Fréttablaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 4
28. febrúar 2011 MÁNUDAGUR4
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
215,9696
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
115,92 116,48
186,37 187,27
159,78 160,68
21,43 21,556
20,601 20,723
18,104 18,21
1,4129 1,4211
181,81 160,68
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
KÖNNUN Meirihluti stuðningsmanna allra
flokka annarra en Framsóknarflokksins telja
að krónan geti ekki verið framtíðargjaldmið-
ill Íslands, samkvæmt niðurstöðum skoðana-
könnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2.
Alls sögðu 59,5 prósent þeirra sem afstöðu
tóku í könnuninni að krónan geti ekki verið
framtíðargjaldmiðill Íslands, en 40,5 prósent
töldu krónuna brúklega áfram. Þetta er svipað
hlutfall og í sambærilegri könnun í apríl 2009.
Um 66 prósent þeirra sem sögðust styðja
Framsóknarflokkinn hafa trú á krónunni sem
framtíðargjaldmiðli. Það er viðsnúningur því
38 prósent stuðningsmanna flokksins voru
þeirrar skoðunar í apríl 2009.
Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks hafa
sveiflast í hina áttina. Um 48 prósent telja
krónuna geta verið framtíðargjaldmiðil. Um
58 prósent voru þeirrar skoðunar fyrir tveim-
ur árum.
Aðeins 21,5 prósent stuðningsmanna Sam-
fylkingarinnar hafa trú á krónunni sem fram-
tíðargjaldmiðli samkvæmt niðurstöðum könn-
unarinnar. Um 48 prósent stuðningsmanna VG
eru sömu skoðunar.
Ekki reyndist marktækt að reikna afstöðu
stuðningsmanna Hreyfingarinnar.
Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 23.
febrúar og fimmtudaginn 24. febrúar. Þátttak-
endur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóð-
skrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og
hlutfallslega eftir búsetu og aldri. - bj
Meirihluti landsmanna telur víst að íslenska krónan geti ekki verið framtíðargjaldmiðill samkvæmt könnun:
Aðeins framsóknarmenn treysta krónunni
Afstaða til krónunnar
70
60
50
40
30
20
10
0%
Já Nei
Já Nei
Allir
K
ön
nu
n
19
. a
pr
íl
20
09
0% 20 40 60 80 100
Könnun 19. apríl 2009
Vilt þú að krónan verði framtíðargjald-
miðill á Íslandi?
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
13°
5°
6°
5°
7°
2°
0°
0°
20°
5°
12°
13°
28°
-1°
8°
12°
-3°
Á MORGUN
8-15 m/s.
MIÐVIKUDAGUR
Stífur vindur í fyrstu.
4
2
4
5
2
2
3
2
6
4
-1
13
13
9
10
9
10
9
10
9
15
13
-1
1
2
2
1 3
2
01
2
ÉLJAGANGUR
Það verður heldur
hvöss suðvestanátt
á landinu í dag og
á morgun með
kólnandi veðri.
Skúrir eða slydduél
í fyrstu sunnan
og vestan til en
síðan má búast við
éljagangi er líður
á daginn. Norð-
austantil verður
úrkomulítið. Svipað
veður á morgun.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
ÍRLAND, AP „Þetta var lýðræðis-
leg bylting í kjörklefunum,“ segir
Enda Kenny, leiðtogi Fine Gael,
sem þykir harla öruggur með að
verða næsti forsætisráðherra
Írlands.
Flokkur hans hafði hlotið 68
þingsæti þegar búið var að úthluta
149 þingsætum af 166 á írska
þinginu, en fyrrverandi stjórnar-
flokkur, Fianna Fáil, fékk heldur
betur að finna fyrir reiði kjósenda
og var ekki kominn með nema 17
þingsæti.
Skellurinn er mikill, því Fianna
Fáil var með 71 þingsæti á síðasta
kjörtímabili.
Ljóst þótti að Fine Gael fengi
ekki hreinan meirihluta og mun
væntanlega mynda stjórn með
Verkamannaflokknum, sem var
kominn með 35 þingsæti. Þess-
ir tveir flokkar hafa oft starfað
saman í stjórn áður. Eamon Gil-
more, leiðtogi Verkamannaflokks-
ins, virtist til í slaginn, enda flokk-
ur hans orðinn næststærstur á
þingi.
Þó er talið koma til greina að
Kenny myndi minnihlutastjórn ef
Fine Gael nær nærri 80 þingsæt-
um, en 84 þingsæti þarf til að hafa
meirihluta.
Kenny sagði verkefni sitt verða
að reisa efnahagslíf landsins úr
rústum hrunsins: „Við stöndum
frammi fyrir grundvallarbreyt-
ingu á því hvernig við lítum á
okkur sjálf, efnahagslífið og sam-
félagið.“
Hann lofaði því að innan fimm
ára verði Írland orðið „besta land
í heimi“, bæði fyrir fyrirtæki og
fjölskyldur.
Til skamms tíma naut Kenny
ekki mikilla vinsælda, ekki einu
sinni meðal eigin flokksmanna
sem reyndu að fella hann úr leið-
togasætinu síðasta sumar. Hann
hefur verið á þingi síðan 1975, og
var þá kosinn í stað föður síns sem
lést skyndilega.
