Barnablaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 15

Barnablaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 15
Barnabl&öiö Svangi Bcrgttr f sveitinni hans Hanna var stórbýlió Holt. Heimilið var talið ríkasta og umsvifamesta heimili sveitarinnar. Húsbóndinn var harður og duglegur og hafði margt hjúa. í öllu viðmóti var hann talinn betri og mannlegri heldur en kona hans, er réði öllu innan stokks. Hélt hún öllu fólki sínu vel að störfum og kunn var hún fyrir að skammta naumt. Jólin voru þó undantekning. Þá var alltaf skammtað vel í Holti. Faðir hans Hanna hafði verið þarna ungur maóur í þrjú ár og taldi hann það verstu ár æfi sinnar. Hafði hann þó reynt margt misjafnt, því hann var ekki velkominn í þennan heim. Faóir hans var ríkur bóndi, en móðir hans fátæk vinnukona. Matur var frekar látinn skemmast í Holti, heldur en að vinnufólkið fengi fylli sína. Bræöingur og hrossafeiti, ,var notaö sem feit- meti. Smjör sást aldrei nema á jólum, þá var það skammtað meö flatkökunum. Pabbi hans Hanna var í Holti þroskaár sín og leið oft hungur og hreinan sult. Bestu vikurnar hans í Holti voru frá miðjum ágúst og fram í október. Þá var laumast út í rófugarð og étnar hráar rófur kvöld eftir kvöld eöa nótt eftir nótt, þar til maginn var saddur. Brynjólfur og faóir Hanna fóru mjög vel að þessu og aldrei komst neitt upp. Gættu þeir þess að taka ávallt rófur sem voru náið saman í beðinu og kálið gáfu þeir kúnum, sem sleiktu þaö upp. Þær voru úti allar nætur fram á haust í Holti. Þess skal getið að allur auður heimilisins í Holti rann út í sandinn og gufaði upp og kom engum að notum. Hann varð til dóms. ,,Sjá laun verkamannanna, sem hafa slegið lönd yðar, þau er þér hafið haft af þeim, hrópa og köll korn- skurðarmannanna eru eru komin til eyrna Drottins hersveitanna." Jakobsbréf 5. kap. 4. vers. Þar var iðkuð röng lífsstefna! Nú bættist heimilinu í Holti nýr vinnumaður, hann Bergur. Hann var fjárglöggur og duglegur. Hann haföi verió munaðarlaus, en var nú aö komast á legg. Hann var 18 ára er þetta gerðist Vorið var kalt og rigningarsamt og varð Bergur að vera á fótum nótt og dag og fylgjast með burði ánna. Rétt um miðjan daginn mátti hann vera heima og halla sér og var það öll hans hvíld í meira en 4 vikur. Sýrudrykk blandaðan vatni og litlar brauðflísar hafði hann með sér í nesti og átti að duga honum næturlangt. Þetta var engin fæða fyrir vinnandi mann. í landareigninni var vatn með hólmum og voru þar endur og lómar. Féó hélt sig við vatnið og þar voru kvosir og dældir, sem ærnar leituðu í þegar þær báru lömbunum. Bergur hafði með sér flugbeittan hníf og markaði lömbin, helst nýborin. Hrútlömb

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.