Barnablaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 2

Barnablaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 2
Vegur tmglmgsiivs Ungum er það allra best, að óttast Guð sinn Herra. Þeim mun viskan veitast mest og virðing aldrei þverra. Hallgrímur Pétursson. Mannsæfin er vegur, er hefur sitt uþphaf og sinn endi. Vegir geta verió mjög misjafnir, grýttir og erfiðir upp bratta; um dásamlega velli, hag- stæöir og auðveldir. Um veginn er sagt, að eng- inn reisi sér hús á honum. Hvíldarstaður, eóa náttstaður var þar ekki. Vegur er leið sem flytur okkur áfram. Þegar staðnæmst er við veg og horft á vegfarendur, þá virðast flestir eiga það sameiginlegt að flýta sér. Menn eru á hraðferð, í kappi við tímann. Flýta sér eftir veginum og til að komast af honum! Vegur mannsins liggur um syndugan og hættulegan stíg. Feilspor geta orðið afdrifarík. Vanda skal í upphafi undirstöðu vegar og þegar leiöin liggur yfir ófærur, þá þarf sérlega að vanda til með brýr og brúarstæói. Eitt hroöalegasta slys, er skeöi á útlíöandi ári, var er skip sigldi á Alnö brúna í vestur Svíþjóð. Sá er þetta ritar horfði meó eigin augun á brú- arendana, standa út í loftió í ca. 40 metra hæð. Brúin féll í hafið. Vegfarendur sem oft höfðu farið um brúna áttu sér einskis ills von. Vegurinn var farinn í góðri trú, en endaði svo í algjörri vegleysu, til lífstjóns fyrir fjölda manns. Barnið sem fæðist í þennan heim, hefur þegar hafið veg sinn til lífs. hvers vegna hindra menn þá eðlilegu lífsgöngu? Það er synd og smánar- þlettur vestrænna landa, það óhugnanlega fyr- irbrigði, sem eru fóstureyðingar. Einn kunnasti ræðumaður samtíðarinnar, sagði í áheyrn þús- unda manna, í höfuóborg voldugasta ríkis norðurlanda, Svíþjóð, að fleirum væri útrýmt og þeir deyddir í sjúkrahúsum landsins árlega, heldur en þeir, sem murkuðust út á tveim styrj- aldarárum Finnlands í heimsstyrjöldinni. Hjón sem eignast þörn, taka á sig mikla ábyrgð lífsins. Því fylgir ekki einungis framfleyt- ing til lífs í fæði og ytri skilyrðum lífsins. Það þarf meira til. ,,Maðurinn lifir ekki á brauði einu sam- an“. Besta veganesti lífsins, er trú og bæn til Guðs. Það er skylda allra foreldra, að gefa börnunum þetta veganesti. ,,Fræó þú sveininn um veg þann er hann á að ganga, jafnvel á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.“ í barna uppfræðslu, er aldrei byrjað of snemma. Kærleikur og bænir er það veganesti er fyrst skal mæta barninu. Síðan kemur sagan um Jesúm barnavininn mesta og besta; fæðingu hans og lífsgöngu um þennan heim. Allt er þar sígilt. Orð Jesú, eru hin mesta lífsspeki sem ekkert annaö kemst fram yfir. Með hverju getur ungur maóur haldið vegi sínum hreinum? Meö því að gefa gaum að Orði Þínu“, — segir í sálmi Davíðs 119:9. í upphafi þessara greinar kemur svar Hall- gríms Péturssonar fram gagnvart sömu spurn- ingu. Barnablaðið vill brýna það fyrir lesendum sínum og nánustu aóstandendum þeirra, að þessa sé gætt. Guð Orð fái lýst um villgjarnan veg lífsgöngunnar. Til þess þurfa hinir fullorðnu að kynna sér Guð Orð. Læra bænir að biðja bæna, upþhátt með börnum sínum. Það er staðreynd að slíku fylgir öryggiskennd og jafn- vægi, fyrir unga barnssál og er hið allra besta, sem ungur nemur og gamall temur.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.