Tveir helstu stjórnmálaflokk-
arnir á Írlandi, Fine Gael og
Fianna Fáil, voru báðir stofnað-
ir upp úr andstæðum fylkingum
borgarastríðsins, sem geisaði á
Írlandi 1922-23.
Málefnalegur munur þeirra er
hins vegar lítill nú orðið. Báðir eru
þeir hægri-miðjuflokkar, en Fine
Gael þykir heldur lengra til hægri.
Fianna Fáil geldur þess að hafa
verið við stjórnvölinn, bæði þegar
eignabólan sprakk árið 2007 og
alveg þangað til nú í vetur þegar
skuldaholskeflan skall á ríkissjóði
og þar með á almenningi.
gudsteinn@frettabladid.is
ENDA KENNY Líklegt þykir að Enda Kenny, leiðtogi Fine Gael, myndi samsteypustjórn með Verkamannaflokknum. NORDICPHOTOS/AFP
Enda Kenny sparar
ekki stóru loforðin
Fine Gael tekur við stjórninni af Fienna Fáil á Írlandi í kjölfar þingkosninga á
laugardag. Enda Kenny, leiðtogi Fine Gael, boðar grundvallarbreytingu á írsku
samfélagi. Hans bíður það erfiða verkefni að reisa efnahagslífið úr rústum.
FRAMKVÆMDIR Orkuráð hefur veitt
fimm styrki að upphæð fimm
milljónir hver til jarðhitaleitar á
köldum svæðum. Megintilgang-
ur styrkjanna er að stuðla að enn
frekari nýtingu jarðvarma til
húshitunar með það að markmiði
að bæta búsetuskilyrði.
Búast má við að leit hefjist með
vorinu. - bþs
Fimm fá fimm milljóna styrki:
25 milljónir til
jarðhitaleitar
■ Arnór Heiðar Ragnarsson, til
framhaldsleitar í landi Hofsstaða
í Reykhólahreppi.
■ Hörgársveit, til leitar í Hörgárdal
og Öxnadal.
■ Jón Svavar Þórðarson, til fram-
haldsleitar í landi Ölkeldu í
Staðarsveit.
■ Orkuveita Staðarsveitar, til fram-
haldsleitar á Lýsuhóli.
■ Steinþór Tryggvason, til loka-
áfanga jarðhitaleitar í landi
Kýrholts í Viðvíkursveit í
Skagafirði.
Styrkþegarnir
EGYPTALAND, AP Amr Moussa,
egypskur stjórnarerindreki
sem hefur verið leiðtogi Araba-
bandalagsins í
áratug, hefur
tilkynnt fram-
boð sitt til for-
setakosninga
í Egyptalandi,
sem stefnt er að
síðar á árinu.
Herinn tók
við stjórn
landsins eftir
að Hosni Mub-
arak hraktist frá völdum nýver-
ið vegna mótmæla almennings.
Herinn hefur lofað að breyta
stjórnskipan landsins og efna til
lýðræðislegra kosninga.
Amr Moussa sagðist þó ekki
vita hvort hann myndi bjóða
sig fram sem einstaklingur eða
ganga í stjórnmálaflokk. - gb
Amr Moussa býður sig fram:
Vill verða arf-
taki Mubaraks
AMR MOUSSA
TÚNIS, AP Allt síðan Zine El Abid-
ine Ben Ali forseti hrökklaðist
frá Túnis í janúar hafa mótmæl-
endur krafist afsagnar bráða-
birgðastjórnarinnar, sem tók við
völdum undir stjórn Mohameds
Ghannouchis forsætisráðherra.
Í gær lét Ghannouchi svo
undan og sagði af sér, eftir að
átök höfðu brotist út á ný með
þeim afleiðingum að fjórir létu
lífið.
Fouad Mebazaa, sem gegnir
forsetaembætti til bráðabirgða,
fékk strax Beiji Caid-Essebsi til
að taka að sér að vera forsætis-
ráðherra, einnig til bráðabirgða
fram að kosningum, sem reikn-
að er með að verði haldnar í júlí.
- gb
Forsætisráðherra segir af sér:
Nýr tekinn við
til bráðabirgða
STJÓRNSÝSLA Hjördís Björk Hákon-
ardóttir, fyrrverandi hæstaréttar-
dómari, er formaður hæfisnefndar
vegna undirbúnings skipunar í
embætti ríkissaksóknara. Nefndin
er Ögmundi Jónassyni innanríkis-
ráðherra til fulltingis við undir-
bún ing skipunar í embættið
og skilar honum mati á hæfni
umsækjenda.
Aðrir í nefndinni eru Guðrún
Agnarsdóttir læknir, Pétur Kr.
Hafstein, fyrrverandi hæstarétt-
ardómari, Ragnheiður Harðar-
dóttir héraðsdómari og Valur Ingi-
mundarson prófessor. - bþs
Val á nýjum ríkissaksóknara:
Hjördís fer fyrir
hæfisnefnd
GENGIÐ 25.02.2011
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is
sex saman í p
akka
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
S
A
4
58
61
0
4
/0
9