemi sem fyrr og svo var áhugavert að sjá innkomu hinnar ungu Birnu Berg Haraldsdóttur en þar er upprennandi stórskytta á ferðinni. „Mér fannst við vera betri. Við vorum skrefi á undan nánast allan leikinn en við vorum samt alltaf á tánum þvi við vitum að Valur er oftast betri í seinni hálfleik. Við ætluðum því að vera brjálaðar allan leikinn og mér fannst það ganga vel því við misstum aldrei yfirhöndina,“ segir Karen Knúts- dóttir og hún brosti allan hring- inn eins og liðsfélagar hennar eftir leik. „Við ákváðum að spila 5/1 vörn á þær. Koma framar og klukka þær svo þær gætu ekki skotið okkur í kaf. Það virkaði og Íris er síðan frábær markvörður sem alltaf er hægt að treysta á. Við höfðum bilaða trú á að við gætum unnið og ekki leiðinlegra að vinna Val aftur. Nú er stefnan bara að vinna Íslandsmeistaratitilinn líka.“ Stefán Arnarson, þjálfari Vals, viðurkenndi eftir leik að hans lið hefði tapað á sanngjarnan hátt. „Við töpum á öllum sviðum – mark- vörslu, vörn og sóknarleik. Þær voru bara miklu betri en við að þessu sinni,“ sagði Stefán heiðar- legur. „Það sem er sorglegt við þetta er að við vorum búin að búa okkur undir þessa vörn þeirra og hún kom því ekki á óvart. Þær gerðu þetta aftur á móti mun betur á meðan við virtumst ekki vera klár- ar í slaginn.“ henry@frettabladid.is Sannfærandi sigur Framstúlkna Leikur Fram og Vals í úrslitum Eimskipsbikars kvenna var frábær skemmtun frá góðum liðum. Framstúlk- ur spiluðu hreint út sagt frábæran varnarleik og fyrir aftan vörnina var Íris Björk í fantaformi. Valsstúlkur áttu engin svör við góðum leik Framara sem gáfu aldrei færi á sér og unnu sanngjarnan sigur. GRÁTIÐ AF GLEÐI Guðríður Guðjóns- dóttir, aðstoðarþjálfari Fram, grét af gleði eftir leik en hún var að vinna sinn fjórtánda bikartitil. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÁTAR Karen Knútsdóttir, Stella Sigurðardóttir og Hildur Þorgeirsdóttir fögnuðu titlinum innilega. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SIGURDANSINN Einar Jónsson, þjálfari Fram, leiddi sigurdansinn eftir leik og þótti sýna frábær tilþrif á fjölum Laugardalshallarinn- ar. Einar setti síðan á sig bindi eftir leikinn rétt eins og í fyrra er Fram vann bikarinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Lærisveinar Kenny Dalglish hjá Liverpool riðu ekki feitum hestu frá viðureign sinni gegn botnliði West Ham í gær. Hamrarnir unnu sannfærandi og öruggan 3-1 sigur og lyftu sér um leið úr botnsæti deildarinnar. Scott Parker var frábær í liði West Ham en það stóð lengi vel til að hvíla hann vegna meiðsla. „Scott er sérstakur maður. Andinn sem hann sýndi var ein- stakur. Þrem tímum fyrir leik vorum við búnir að afskrifa hann því hann gat varla labbað. Læknateymið stóð sig frábærlega við að koma honum í stand,“ sagði Avram Grant, stjóri West Ham. - hbg Áfall fyrir Liverpool: Tapaði fyrir botnliðinu BÚIÐ SPIL Carlton Cole skorar hér lokamark leiksins. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.