Barnablaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 31

Barnablaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 31
Barnablaöiö endingu. Það var 10 ára gamall drengur. Hann stillti sér upp beint frammi fyrir henni og hún gat séð móta fyrir honum, gegnt heióum himni. Drengurinn haföi alls enga löngun aó skiljast frá bekkjarfélögum sínum. Hann var svangur og vildi komast heim sem fyrst til að nota dagsbirt- una, til að fara í veióileik með vinum sínum. En eitthvað knúói hann til að ganga til hennar. Máski minnti útlit gömlu konunnar hann á ömmu hans, sem fór af þessum heimi fyrir tveim árum. Eða kannski var þaó neyð hennar, hver sem hún var, sem snerti viðkvæman streng í hjarta hans. „Kanntu aó lesa?“ spurði hún. ,,Já“, svaraói hann undrandi. „Mér leiðist aó vera aó kvabba á þér, en eins og þú getur séð er ég nærri því blind. Og þó að ég hefði sjón gæti ég ekki lesið. Nú er ég hérna meó þessa nýju Biblíu á Swahili, og ég veró að vita meira hvað Guð segir í henni. Gætir þú varið nokkrum mínútum til að lesa fyrir mig úr henni fáeinar línur?“ Drengurinn gekkst inn á þetta með tregðu og horfði löngunarfullum augum á bak vina sinna, sem voru komnir að því aö hverfa úr augsýn á veginum. En er hann hafði eytt tíu mínútum í lestur Matteusarguðspjalls fyrir hana, fannst honum þessi reynsla ekki eins erfið og hann hafði vænst. Sannast að segja vakti sagan um Jesú-barnið áhuga hans. Næsta dag þegar skóladrengurinn yfirgaf skólann, kom hann auga aftur á gömlu konuna. Hún hélt ennþá á Biblíunni sinni og hlustaði meó athygli á fótatak barnanna er þau streymdu fram hjá. Að þessu sinni sagói hún ekkert, en hann vissi hvaö hún vildi. Og hann vissi aö hann varð að nema staðar. Þessir daglegu Biblíulestrar uróu fastur liður í lífi drengsins á næstu mán- uðum. Hann komst til þekkingar og fór aö elska manninn Jesúm sem hann las um í Biblíu gömlu konunnar. Stundum kom það fyrir, aö forvitin börn lásu úr Bók gömlu konunnar, en hann var samt hinn fasti lesari hennar og þau uröu góðir vinir. Þá var þaö dag einn, aó hún var ekki lengur á sínum gamla stað þegar hann kom úr skólanum. Hann hugsaöi meö sér að hún hefði kannski gleymt aó koma, eða væri veik. En næsta dag kom hún ekki heldur, og þarnæsti dagur fór á sömu leió. Drengurinn sá gömlu konuna aldrei framar, en trú hennar og Biblían hennar hafði snortið Frh.ábls. 46 Sendibréf frá Gubi Einu sinni fyrir ævalöngu var uppi spámaóur að nafni Jeremía, sem átti heima í Austurlönd- um. Hann var spámaður hins sanna Guös sem haföi skapað himin og jörð. Spámenn, voru þeir menn kallaðir sem fluttu skilaboð frá Guói til fólksins og hvöttu það til aó hlýða Guði, og breyta eftir boóum hans. Nú haföi þjóð Jeremía óhlýðnast Guöi og gleymt honum. Fólkið fór aö tilbiðja skurögoð — dauða hluti, úr tré og steini. Svo að Guó sendi spámann sinn Jeremía til fólksins, til aó aðvara það. Hann sagði fólkinu, að ef þaö tilbæði ekki hinn sanna Guð á ný og þjónaði honum, mundu óvinir þeirra Babýlóníumenn ráðast á þá, og brjóta nlður borgarmúra þeirra. Húsin þeirra yrðu brennd og fólkið flutt til Babýlon. En fólkið hélt áfram aö tilbiðja skurógoðin, þrátt fyrir aðvaranir Jeremía. Óvinurinn sterki, Babýlóníumenn komu og geróu nákvæmlega það sem Jeremía hafói sagt. Þeir fluttu mikið af fólkinu til hinnar miklu borgar í Babýlon, en óvinirnir létu Jeremía vera eftir í Jerúsalem. Fólkinu leið illa í Babýlon, bæði börnum og fullorðnum. Það saknaði heimkynna sinna sem von var. En þá bar svo til, að fólkið fékk sendi- bréf frá Jeremía spámanni. Hvaó ætli sé nú í þessu bréfi? hugsuðu krakkarnir og allt full- oróna fólkið. Raunar var þetta bréf frá Guði sjálfum til fólksins, þó að Jeremía skrifaði það. Því að Jeremía spámaður skrifaði einungis niður ORÐ GUÐS OG HUGSANIR, en ekki það sem honum datt í hug. Sumt af efni bréfsins var á þessa leið: „Svo segir Drottinn hersveitanna, ísraels Guð öllum hinum herleiddu, þeim erég herleiddi frá Jerúsalem til Babel: Reisið hús og búió í þeim, plantið garða og etið ávöxtu þeirra. Biöjið fyrir borginni, því aó heill hennar er ykkar hamingja1' . . . MINNISVERS: Látið yður umhugað um heill borgarinnar sem ég herleiddi yður til, og biðjið til Drottins fyrir henni. Jeremía 29:7.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.