Barnablaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 41

Barnablaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 41
Barnablaöiö drengurinn skuli kunna svona vel við sig, þó aö hér séu lítil þægindi. ,,Jæja krakkar, þá eruð þið hrein og fín. Við erum alveg að koma, bíðið úti í hlaðvarpanum eftir okkur.“ Kalli á stóran bangsa, sem hann tók með sér frá Berlín. Hann kastar honum hlæjandi upp á þakið. Gréta skríkir af kátínu, þegar bangsi rennur niður af stráþakinu. Pabbi og mamma eru nú feróbúin, og biöin er á enda. Leið þeirra liggur fram hjá grænum engjum og kornökrum. Rauðsmári og bauna- grös eru í fullum blóma. Fjölskyldan kemur í tæka tíð. Kalli fer að kaupa farseölana. Þetta er mikilvægt erindi, og hann má ekki bregðast því trausti, sem honum er sýnt. Lestin er troðfull af hermönnum. Þau Gréta, Kalli, mamma og pabbi fá samt tvö sæti: Mamma heldur á Grétu og pabbi á Kalla. Þorp meðgömlum kirkjum, fallegir blómagarðar, konur við uppskeru og börn á leið í skólann þeysast fram hjá. Gréta og Kalli hafa alveg gleymt því, að þaö er stríð, og að þau eiga að fara til myndasmiðs, svo að þau gleymi aldrei, hvernig hvert um sig lítur út, ef þau myndu aldrei sjást framar. Hermennirnir í klefanum taka nú upp nestið sitt. Gréta tekur eftir því, að þeir koma ekki við brauðsneiðina meö fingrunum. Þeir gæta þess vandlega, að snerta aðeins bréfin utan um þær. Hún hvíslar einhverju að mömmu sinni. „Það er ekki svo þægilegt að þvo sér um hendurnar í þessum lestum,“ útskýrir mamma lágt. Pabbi segist ætla að bjóða mömmu og börn- unum í mat í ráðhúskjallaranum. Nú rennur lestin inn í járnbrautarstöðina, sem er öll yfir- byggð og há til lofts og víð til veggja. Birtan kemur inn um glerrúður á þessari geysistóru byggingu. Þetta er gamall „Hansabær". Byggingarnar bera þess Ijósan vott, að hér hafa efnaðir kaup- menn átt heima. Félag kaupmanna fyrr á öldum hét Hansa og rak víða verzlun og meðal annars við íslendinga. Fyrst er farið til grænmetissalans, sem tekur við aspargusöskjunum. Síðan halda þau áfram framhjá vel hirtum görðum, þar sem litlir skraut- legir dvergar úr leir fela sig bak við runna og blóm. Þarna eru líka börn, sem renna sérfimlega á hjólaskautum. Heima í þorpinu er engin hellu- lögð gangstétt og finnst Grétu mikið til um allan íburð hér. Þarna gnæfir Maríukirkjan gömul og tignarleg. En hér búa einnig mörg börn vió þröngan húsakost, þar sem engin húsagaröur veitir fjöri þeirra útrás. Pabbi fer nú niöur að höfn með þau og lýsir því fyrir Kalla, hvernig stoltir Hansakaupmenn hafa siglt seglskútum sínum til fjarlægra landa og komið heim meö sjaldgæfar kryddvörur, persnesk teppi og gull. Á markaðs- torginu er gamall grár gosbrunnur meó mörgum skemmtilegum höggmyndum. Hér selja menn vörur sínar á friðartímum. Þá iöar hér allt af lífi og fjöri, og kaupmenn kalla hver í kapp viö annan: „Ódýrargulrætur, svissneskurostur, gæóavara. Jarðarber — epli. Komið og sjáið. Gerið góð kaup og gleðjið eiginkonuna með blómvendi." Mamma segir svo skemmtilega frá: „Pabbi var vanur aö fara með hestakerruna okkar og beitti Rauð fyrir. Ég sat við hliðina á honum. Soffía sáluga, systir þín, sat í hnipri fyrir aftan okkur innan um jarðarberjakörfurnar. Hún var dugleg aó afgreiða aðeins níu ára gömul. Ég sé hana ennþá, þar sem hún gengur berfætt í sumarhit- anum með körfu á handleggnum til viðskipta- vinanna. Viö notuðum stóra fjöl fyrir afgreiöslu- borð. Já, það var nú meiri munurinn að lifa á friðartímum." — Annars veröur hún alltaf klökk, þegar hún minnist á Soffíu sálugu. Gréta lítur á mömmu og spyr: „Mamma, þurfti þá enga pen- inga á friðartímum?" Kalli fer að skellihlæja að heimsku Grétu. Og þarna er ráðhúskjallarinn. Hurðin er bogamynduð í gotneskum stíl, sömuleiðis gluggarnir, sem eru þar að auki meö fagurlit- uðum rúðum. Veggirnir eru þiljaðir. Hvarvetna blasa viö listaverk, útskorin Ijónshöfuð, andlit af trúðum eða iðnaðarmönnum. Borðin eru úr eik, einnig stólarnir með litlum leðurdúskum hang- andi niðuraf leðuráklæði. Pabbi pantar gos handa krökkunum og epla- safa handa sér og mömmu, einnig kjúklinga- súpu með súpujurtum í. Síðan eru bornar fram kartöflur og spínat, sem aðalmatur. Seinni hluta dags fer myndatakan fram. Ljósmyndarinn, gamall gráhærður maður, hefur tekið margar fjölskyldumyndir þennan dag og segir þreytu- lega. „Þetta veróur síðasta myndin, sem ég tek í dag.“ 4. Þrumuveður Fjölskyldan er komin heim. Mamma fer að hugsa um kvöldmatinn: steiktar kartöflur og salat. Skyndilega færast óveðurský yfir him-

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.